Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 39

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 39
Miriam Shapiro, Jenny Holzer, Ás- gerður Búadóttir, Nína Tryggva- dóttir og Lovísa Mattíasdóttir. (Væntanlega hafið þið heyrt margra þessara kvenna getið enda hafa þær þegar öðlast ákveðna at- hygli fjölmiðla og gagnrýnenda á Vesturlöndum. Að sjálfsögðu væri hægt að nefna mun fleiri nöfn ef við aðeins fengjum að kynnast þeim.) Þegar fólk sæi slíkt veggspjald myndi það án efa segja: „Hvflík ósvífni. Hvernig er hægt að tala um ,,nútímalist" án jicss að nefna á nafn menn eins og Johns, Warhol eða Rauschenberg". Eða: „Þetta er kvennalist ekki nútíma- list.“ En mér er spurn: Hvað gerir popplistamennina sem í verkum sínum fást við inntak neyslusam- félagsins — svo eitthvert dæmi sé tekið — mikilvægari eða algildari en t.d. Judy Chicago eða Miriam Shapiro sem með verkum sínum vekja upp spurningar um eðli karlasamfélagsins-viðfangsefni sem svo sannarlega varðar allan hinn vestræna heim og meira til. Engu að síöur leggur Philippe Seguin, formaður stjórnarnefndar safnsins í Epinal, mikla áherslu á það í inngangsorðum að sýningar- skrá safnsins að einn mikilverð- asti þátturinn í starfsemi þess sé að uppfræða og upplýsa. Það finnst mér jákvætt. Hann segir líka að ef það sé raunin að mjög fáir skilji þá list sem framleidd er í dag, þá sé það vegna þess að almenn- ingur hafi ekki haft nægan aðgang að henni, of litlum tíma sé varið í að uppfræða almenning ... (!) Aft- ur get ég verið sammála honum, við þurfum að fá að vita meira. En lítum nú á þær myndir sem valdar voru á veggspjöld til að auglýsa sýninguna. Það voru gerðar tvær gerðir af veggspjöld- um. Annað er eftirprentun á súpu- dósum Warhols sem er vel til fundið þegar þess er gætt að hann er mjög þekktur og súpudósirnar eru myndrænt mjög sterkar. En hvaða verk annað á sýningunni gæti verið efniviður í sláandi og lokkandi auglýsingu? Nú, hvaða myndefni hefur verið notað til að selja allt frá bflum til brennivíns, vélbúnaðar og' veiðarfæra? Kven- líkaminn að sjálfsögðu! Hundrað þúsund auglýsendum getur ekki skjátlast. Myndin á veggspjaldinu er eftir Berlínarbúann Helrnut Newton og sýnir háa og granna konu, í támjóum pinnaskóm ein- um fata, með stinn og ávöl brjóst sem standa beint út í loftið — eng- in þörf á brjóstahaldara þar. ímyndið ykkur — konur sem jafn- ast á við þessa eru ekki nema ein af hverri milljón. Hælaháir skór hennar setja hana í stellingu þar sem brjóstin rekast í andlitið á okkur (þau eru brennipunktur myndarinnar) en engu að síður þrýstir hún höndum sínum ör- væntingarfullt saman yfir kynfær- um sínum — hvers vegna? Var henni komið á óvart svona hálf- berri: ,,Ég var íþann mund að fara í sturtu og er búin að klceða mig úr öllu netna skónum“ eða: ,,Ég verð tilbúin á augabragði. Ég er þegar komin í skóna og ég á því bara eftir að skella mér í nœrfötin og kjólinn" eða var það listamaðurinn sem ákvað þessa stellingu og vildi með því sýna á táknrænan hátt misnotkun kvenna og krampakenndar til- raunir þeirra til að halda í snefil af virðingu. Var þetta hugsað sem kvennapólitísk yfirlýsing eða er hugsanlegt — og hugleiðið það — að kynfærin, sem hún hylur svo vandlega, séu alls ekki kynfæri konu heldur karls. Kynbreyting að hluta, væri það ekki óvænt! En hvað sem listamaðurinn hafði í huga, þá er það hvorki mjög fersk eða ný hugmynd að nota nakta konu í auglýsingu. Hún er fjall- görnul og það eru ekki kvenna- pólitískar hvatir sem búa að baki þessu myndvali á auglýsinga- spjaldið. í ljósi alls þessa var það hress- andi og kom skemmtilega á óvart að eina konan á sýningunni, Jenny Holzer sem fædd er í Bandaríkjun- um, býr til verk sem eru ögrun við allt vald og sem eru svo kvenna- pólitísk. Verkið sem hún sýnir er elektrónísk tafla fyrir skilaboð (auðvelt að ná til mjög stórs hóps áhorfenda) og á henni birtast stuttar setningar eða fullyrðingar með mismunandi hraða. Þó femínismi sé ekki það eina sem hún vill koma til skila, þá verður inntaki þessara setninga tæpast á móti mælt: ,,Veitið strákum og stelþum sama uþþeldi" eða ,,Mœður œttu ekki að fcera svona tniklar fórnir". Önnur skilaboð fengu mann til að endurmeta og draga í efa: ,,Vinna allra er jafn mikilvœg", ,,Peningar skaþa stnekk", ,,Það er gott að bregða sér í geðveiki til að öðlast saman- burð" og önnur vekja til vitundar: ,,Það styrkir hóþkenndina að út- rýma þeim setn eru öðruvísi" eða hvetja til dáða: ,,Á vissum aldri leysa befðbutidin markmið hugsjónimar af hólmi". Ögra — endurmeta — spyrja, en ekki bara sætta sig við. Laura Valentino (isg þýddi) Hvítlaukslæri „a la tnatnma" Lambalæri 2-2‘A kg 4 hvítlauksrif, skorin eftir endilöngu í þunnar flísar 1 búnt söxuð steinselja 1 msk matarolía 2 tsk rósmarin salt og hvítur pipar 1. Fjarlægið alla lausa fltu af lærinu. Stingið smá göt í lærið en haflð götin eins lítil og unnt er og ekki djúp heldur rétt aðeins undir himnuna. Stingið hvítlauksflís og steinselju í hvert gat. 2. Nuddið matarolíuna vel inn í lærið og kryddið það með rósmarin, salti og pipar. Lærið er nú geymt í stofuhita í 2 klukkutíma en best er þó að geyma það í kæliskáp yfir nótt. 3. Lærið er nú steikt í 175 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 1 */2—2 klukkutíma, snúið lærinu einu sinni eða tvisv- ar. Fæst í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.