Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 15

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 15
hótun sem það er, hefur hingað til Glsela Böhrk, nægt okkur — ógnunin ein. En það kvennamálaráðfrú hefur oft kostaö langvinna samninga- í Schleswlg-Holsteln fundi og rökræður að fá þá til að fall- ast á okkar málstað. Formaður flokksins og forsætisráð- herrann hér, Björn Engholm, hefur þá reynst dyggur stuðningsmaður okkar hugmynda enda átti hann ekki síst þátt í að stofna þetta ráðuneyti. Svo er um þriðjungur þingflokksins konur og að síðustu er staðreyndin sú, að konur hafa byr núna. Og stjórnmálamennirnir vita það. Þeir eru þess vegna reiðubúnir til að fall- ast á okkar málflutning annað hvort af því að þeir hafa slæma samvisku, rétta sannfæringu eða bara vegna þess að annað borgar sig ekki fyrir þá póli- tískt. Við hikum ekki við að notfæra okkur þessa aðstöðu!" Geturöu nefnt dœmi um hluti, sem þiö eruö aö fást viö? „Þessi nýja fylkisstjórn hefur verið mjög iðin við að endurskoða lög og setja ný, enda höfum við beðið eftir því lengi að fá að stjórna! Hér hafa verið lögð fram frumvörp að nýjum lögum um skóla, um dómskerfið, um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og útvarpslög. Það er gegnum gangandi regla að f öllum nefndum og ráðum á vegum þess opinbera skuli konur skipaðar í annað hvert sinn, þannig að alls staðar verði jöfn skipting karla og kvenna. í lögunum um opinbera starfsmenn eru ákvæði um sí-menntun, endurmat á reynslu hefðbundinna kvennastarfa — lfka húsverk — um hlutastörf og um líf- eyrisréttindi, allt hlutir sem varða konur sérstaklega." Hvaö annaö en umsagnarréttur er á verksviöi ráöuneytisins? ,, Auk slíkra lagalegra verkefna höfum við vitaskuld einnig rétt á að móta og leggja fram eigin frumvörp og stofna til verkefna. Við höfum til þessa ein- beitt okkur að atvinnumálum og menntunarmálum. Sem dæmi get ég nefnt verkefni, sem við erum að fara af stað með og snertir þær konur sem vilja snúa aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa um skeið verið heima- vinnandi. Við erum að byrja rekstur ráðgjafar fyrir þennan hóp og það er ráðgjöf ætluð konum í dreifbýlinu. Til þess að ná til þeirra er ráðgjöfin hreyfanleg, hún er reyndar á hjólum því hún er í rútu! Rútan fer á bæina eða í þorpin og hittir konurnar því heima hjá sér. Ég get líka nefnt verk- efni sem við erum að fara af stað með í barnaskólum og snýst um að víkka starfsval stúlkna. Þá erum við með á prjónunum stuðningsnet fyrir konur, sem þegar eru útlærðar í hefðbundn- um karlafögum, einkum á iðnaðar- sviðinu, en veigra sér við að starfa að sinni iðn, þar sem þær lenda oftast í því að vera eina konan á stórum vinnustað. Þá get ég nefnt verkefni á sviði unglinga- og tómstundastarfs, sem hingað til hefur hentað strákum fremur en stelpum og okkur þykir ástæða til að breyta því. Eins og þú eflaust sérð, eru öll þessi verkefni tengd málaflokkum, sem samkvæmt venju heyra undir hin ýmsu ráðuneyti, ráðgjöfin ætti auð- vitað að eiga heima í atvinnumála- ráðuneytinu, starfsval og starfskynn- ing í menntamálaráðuneytinu o.s.frv. Það sem við erum að gera, er að hrinda þessum verkefnum af stað, við 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.