Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 14

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 14
KVENNAMÁLARÁÐFRÚ IVIEÐ NEITUNARVALD Stjórnun í Vestur-Þýskalandi er þann- ig háttað, að í höfuðborginni Bonn situr alþingi þjóðarinnar (Der Bundestag) og ríkisstjórn alls lands- ins. Síðan hefur hvert fylki sína eigin stjórn og þing. Fylkin njóta töluverðs sjálfræðis og geta sett sér sín eigin lög svo fremi sem þau brjóta ekki í bága við landslög. Fylkisstjórnir geta þannig gengið þvert á stefnu ríkis- stjórnarinnar í Bonn. Sem stendur er hægri stjórn í Bonn undir forystu Helmut Kohl kanslara, samsteypu- stjórn Kristilegra demokrata og frjáls- lyndra. f Schleswig-Holstein fylkinu er hins vegar meirihlutastjórn jafnað- armanna, sem flokkast til vinstri í þýskum stjórnmálum. Forsætisráð- herrann þar er Björn Engholm, og vann flokkur hans mikinn kosninga- sigur á síðasta ári, fékk hreinan meiri- hluta eftir að hafa verið í stjórnarand- stöðu í 38 ár. Fjögur stórmál voru sett á oddinn í kosningabaráttunni í fyrra: atvinnumál, umhverfismál, virkara lýðræði og staða kvenna og eitt kosn- ingaloforðanna var stofnun Kvenna- málaráðuneytis. Það er nokkuð mis- jafnt eftir fylkjum hversu flokkurinn hefur beitt sér í málefnum kvenna en í Schleswig-Holstein hefur hann átt frumkvæði að m.a. kvótareglu um stöður innan flokksins og á fram- boðslistum. Eins og annars staðar hafa jafnréttismál gjarnan heyrt und- ir t.d. félagsmálaráðuneyti eða heil- brigðismál en í Kiel hefur sem sagt verið stofnað sérstakt Kvennamála- ráðuneyti með eigin ráðherra. (Sem réttar væri raunar að þýða sem ráðfrú því á þýsku er titillinn vitaskuld af því kyni sem handhafi embættisins er, og er Die Frauenministerin.) Það er Gisela Böhrk, sem gegnir embætti þessa fyrsta kvennamálaráðherra í Vestur-Þýskalandi og-á hennar fund skundaði blaðakona Veru einn góðan veðurdag í Kiel, höfuðborg fylkis- ins ... Húsakynnin benda óneitanlega til þess, að ráðuneytið er nýtt af nálinni. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja sem allir eru ljómandi hvítir og hnausþykk rjómahvít teppi út í hvert horn. Stórir pálmar í pottum og nú- tímalist í álrömmum. Flennistórir gluggarnir opnast út í grænan trjá- garð. Alls staðar eru konur. Ráðfrúin reynist vera kona á besta aldri (svona um fertugt!), fráskilin einnar dóttur móðir, sem þambar kaffi á við íslend- ing og hreiðrar berleggjuð um sig í ítölskum leðurstól á meðan hún lætur móðan mása. Fyrsta spurningin var: Hvaö gerir þetta ráöuneyti? Hef- ur þú txl. meö einhverja sérsfaka málaflokka aö gera? „Nei, þvert á móti, ég hef með alla málaflokka að gera. Þetta er það sem við köllum ,,Querschnitt“-ráðuneyti (sem á íslensku væri e.t.v. hægt að þýða sem þverlægt ráðuneyti). Við vorum strax frá því að hugmyndin kom upp, staðráðin í að þannig yrði það að vera. Hingað til hafa jafnréttis- mál og mál sem varða konur sérstak- lega, fallið undir ýmis ráðuneyti og það hefur m.a. orðið til þess, að gera kvennamál að hliðargrein, deildir sem hafa með þau að gera verða þægi- leg afsökun til að gera ekkert — að- eins fjarvistarsönnun fyrir þá sem stjórna. Slíkt vildum við forðast. Þetta ráðuneyti byggir á þeirri hug- mynd að öll mál snerti konur, flest á annan hátt en þau gera karla og að sjónarmið kvenna hafi sama rétt og karlanna." Hvernig ganga hlutirnir fyrir sig í lárétfu ráöuneyti? „Ráðuneytið hefur umsagnarrétt yfir öllum stjórnarfrumvörpum og tillög- um. Öll mál, sem stjórnin leggur fram á þinginu verða sem sagt að fara — ekki þessa venjulegu leið úr fagráðu- neyti á fylkisstjórnarfundi og svo fyr- ir þingið, heldur verða þau á leiðinni til stjórnarinnar að koma við á mínu skrifborði. Ég hef síðan rétt til að gera breytingartillögur eða hverjar þær at- hugasemdir, sem mér finnast nauð- synlegar og senda frumvörpin aftur heim til föðurhúsanna. Mörgum ráðherranna, þingmanna og embættismanna hefur þótt erfitt að sætta sig við þennan umsagnarrétt og við mínar athugasemdir. Að sumu leyti er það skiljanlegt, því fæstum er ljóst að til er nokkuð sem heitir kvennapólitík, stefna sem tekur mið af reynslu og aðstæðum kvenna. Þeir hafa ekki gert sér grein fyrir, að ráð- stafanir og ákvarðanir geta haft og hafa oftast allt aðrar afleiðingar fyrir konur en þær hafa fyrir karla. Um- sagnarrétturinn gerir í reynd þá kröfu til hinna í stjórninni og til embættis- mannanna, að þeir skoði alla hluti í alveg nýju ljósi. Ég þarf að rökstyðja mitt mál, þeir verða að svara ... þessi réttur hefur því haft þær ánægjulegu afleiðingar m.a., að mjög miklar um- ræður hafa átt sér stað um kvenna- pólitík bæði f þingflokknum og í stjórninni — þetta hefur eiginlega verið stöðugt námskeið fyrir blessaða mennina!11 En segjum svo aö þelr neiti aö fallast á þínar athugasemdir? „Kvennamálaráðuneytið hefur sam- kvæmt lögum neitunarvald í öllum málum sem varða konur.“ Getur þaö þá ekki oröiö túlkun- aratriöi hvaö varöi konur og hvaö ekki? , Jú jú, en lögin gera líka ráð fyrir að konur viti best hvað þeim stendur næst og þess vegna er ég úrskurðarað- ili í túlkunarágreiningi. Þetta neitun- arvald er þess vegna gífurlega sterkt vopn og við gætum þess vel að mis- nota það ekki til að gera það ekki bit- laust. Tilvera þessa neitunarvalds, sú 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.