Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 38

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 38
Þegar litið er yfir þau 10 tölu- blöð sem komið hafa út af Sögn- um á jafnmörgum árum þá gefa þau nokkuð góða mynd af þeim hugmyndastefnum og áhugaefn- um sem uppi eru í sagnfræðideild- inni hverju sinni. Einhvern tíman var félagssaga ríkjandi stefna og áhugaefnin Reykjavík og hafið, millistríðsárin eða miðaldirnar, svo eitthvað sé nefnt, en nú virðist hugmynda- og viðhorfasaga vera efst á baugi. í þessu tölublaði eru a.m.k. 6 greinar sem flokka má undir þessa tegund sagnfræði og má í því sambandi nefna grein eft- ir Ingunni Þóru Magnúsdóttur um viðhorf til barnauppeldis og aga á 17. og 18. öld, grein eftir Sigríði Þorgrímsdóttur um íslenskt galdrafár á 17. öld og grein eftir Hilmar Garðarsson um viðhorf og mat upplýsingarmanna á hjátrú ís- lendinga. Allar þessar greinar eiga það sammerkt að í þeim reyna höfundarnir að miðla til nútíma- manna upplifun formæðra okkar og -feðra á sínum samtíma. Það sem ég sakna helst í tengslum við þessar greinar er að gerð sé grein fyrir þeirri stefnu sem fylgt er við ritun þeirra og hún kynnt lesend- um. Þegar ég var að lesa sagnfræði til B.A.-prófs við Háskóla íslands fyr- ir um 10 árum var afskaplega lítil rækt lögð við það í náminu að fjalla um stefnur og strauma í sagnaritun og rannsóknaraðferð- ir. Við ritgerðasmíð var sú vinnu- aðferð viðhöfð að sanka að sér heimildum, meðhöndla þær af sæmilegri hlutlægni og raða „staöreyndunum“ síðan í snyrti- lega ritsmíð. Ég vona og reikna með að aðferðirnar hafi eitthvað breyst og meiri rækt sé lögð við heimildarrýni og hugmyndalega umræðu en áður. Það vekur engu að síður athygli mína að í þeim fjölda greina um sagnfræði og sögukennslu sem birst hafa í Sögn- um gegnum tíðina fer afskaplega lítið fyrir slíkri umræðu. í 10. tölu- blaðinu — því sem hér er til um- fjöllunar — hefði mér t.d. þótt mjög vel við að hæfi að gera nokkra grein fyrir viðfangsefnum og skoðunum þeirra sagnlræðinga sem telja sig vera að skrifa hug- mynda- og viðhorfssögu (mentali- tetshistorie). Þessar skoðanir birt- ast auðvitað með óbeinum hætti í greinunum en þær eru hvergi sett- ar í orð né heldur er vísað til heim- ilda þar sem fræðast mætti nánar um þær. Hvað sem þessu líður þá er hér á ferðinni hið læsilegasta tímarit þar sem höfundar leitast við að rita um sagnfræðileg efni á lipru og læsilegu máli án þess að slá af 38 fræðilegum kröfum. Ólíkt mörg- um öðrum fræðigreinum á sagn- fræðin á íslandi rfka hefð meðal alþýðunnar og á öllum tímum hafa verið uppi sjálfmenntaðir fræðimenn sem hafa skrifað fyrir almenning sjálfum sér til ánægju. Það mætti segja mér að einmitt vegna þessarar heföar hafi sagn- fræðin aldrei þjáðst af þeim leiða ,,vísindakomplex“ sem hrjáð hefur margar greinar hinna s.k. fé- lagsvísinda. Sagnir reyna að nýta sér þessa alþýðuhefð sem og stóra systir þeirra, tímaritið „Ný saga“ sem gefið er út af Sögufélaginu í Reykjavík. Bæði þessi tímarit reyna að glæða söguna lífi með lif- andi texta og markvissri notkun myndefnis. Þetta eru tímarit sem óhætt er að mæla með við áhuga- fólk um sagnfræði á öllum aldri og báðum kynjum. -isg. Af menntun ísleifs biskups f síðustu VERU skrifaði ég ritdóm um bók Helgu Sigurjónsdóttur: ,,í nafni jafnréttis“. Eitt af því sem ég benti á voru ummæli Helgu þess efnis að ýmsir sagnaritarar hefðu dregið í efa að ísleifur biskup Giss- urarson hefði stundað nám í kvennaskóla suður í Þýskalandi. Helga vísaði ekki til heimilda og segir jafnframt að sagnaritarar hafi breytt nafni abbadísarinnar í karl- mannsnafn. Þetta þótti undirrit- aðri afar undarlegt því í Hungur- vöku segir: „Honum (þ.e. ísleifi — innskot mitt) fylgdi Gissur utan ok seldi hann til læringar abbadís einni í borg þeirri er Herfurða heitir". En karlveldið lætur ekki að sér hæða. Miðaldaklaustur voru mörg og víða réðu nunnur ríkjum. Klaustur þeirra voru mikil menn- ingarsetur, þar var skrifað, málað, saumað, unnin læknisverk o.fl. Þessi klaustur eru vart nefnd í mannkynssögubókum, hvað gátu konur hafa fengist við sem skipti máli? Kvensagnfræðingar okkar tíma hafa rannsakað nunnu- klaustrin all ítarlega og er skemmst að minnast bókar Önnu Sigurðardóttur um nunnuklaustr- in á fslandi: „Allt hafði annan róm, áður í páfadóm“. Það var líka Anna sem sendi mér línu vegna ritdómsins og benti mér á að Helga hefði rétt fyrir sér. í hverju