Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 35

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 35
það stefnuleysi sem ríkt hefur í meðferð þeirra og það er löngu orðið tímabært að breyta því. Ég er líka þeirrar skoðunar að þorri almennings krefjist róttækra breytinga. En auðvitað verður að fylgja þessu eftir og ég geri mér vonir um að útgáfa nefndarálitsins geti skapað umræður og aukinn þrýsting á stjórnvöld. Lagabreytingarn- ar þurfa auðvitað að fara í gegnum þingið en neyðarmóttakan og fræðslan er bara spurning um frumkvæði og fjármagn. Þetta eru hins veg- ar alls ekki dýrar tillögur og að auki þarf ekki allt að koma í einu. Þetta er spurning um áfangaj)róun og j)að er heldur ekki víst að fram- kvæmdin verði nákvæmlega eins og við leggj- um til. Það þarf að prófa sig áfram og aðlaga neyðarmóttökuna íslenskum aðstæðum. En fyrst og síðast er þetta spurning um að tryggja húsnæði, fólk og fræðslu. Á síöasta þingi lagöi dómsmálaráö- herra fram frumvarp til laga um breyt- ingu á þeim kafla hegningarlaganna sem fjallar um kynferöisbrot. Er þetta frumvarp í anda nefndarálitsins? Það var ekki nefndin sem slík sem samdi það frumvarp enda var henni ekki falið það. Ráð- herra fól Jónatan Þórmundssyni, formanni nefndarinnar, og Þorsteini A. Jónssyni, deildar- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, að vinna þetta verk og þeir tóku upp okkar tillögur og bættu síðan við kafla um meðferð sifjaspellamála. Það er margt ágætt í þessu frumvarpi en annað sem ég mundi hafa öðruvísi. Ýmsir kvenna- hópar hafa gert mjög vel rökstuddar athuga- semdir við frumvarpið sem tekið var tillit til í allsherjarnefnd efri deildar Aljíingis og frum- varpið er nú í biðstöðu. Þessir sömu kvennahópar hafa veriö meö hugmyndir um einhvers konar ríkis- styrkta miöstöö sem rekin yröi af þeim, og sem sœi um frœöslu til þeirra sem vinna meö kynferöisafbrotamál og aöstoö viö fórnarlömb slíkra afbrota. Samrœmast þessar hugmyndír fillögum „nauögunar- málanefndarinnar“? Ég þekki þessar hugmyndir þeirra ekki nógu vel til að segja nokkuð um þær. Ég held hins vegar að J)að sé mjög mikilvægt fyrir áhuga- hópa um þessi mál að sameina krafta sína þann- ig að átakið nýtist þeim öllum — þeir ýti allir í sömu átt. Þannig held ég t.d. að það sé mjög mikilvægt gagnvart stjórnvöldum að það verði ekki mikill ágreiningur um framkvæmdaatriði svo þau geti ekki vikið sér undan framkvæmd- unum í skjóli þess. Konur þurfa að vera nokkuð sammála um þær breytingar sem þær vilja ná fram. -isg. fS! iir HUGMYNDASAMKEPPNI UM SKIPULAG Á GELDINGANESI Reykjavíkurborg efnirtil hugmyndasamkeppni um skipulag áGeldinganesi samkvæmt keppnislýs- ingu þessari og samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Viöfangsefni þessarar hugmyndasamkeppni er aö kanna byggingarmöguleika á Geldinganesi, sem frá náttúrunnar hendi er aö mörgu leyti sérstætt sem byggingarsvæði. Keppnissvæðiö er allt Geldinganes, sem er um 220 hektarar aö stærð, og auk þess eiðið sem tengir Geldinganesiö við land. Heimild til þátttöku hafa íslenskir rikisborgarar og útlendingar með fasta búsetu á íslandi, þó meö þeim takmörkunum sem, kveðið er á um í 20. gr. samkeppnisreglna A.í. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastj. Byggingaþjónustunnar, Hallveig- arstig 1, Reykjavík, pósthólf 1191, 121 Reykjavík, símar 29266 og 39036 (heima). Gögn varðandi keppnina verða afhent af trúnaðarmanni dómnefndar I Byggingaþjónustunni, Hall- veigarstíg 1, Reykjavík. Keppnislýsing verður látin i té endurgjaldslaust, en fyrir önnur keppnisgögn skal greiða skilatryggingu að fjárhæð kr. 5.000. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 5.000.000. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 2.500.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 1.000.000. Verðlaunaupphæð er miðuð viö vísitölu byggingarkostnaðar I maí 1989, 139.0 stig. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstig 1, Reykjavík, eigi síðar en 13. desember 1989 kl. 18.000 að íslenskum tíma. Borgarstjórinn i Reykjavík. 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.