Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 34

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 34
BREYTIST MEÐFERÐ NAUÐGUNARMÁLA? Eins og fram kom í síöasta tölublaöi VERU var samþykkt á Alþingi voriö 1984 þingsályktunartillaga frá Kvennalistanum um aö skipa nefnd til aö kanna hvernig meöferö og rannsókn nauögunarmála vœri háttað og gera tillögur til úrbóta. Nef ndin var skipuð í júlí þaö ár og í henni áttu sœti Guörún Agnarsdóttir þingkona Kvennalistans, Jónatan Þór- mundsson prófessor, Sigrún Júlíusdóttir félagsráögjafi, Hildigunnur Ölafsdóttir afbrotafrœöingur og Ásdís Rafnar lögfrœöingur. Nefndin skilaði áliti sínu til dómsmálaráöherra s.l. haust og nú nýlega kom þetta langþráöa nefndarálit út á bók og er því komið fyrir almennings- sjónir. Þaö er mikiö aö vöxtum eöa alls 361 bls. og skiptist í 11 kafla. Auk skýrslu og tillagna nefndarinnar er þar aö finna ritgerðir og kannanir einstakra nefndarmanna og má í því sambandi tjd. nefna viötalskönn- un um nauögunarmál eftir Sigrúnu Júlíusdóttur, könnun Hildigunnar Ólafsdóttur á afbrotinu nauögun, bakgrunni þeirra sem kœrðir eru og þeirra kvenna sem kœra og meðferð þessara mála á rannsóknar- og dómstigum, frœðilega ritgerö Jónatans Þórmundssonar um kynferöis- afbrot og könnun Guörúnar Agnarsdóttur á úrrœöum heilbrigöisþjón- ustunnar tii aö liðsinna brotaþolum í nauðgunarmálum. Nefndarálitið er vissulega mjög fróðlegt og upplýsandi og staðfestir þá skoðun fjölmargra kvenna, að meðferð og rannsókn nauðgunar- mála hér á landi sé í algerum ólestri. En við svo búið má ekki standa; róttækra breytinga er þörf. En verða gerðar slíkar breytingar — mun mikil og góð nefndarvinna skila viðunandi árangri? VERA spurði Guðrúnu Agnarsdóttur um þetta og fleira sem tengist tillögum nefndar- innar. En fyrst: Af hverju tók það nefndina fjög- ur ár að vinna nefndarálitið? Guörún Agnarsdóttir Nefndin byrjaði á því að reyna að skilgreina verkefni sín og það má segja að þau hafi verið tvíþætt. Annars vegar að vinna að fræðilegri staðreyndasöfnun og úrvinnslu og hins vegar að móta tillögur til úrbóta. Þegar þessi skii- greining lá fyrir hófumst við handa, bæði sam- eiginlega og hvert fyrir sig. Starfið reyndist miklu umfangsmeira en okkur grunaði í upp- hafi og þó einhverjum finnist það hafa tekið langan tíma þá gat það tæpast gengið hraðar. Fyrir utan smávægilegar tafir þá unnum við að þessu máli allan þennan tíma en það verður auðvitað að hafa í huga að við vorum öll í ann- 34 arri vinnu jafnframt. Ég er stundum spurð að því heima hjá mér hvað í ósköpunum ég ætli að gera við frístundir mínar nú þegar nefndin hef- ur lokið störfum. Það fór mikill tími og var lögð mikii alúð í vinnu nefndarinnar og ég vil sér- staklega undirstrika að það var mjög góð sam- vinna í nefndinni. Við leituðum víða fanga og sóttum þær ráðstefnur hérlendis og erlendis sem völ var á um þennan málaflokk. Ég var svo heppin að geta nýtt mér aðrar ferðir til þess að kynna mér þessi mál og fór m.a. í heimsókn á Læknavaktina í Osló, á rannsóknarstofu Scot- land Yard í London, í aðalbækistöðvar rann- sóknarlögreglunnar í New York og á Mount Sinai sjúkrahúsið þar í borg. En hverjar eru svo tillögur ykkar? Það má segja að þær séu í fjórum meginþátt- um. I fyrsta lagi leggjum við til að þeim kafla al- mennra hegningarlaga sem fjallar um kynferð- isbrot verði breytt nokkuð. Það sem mestu máli skiptir þar er lfklega að við leggjum til að refsi- vernd verði almennt aukin með því að leggja ýmsar kynferðisathafnir að jöfnu við samræði og refsivernd barna og ungmenna verði styrkt frá því sem nú er. í öðru lagi leggjum við til breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem eiga að tryggja réttarstöðu kvenna sem kæra nauðgun. Tillögurnar fela í sér að þol- endur öðlast rétt til endurgjaldslausrar aðstoð- ar löglærðs talsmanns, fyrri kynhegðun þol- andans verði ekki dregin inn í málið nema í undantekningartilvikum, að skilgreint verði hvenær ákæruvaldið megi falla frá saksókn og sett kvöð um að því beri að rökstyðja niðurfell- ingu í meiriháttar málum og kynna þann rök- stuðning fyrir konunni. Þá leggjum við til að þolandanum þ.e. konunni verði veitt aukin vernd og stuðningur þegar mál er fyrir dóm- stólunum s.s. að hún geti krafist þess að með mál verði farið fyrir luktum dyrum, heimiluð verði skýrslutaka af henni án návistar hins brot- lega og fréttabann verði sett á persónulegar upplýsingar um hana. Ef dómstólar dæma konu bætur þá teljum við nauðsynlegt að ríkis- sjóður greiði henni bæturnar og endurkrefji síðan þann sem dæmdur var. í þriðja lagi leggj- um við til að komið verði upp neyðarmóttöku þar sem boðið verði upp á samræmda og mark- vissa þjónustu og aðstoð við fórnarlömb kyn- ferðisafbrota. Slfk móttaka verði opin allan sól- arhringinn. í fjórða lagi leggjum við til að hald- in verði sérstök námskeið fyrir lögreglumenn og starfsfólk heilbrigðisþjónustu þar sem farið verði ítarlega yfir allt sem varðar meðferð þess- ara mála. Ertu ánœgö með þessar tillögur eða finnst þér aö þœr heföu mátt vera ein- hvern veginn ööru vísi? Já ég er ánægð með þær. F.g held að þarna sé mikill efniviður til að koma verulegum umbót- um á. Þessar tillögur eru að mörgu leyti miðað- ar við þá þróun sem hefur orðið erlendis á und- anförnum áratug. Þær eru í takt við breytt þjóð- félagsleg viðhorf sem hafa orðið til ekki síst í kjölfar réttindabaráttu kvenna. Þó þær laga- breytingar sem við leggjum til séu mjög mikil- vægar þá tel ég tillögurnar um neyðarmóttöku og fræðslu ekki síður mikilvægar. Ég held að fræðslan sé virkasta leiðin til að breyta viðhorf- um þeirra sem um þessi mál fjalla. Konur hafa kvartað undan þeirri meðferð sem þær fá hjá lögreglu og læknum og ég held að þessi með- ferð stafi fyrst og fremst af þekkingarskorti og skilningsleysi. í slíkum jarðveg vaxa fordómar. Þessum fordómum þarf að eyða með fræðslu. En eitt er aö gera tillögur aö breyting- um og annaö aö fá þœr framkvœmdar. Hefur þú trú á aö þœr náist fram í kjölfar þessa nefndarálits? Já, mér finnst niðurstöður nefndarinnar vera þess eðlis að það hljóti að vera óumflýjanlegt að taka tillit til þeirra. Þessi mál hafa liðið fyrir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.