Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 3

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 3
DÆGUR VÍSA Dag einn síðla niðrí bæ. Ég keypti í kvöldmatinn og sótti son minn í leikskólann. Fóstra sonar míns setti ofaní við mig fyrir að hafa ekki sent með honum nestispakka eins og vanalega, þetta hefði barnið tekið mjög nærri sér. Á leiðinni niðrá Lækjartorg hyggst ég bæta syni mínum skaðann og kaupa handa honum köku í Sveinsbakaríi. Fyrstu mistök mín í þessu máli öllu voru að leyfa honum að velja sér köku. Hann valdi sér auðvitað skrautlegustu kökuna þrátt fyrir viðvaranir mínar. Hann beit í kökuna, afmyndaðist í andliti, hent’enni á gólfið og heimtaði aðra. Nú voru góð ráð dýr. Bæði var að ég kunni ekki við aðferðir sonar míns, og svo stóð á að aleiga mín, þá stundina, hafði rétt hrokkið fyrir kökunni. í fylgsnum kven- veskisins glitti í einn gulan strætisvagnsmiða. Ég útskýri stöðuna fyrir syni mínum, en ræða mín æsir aðeins upp í honum særða réttlætiskennd. Hann umhverfist þarna ábakaríisgólfinu, þeytist um á baki og kvið eins og aðkreppt fiskifluga. Auk afgreiðslustúlkunnar, voru staddar í bakaríinu tvær rosknar konur. Önnur þeirra getur ekki orða bundist og segir stundarhátt við hina: ,,Ég hefnú alið upp fjögur börn. Og ísvona tilfelli hefði ég rassskellt krakkann.“ Ég hundsa ráð gömlu konunnar, og kemst við illan leik út úr bakaríinu með barnið undir handleggn- um og tvo innkaupapoka í höndunum. Á Lækjargötu í þann mund að græna ljósinu var að sleppa, reif barnið sig laust og henti sér í götuna. Þar sem ég róta upp varningi í plastpokana og mjaka barninu yfir götuna, fljúga mér í hug orð gömlu konunnar úr bakaríinu. Kannski hún hafi rétt fyrir sér þessi lífsreynda kona hugsa ég. Og þegar ég hef æst mig upp í tilætlaðan ham, rassskelli ég krakkafrekjuna. Svo stóð á veðri að barnið var búið í höggþéttan vatteraðan snjó- galla. Þetta var eins og að stökkva vatni á gæs. Barnið varð hort- ugra með hverju höggi. Þá gerist það að ég er hrifin úr ódæðinu. Það nálgast mig yfirveguð kona leiðandi tvö þæg börn sér við hlið. Hún beygir sig yfir okkur mæðginin og segir stillilega: ,,Er þetta nú nauðsynlegt? Ósköp er leiðinlegt að horfa upp á þetta ... eru ekki til einhverjar betri aðferðir?“ Ég tuldra einhverja af- sökun mér til handa, og lít upp dálítið dílótt og eftir mig. í leiftursýn átta ég mig á stöðu minni. Ég er stödd á Lækjartorgi á annatíma. Það var fjölmennt á torginu og ég var miðdepill at- hyglinnar. Við mæðginin hypjum okkur inn í sexuna, þögul og sljó. Á heimleiðinni segi ég syni mínum söguna um feðgana og asnann úr „Dæmisögum Esóps“. Hún hefst á þessa leið: Malari nokkur fór ásamt syni sínum til borgarinnar, tóku þeir með sér asna sem þeir áttu og hugðust selja hann þar. Sagan segir af ferð þeirra feðga og árangurslausri viðleitni þeirra til að koma til móts við óskir meðbræðra sinna. Þeir klúðra öllum sínum málum og lýkur sögunni á þeirri staðföstu ákvörðun malarans að gera næst eins og honum sjálfum þóknast. Þetta þótti okkur Sigurði syni mín- um góð saga og nokkuð tímabær. Sættumst við heilum sáttum. Daginn eftir um sama leyti var ég stödd á Skólavörðustígnum í sömu erindagjörðum. Ég ákveð að fá mér kaffisopa og dagblað á Mokka, svona til að hvfla mig og búa mig undir næsta stefnumót við son minn. Ég hafði rétt tyllt mér við borð þegar hurðin opnast og inn í kaffi- húsið ryðst hópur frá Stöð tvö. Þeir snúa sér umsvifalaust að mér og spyrja hvort ég vilji ekki segja eitthvað um kynferðislegt of- beldi á börnum ... þeir séu að gera þátt um málið. Ég hugsa mig um eitt andartak og fyrir hugskotssjónum flökta andlitin af torg- inu frá því í gær. Nei takk svara ég óvenju ákveðin, og sé í anda fólkið af torginu hrökkva upp úr sófasettunum við fagurgalann ... og hrækja á skerminn. Halldóra K. Thoroddsen. HUGMYNDIR SVEITAKVENNA FÁ ÚTRÁS í NÝJUM FARVEGI 5 Vera skoðar landbúnaðarmálin í kastljósi kvenna ATVINNULEYSI KEMUR HVERGI FRAM NEMA í ÞEIRRA EIGIN VASA OG SÁLARLÍFI 6 Rætt við Höllu Aðalsteinsdóttur sem gert hefur könnun á stöðu kvenna í sveitum ÞYRFTUM AD STOFNA SAM- VINNUFÉLAG 9 Rætt við Snjólaugu Guðmunds- dóttur á Brúarlandi á Mýrum ÞYKIR VÆNT UM BÍLA EN EKKI BÆNDUR 11 Spjallað við Ingibjörgu Bergþórs- dóttur, sem rekur ferðaþjónustu KVENNAMÁLARÁÐFRÚ MEÐ NEITUNARVALD 14 Gisela Böhrk, kvennamálaráð- herra segir frá ERUM AÐ PRJÓNA 2000 SOKKA 18 Um kvenfélagið Vorhvöt ÞETTA ER MITT LÍF 20 Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir bregður upp mynd af lífi sínu ÓFREMDARÁSTAND í ÖLDRUN- ARMÁLUM 30 LEIKSKÓLI FYRIR ÖLL BÖRN 31 BREYTIST MEDFERÐ NAUDGUN- ARMÁLA? 34 ÚR LISTALÍFINU 37 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.