Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 26

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 26
BÚNAR AÐ UPP Á BÁTINN Nýja Sjáland er yfir- leitt fjarri í umrœö- um manna og hug- myndir fólks hér ekki ýkja Ijósar um landiði Þar búa inn- flytjendur, flestir af evrópskum upp- runa, í bland viö frumbyggjana, Már- ana. Þar eru þó um fjörtíu íslendingar og einn þeirra, Ingi- björg Rán Guö- mundsdóttir, er gamalreynd kven- frelsiskona. Þaö er því ekki úr vegi aö heyra hvaö henni finnst um Nýja Sjá- land, konurnar þar, island i hœfilegri fjarlœgö og ekki síst lífiö og tilveruna. nenni að byrja á þessu öllu upp á nýtt. Ég hef fylgst vel með, þrátt fyrir það og komist í kynni við kvennabaráttu- konur hér. En mér finnst verst hvað kvennabaráttan er húmorlaus hér í landi. Konurnar eru áberandi karl- mannlegar og virðast stefna að því að verða eins og karlarnir. Kvennabaráttan er ung hér á landi þrátt fyrir gamla hefð. Nýsjálenskar konur voru fyrstar til að fá kosninga- rétt í heiminum. Margt er vel gert hérna, konur reka til dæmis heilt blað með góðum árangri. En í raun er ástandið samt enn þannig að eina leið kvenna til að ná langt hér er í gegnum giftingu. Konur neita að ræða þetta og finnst ekki hægt að tala við karl- menn. Það er margt líkt með nýsjálensk- um karlmönnum og íslenskum, þetta eru dugnaðarforkar. Þeir hugsa vel um bflana sína, sem reyndar eru kapí- tuli út af fyrir sig, því þeim er svo vel við haldið að það er fullt af ævagöml- um bflum hér. Mér finnst þeir stund- um minna á Dodda í Leikfangalandi með bflana sína. En því miður, það er eins og vanti rómantfldna í samskipti kynjanna hér. Nýsjálenskar konur hafa náð ýmsu fram, en með því að loka á karlmennina í stað þess að reyna að skilja þá og láta þá skilja sig, eru þær að mínu mati á rangri braut. Ingibjörg Rán er alin upp á miklu kvennaheimili, systurnar voru fjórar og þær ólust hjá móður sinni einni. Faðir hennar féll frá, meðan þær voru enn ungar. Ingibjörg segir að kvenlegu áhrifin hafi vissulega haft áhrif á uppeldi hennar. „Ég sá ekki allt misréttið gagnvart konum í samfélaginu fyrr en ég kom út af heimilinu," segir hún. Hún er útskrifuð úr Kennarahá- skólanum, bjó lengi í Danmörku, var virk í Rauðsokkahreyfingunni meðan hún bjó á íslandi, en nú er hún komin til Nýja Sjálands. Hún neitar því ekki að ástæðan fyrir því að hún sé komin alla þessa leið sé karlmaður, en lítur á dvölina sem ákveðna lífsreynslu, sem gaman sé að upplifa. Hún er ákveðin í að setjast ekki að á Nýja Sjálandi. „Við vitum ekki hvað það er gott að búa í Evrópu fyrr en við förum eitt- hvert annað," segir hún ákveðin. „Það er þar sem hlutirnir gerast. Á þessum litla bletti á kortinu eru upp- sprettur listar og menningar heimsins og allir aðrir eru þiggjendur.“ Ingibjörg býr í fallegu hverfi í Auk- land, „Herne Bay“ þar sem húsin eru líkust dúkkuhúsum, máluð í fölum pastellitum með hvítar blúndubrydd- ingar á veröndum og þakskeggjum. Hún hefur verið á Nýja Sjálandi í um það bil hálft ár þegar hér er komið sögu. Hún fær stundum heimþrá, það er ekki hægt að hringja í vinkonurnar hvenær sem er. „Nýja Sjáland er að mörgu leyti gott land að búa á, en mér finnst tölu- vert vanta á að fólk geri sér grein fyrir að þetta er ekki England, heldur Suð- urhafseyja. Þeir koma hingað með sína siði og venjur og passa eiginlega ekki inn í samféalgið. Það er eins og þeir líti á landið sem einn allsherjar skemmtigarð, þar sem allt er svo „nice“. Ef maður kemur að fallegum foss er kominn stigi upp að honum og skilti við girta brúnina: „Varúð, hallið ykkur ekki yfir handriðið. Márarnir (frumbyggjarnir) hafa lifað í samræmi við umhverfið og þeir skilja landið miklu betur en fólk af evrópskum uppruna. Þeir hafa sterkar tilfinning- ar til náttúrunnar og fortíðar sinnar. Fólk af evrópskum uppruna hefur hvorki rætur heima í gamla landinu, né er það búið að átta sig á nýja land- inu. Það er hálfgerð taugaveiklun í loftinu vegna þessa rótleysis. Hins vegar eru Nýsjálendingar hörkudug- legir að bjarga sér og það bætir úr skák. Márarnir eru að sækja mikið í sig veðrið nú, en það er erfitt að spá um framtíðarþróunina hér, það er svo dýrt að fá innflutningsleyfi hingað (kostar 250.000 dollara) að Evrópu- búar hafa varla ráð á því og hingað streyma ríkir Asíubúar sem eru orðn- ir leiðir á að horfa upp á örbirgðina heima fyrir.' ‘ Ingibjörg hafði ekki lengi búið á Nýja Sjálandi þegar hún komst í kynni við kvennabaráttukonur þar í landi. „Þær eru að gera það sem við vorum að gera fyrir tuttugu árum,‘‘ segir hún og dæsir. „Það er varla að maður Islenskar konur hafa alltaf þurft að sanna sig og það hljómar hálf ann- kannalega að heyra talað um „veikara kynið“ þar. En íslenskar konur eru 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.