sagnfræðiritinu á fætur öðru sem fjallar um fyrstu aldir ís- landsbyggðar eða um íslenskan kristindóm er farið mjög í kring- um þá staðreynd að ísleifur sem fyrstur varð biskup á íslandi, stundaði nám í kvennaskóla. Slíkt hlaut að vera vitleysa og eins gott að nefna ekki slíka hneisu ef satt væri. Sagnaritarar segja að ísleifur hafi verið við nám í Þýskalandi, í Herfurðu, en nefna ekki að hann hafi verið í nunnuklaustri. Þannig breyttist hugarfarið til hins verra frá miðöldum til okkar daga. Kvenfyrirlitningin sem nóg var af á miðöldum gerðist sýnu verri eft- ir því sem aldirnar liðu, enda saga kvenna þöguð í hel. Einstaka menn hafa þó leitað sannleikans og skal hér birt dæmi um það. í er- indi Ásmundar Guðmundssonar biskups frá 1941 segir: „nunnu- skólinn í Herfurðu á Saxlandi, er þá var einhver nafnkenndasta menntastofnun á Norður-Þýska- landi, en um engan þess konar skóla var þá að ræða á Norður- löndum ... Abbadís sú er Gissur „seldi son sinn til læringar", eins og Hungurvaka kemst að orði, hét Godesi og var Hertogadóttir. Veitti hún klaustrinu forstöðu frá því um 1002 til 1040“ (Allt hafði annan róm, áður í páfadóm bls. 218). Hafa skal það er sannara reynist. Kristín Ástgeirsdóttir LEIKLIST Leikhópurinn ANNAÐ SVIÐ mun í lok ágúst frumflytja á íslandi eitt þekktasta verk bandaríska Ieik- ritaskáldsins SAM SHEPARDS ”FOOL FOR LOVE'‘ eða ”SJÚK í ÁST“. Verkið fjallar um ástríðufullt ástarsamband manns og konu sem tengd eru saman af sterkum bönd- um fortíðarinnar þrátt fyrir síend- urteknar tilraunir sínar til að stokka upp spilin og hefja nýtt líf. Með hlutverk í sýningu ANN- AÐS SVIÐS fara þau MARÍA ELL- INGSSEN, VALDIMAR ÖRN FLYGENRING, RÓBERT ARN- FINNSSON og EGGERT ÞOR- LEIFSSON. Leikstjóri sýningarinnar er KEVIN KHULKE og er þetta í fyrsta skipti sem hann stýrir upp- færslu hérlendis. KF.VIN KHULKE kemur frá miðríkjum Bandaríkj- anna, hann er af yngri kynslóð leikstjóra og starfar bæði í NEW YORK og EVRÓPU. Það er MENN- INGARSTOFNUN BANDARÍKJ- ANNA sem stendur fyrir komu hans hingað og hefur gert þetta menningarstarf mögulegt. Frumsýning er sem fyrr segir í lok ágúst og verða sýningar í leik- húsi FRÚ EMILÍU, SKEIFUNNI 3.C. SÍMI 681125. MVIVDLIST NÚTÍMA KARLALIST Hvarvetna hanga veggspjöld um sýningu á Kjarvalsstöðum sem auglýst er sem „alpjóðleg nú- tímalist". Ég er að velta því fyrir mér hversu margir hafi tekið eftir því, sem mér finnst blasa við, að með einni athyglisverðri undan- tekningu — Jenny Holzer — eru konur útilokaðar frá þessari sýn- ingu og að því er haldið fram að verk sem framleidd eru í nokkrum Evrópulöndum og Bandaríkjun- um séu fulltrúar hins „alpjóð- lega“. Það er hugsanlegt að Bern- ard Huin forstöðumanni lista- safnsins í Epinal í Frakklandi, sem tók saman þessa sýningu, hafi ekki tekist að ná í verk eftir mikil- hæfar listakonur eða þá listamenn frá Þriðja heiminum. En kannski reyndi hann það ekki þar sem listakonur, sem og listamenn sem ekki eru af hvíta kynstofninum, eiga ekki upp á pallborðið í sýn- ingarsölum og listasöfnum vegna þess að listaverk hvítra karla selj- ast á hærra verði og fá þess vegna meiri umfjöllun og þess vegna fæst hærra verð fyrir þau o.s.frv. Mjög frambærilegir listamenn frá Þriðja heiminum eru því sem næst óþekktir á Vesturlöndum þrátt fyrir að undanfarið hafi verið sett- ar upp alþjóðlegar sýningar á lista- verkum frá þessum heimshluta. Það er kannski ekki úr vegi að koma því á framfæri að ein af ástæðunum fyrir því að ýmsar merkar listakonur virðast horfnar af sjónarsviðinu, er tilhneiging þeirra til að kanna ný listform s.s. gjörninga, hugmyndalist, sam- starfslist og kvikmyndir. í þessu sambandi má t.d. nefna Yvonne Rainer, Adrian Piper, Trinh T. Minh-Ha, Su Friedrich, Yoko Ono, Lindu Montano, Ann Magnusson, Maya Deren, Amy Taubin, Carolee Schneeman, Judy Chicago, Karen Finley og Laurie Anderson. Þessi listform hafa sjálfkrafa útilokað þær frá sýningum sem haldnar eru á málverkum og skúlptúrum. En þrátt fyrir þetta, fmyndið ykkur þá eftirfarandi: Veggspjald með fyrirsögninni „nútímalist“ og röð af nöfnum niður með annarri hliðinni þar á meðal Marisol, Louise Nevelson, Eva Hesse, Bridget Riley, Niki de Saint-Phalle, Sue Fuller, Georgia O’Keefe, Barbara Kruger, Sherry Levine, Deborah Butterfield, Naney Spero, Helen Frankenthaler, Alice Neel, Barbara Hepworth, Frida Kahlo, Dianne Arbus, Sue Coe,

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.