Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 10

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 10
það sem við eigum heima og vinna það. Ég held að við þurfum að hverfa svolítið aftur í tímann að þessu leyti. Við eigum að nota skítinn betur en við gerum, kaupa minna af áburði, reyna að rækta allt grænmeti ofan í okkur, baka okkar eign brauð og draga sem minnst að heimilunum. Heimilishald er allt annað í sveit en í þéttbýli. Ekki dugir þetta eitt og sér? Nei en þetta dregur úr rekstrarkostn- aði búsins. Ungt fólk sem er að byrja að búa getur ekki lifað af kvótanum og það þarf að velta fyrir sér hvað annað það getur gert á staðnum. Og það eru ekki síst konur sem þurfa að huga að þessu. Við megum ekki missa af tölvuvæðingunni því hún getur skapað okkur atvinnu en við getum líka gert margt fleira. Við getum safn- að jurtum í te og krydd og selt það, við eigum að veiða fiskinn í vötnun- um okkar, við getum stundað suitu- gerð, ræktað endur, tínt ber og selt þau og hugsanlega er hægt að stunda rjúpnaræktun — hver veit? Ég get nefnt þér eitt dæmi. Mjólkurbúið í Borgarnesi framleiðir grauta og einu sinni spurði ég mjólkurbústjórann hvernig á því stæði að þeir notuðu ekki íslenskt hráefni í þá. Þá sagði hann mér að hann hefði boðið Ung- mennasambandinu að tína fyrir Mjólkurbúið tvö tonn af berjum en þeir höfnuðu því. Ég sagði honum þá að hann hefði frekar átt að tala við konur og spurði hvort hann væri til í þetta ef ég útvegaði þessi tvö tonn. Hann var það og ég ætla að reyna þetta. Ég ætla að reyna að safna saman tuttugu fjölskyldum til að gera þetta. Af hverju erum við að flytja inn aðal- bláber frá Bandaríkjunum þegar við eigum þessi fínu ber hér á landi? En hvað meö aörar og hefö- bundnari aukabúgreinar eins og feröaþjónustu, sumardvalar- heimili o.fl.? Þær eru góður stuðningur við stólp- ana. Ferðaþjónusta er t.d. góð upp- fylling með sauðfé og æðarækt er að eflast heilmikið svo eitthvað sé nefnt. Það skiptir ekki öllu máli hver auka- búgreinin er heldur hitt að allt sem við getum hugsað okkur að hafa í sveit þurfum við að fá að hafa og við þurfum aðstoð við það. Við þurfum heilan helling af hugmyndum, ráð- gjöf, styrki og fjármagn. Þetta hefur hins vegar ekki legið á lausu og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hefur lagt alla áherslu á loðdýrarækt og stærri aukabúgreinar. Menn eru alltaf í því stóra og gera jafnvel grín að því smáa. Framleiðnisjóður auglýsti t.d. að hann veitti styrk sem næmi allt að 30% stofnkostnaðar við fram- kvæmdir sem tengdust nýbreytni í at- vinnu til sveita. Þetta var líklega árið 10 „Viö getum safnaö jurtum í te og krydd og selt þaö, viö eig- um aö veiöa fiskinn í vötnunum okkar, við getum stundaö sultugerö, rœktaö endur, tínt ber og selt þau og hugsan- lega er hœgt að stunda rjúpnarœkt- un - hver veit?“ 1987 en þá hafði ég lengi átt mér draum um að eignast sög til að saga steina og hún kostaði þá um 40 þús- und krónur. Mér datt því í hug að at- huga hvort ég gæti fengið styrk en þá var mér sagt að þetta væri allt of lítið og þar að auki hefðum við nægar tekj- ur af svínabúinu. Þetta sjónarmið er mjög vel skiljanlegt en það segir manni samt að viðhorfið er ekki það að báðir aðilar geti haft atvinnu. Það er ekki skilningur á því að ég geti búið mér til vinnu og tekjur óháð manni mínum. konur getum líka gert ýmislegt í okk- ar málum sjálfar. Við getum búið til keðju þar sem hver vísar á aðra og í öllu þessu litla þyrftum við að hafa eina konu sem tínir saman þá vöru sem við erum að framleiða og kemur henni á markað. Við þyrftum í raun- inni að stofna Samvinnufélag kvenna. Nú hefur þú veriö aö nefna at- vinnu af ýmsu tagi sem konur geta búiö sér til. Ertu þeirrar skoöunar aö þaö sé í raun tals- vert atvinnuleysi meöal kvenna til sveita? Mjög táar konur eru félagar í búnaöarfélögunum og maöur hlýtur því aö álykta sem svo aö þeim finnist þœr ekki hafa neitt þangaö aö sœkja. En gœtu þau ekki komiö inn í þessa mynd og aöstoöaö þœr konur sem vilja skapa sér vinnu heimafyrir? Búnaðarfélögin eru afskaplega lítið virk en auðvitað ættu þau að vera okkar vettvangur til að ná betri kjör- um og betri félagslegri þjónustu því þau eru okkar stéttarfélög. En ef ég man rétt þá eru ekki nema u.þ.b. 15 ár síðan húsmæður fengu aðild að félög- unum. Áður var reglan sú að eitt bú hafði eitt atkvæði og það var atkvæði karisins. Þetta voru karlaféiög og þeir fóru á fundina en konurnar voru heima yfir börnunum. Margar konur keyrðu ekki sjálfar og það stóð þeim fyrir þrifum. Svo þegar þær fóru al- mennt að keyra þá voru félögin hálf- dauð. Karlarnir hafa hins vegar alltaf verið mjög tilbúnir til að keyra þær á kvenfélagsfundi. Konur til sveita hafa alltaf verið mjög virkar í kvenfélög- unum og kvennabaráttan í dreifbýli fór fram í gegnum þau. Ég held að við Já og líka meðal unglinga. Unglingar hafa ekki árum saman haft atvinnu í sveitunum. Það verður engin aukn- ing í afrakstri búsins þó þeir bætist við á sumrin. I kvótakerfinu er ekki hægt að auka afraksturinn því þá ertu farin að framleiða verðlausa vöru. Ef ungt fólk getur ekki beinlínis tekið við fullu búi þá er ekkert fyrir það að gera í sveitunum. Það verður því at- gervisflótti úr sveitunum. Þaö er greinilegt aö þaö eru mjög skiptar skoöanir um þaö meöal landsmanna hvort halda eigi landinu öllu í byggö eöa ekki. Hver er þín skoöun á því? Þetta er erfið spurning. Ég held að ákveðin svæði á landinu hljóti að fara í eyði en ég vil að það þróist en sé ekki þvingað fram. Það getur ekki verið hagkvæmt að allir flytji suður. Þar þarf að byggja yfir allt þetta fólk en eftir standa ónotuð hús á lands- byggðinni. Ég sé byggð í landinu fyrir mér sem kjarna og svo byggð í kring- um hann. Ég held að það sé nauðsyn- legt fyrir hvert svæði að hafa ákveðna miðstöð þar sem er aðsetur viðskipta

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.