Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 29

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 29
HÉÐAIV OG ÞAÐAIV Maríu tókst meira aö segja aö skrlfa bók hjó Botticelii JOMFRU MARÍA MEÐ BARN OG BÓK FORUM FOR KVINDEFORSKN- ING. I fyrsta tölublaði þessa árs var hin heilaga kýr kvennahreyfingarinn- ar, kvennasamstaðan, tekin og krufin. Birtar voru greinar um samkeppni milli kvenna í kvenna- hreyfingunni, verkalýðshreyfing- unni og í kvennarannsóknum, öfund milli vinkvenna, meting milli kvenrithöfunda auk bóka- fregna, lista yfir nýja bækur hjá KVINFO o.fl. Annað tölublað tek- ur til umfjöllunar þemað: „Barn- laus eða bara án barna“. Greinar- höfundar eru ýmist konur sem’ eiga börn eða eru barnlausar — ýmist af fúsum vilja eða ófúsum. Afstaða þeirra til efnisins er mjög mismunandi og endurspeglar þá miklu breidd sem einkennir skoð- anir nútímakvenna á börnum og barnleysi. Sameiginlegt einkenni á öllum greinunum er þó að höf- undarnir taka persónulega af- stöðu til efnisins og reyna ekki að sveipa hana fræðilegri hlutlægni. Sem dæmi um greinar í blaðinu má nefna grein eftir Hanne Sund- by um tæknifrjóvganir og ófrjó- semi. Hanne sapieinar það tvennt að vera kvensjúkdómalæknir og barnlaus kona sem hefur leitað á náðir tækninnar til að verða barnshafandi. Þá er grein eftir Suste Bonnén sem heitir „Madonna med baade barn og bog'‘ og er sú grein birt hér annars staðar í blaðinu. Susanne Fabricius skrifar grein út frá sjón- arhorni þeirrar konu sem hefur valið að eignast ekki börn og Anne Leonora Blaakilde út frá sjónar- horni hinnar sem á þau. I þessum greinum og öðrum, sem hér eru ekki tök á að nefna, er móðurhlut- verkið skoðað, valdið og vand- kvæðin sem því fylgja, þýðing þess fyrir konur, kvenleika og kvennapólitík og spurt þeirrar spurningar hvort kvennahreyfing- in hafi fallið út einni gryfju í aðra í afstöðu sinni til þess. Þriðja tölublað af FORUM kem- ur út í september og fjallar um konur og stjórnmál og það fjórða í desember en þar veröur leitað að „hinu kyninu". Ársáskrift að tímaritinu kostar 160 kr. danskar en hvert tölublað kostar 50 kr. í lausasölu. Á skrifstofu VERU liggja auglýsingabæklingar um tímaritið en auk þess er hægt að gerast áskrifandi með því að skrifa til: FORLAGET KVINFO, v/Lene Koch Nyhavn 22 1051 Köbenhaén K. -»sg. Hvernig stendur á því að móðirin er ekki lengur myndefni í mynd- list okkar tíma? „Móðir og barn" var áður dáðasta og algengasta myndefnið en er nú orðin sjald- gæf sjón. Þar sem ég trúi á myndlistina og er þeirrar skoðunar að af henni megi ráða mikið um hugarheim hvers tíma, þá hef ég notað lista- söguna til að rannsaka móður- ímyndina. Ég hef fylgt Maríu Guðsmóður í málverkum og höggmyndum allt frá 3- öldinni, þegar hún birtist fyrst sitjandi í hásæti með barnið í kjöltu sér, allt til dagsins í dag. Ég verð að játa að það hefur hallað verulega undan fæti hjá henni. Hún hefur ekkert hásæti ef hún kemst þá á mynd. Það eru ekki mæður með börn sem hræra list- málara og myndhöggvara í dag. Rannsókn mín er eins konar safn mynda og áður en þetta ár er á enda verða þær til sýnis hjá Kvennarannsóknamiðstöð Kaup- mannahafnarháskóla (CENTER FOR KVINDEFORSKNING). Ég tók tilviljanakennt úrtak af þeirri móðurímynd sem birtist í listasög- unni og miðaði það ýmist við 500, 100, 50 og 20 ára tímabil. Á flestum „móðir og barn- myndum' ‘ — og þetta gildir um alla listasöguna — hefur móðirin ekki annað fyrir stafni en að vera samvistum við barn sitt. Hafist hún eitthvað að, þá tengist það barninu. En í flestum tilvikum horfir móðirin blíölega út í rýmið eða á barnið. Hér á eftir ætla ég að takmarka mig við þá móður sem er þekktust allra mæðra, Jómfrú Maríu, og framsetningu hennar í málverki endurreisnartímans. Á þeim tíma ríktu vissar reglur sem hafa bar í heiðri Jtegar mynd- efnið var sótt í Hina helgu bók. Þarna var um að ræða tákn sem gáfu til kynna eiginleika þeirra einstaklinga sem á myndunum voru, hlutir sem vísuðu til skap- gerðar einstaklinganna, starfs þeirra, helgi o.s.frv. Sem dæmi má nefna að slæða Maríu er alltaf blá, sem tákn himinhvelfingarinnar og þar með sterkra tengsla hennar við hið guðdómlega. Á öllum myndum af boðun Maríu er hvít lilja en hún er tákn urn meydóm Maríu. Reglur sem þessar voru margar og allir vissu af hverju þær voru settar og skildu merkingu þeirra. Þegar maður skoðar boð- unarmyndir, þ.e. þær rnyndir sem sýna Gabríel erkiengil boða Maríu að hún muni eignast son, kemur í ljós að á þessum myndum er María nær alltaf að lesa í bók. í raun og veru er það dálítið merkilegt að María skuli sitja að lestri því það stendur ekkert um það í Nýja testamentinu hvað hún hafði fyrir stafni þegar Gabríel birtist henni. Listamennirnir hljóta að hafa sett henni bók í hönd til að sýna með myndmáli hversu andlega upphafin hún hafi verið. Hjá flestum þeirra hverfur aftur á móti þetta tákn andlegrar upphafningar Maríu strax að fæð- ingu lokinni. Það kemur glöggt frarn í listasögunni að það hefur verið erfitt að finna bæði rúm fyr- ir bók og barn hjá Maríu — rétt eins og hjá konum almennt. Und- antekningarnar eru þó til og ég held sérstaklega mikið upp á þær kannski vegna þess að þær eru svo manneskjulegar og auðþekkjan- legar. Mér finnst vekjandi að sjá hvernig madonnur Botticellis, Martinis og Rembrandts fara að því að sameina móðurhlutverkið og fullnægja andlegum þörfum sínum. Hvort tveggja er lífsnauð- synlegt. Við þurfum bæði á bók- um og börnum að halda. Sjáið bara jómfrú Maríu. Suste Bonnen (-isg þýddi úr FORUM FOR KVINDEFORSKN- ING, 2.tbl. ’89). 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.