Vera - 01.09.1989, Page 21
RAGNA STEINUNN
EYJÓLFSDÓTTIR
í stjórnmálum eigum við mörg sam- Ljósmynd: Anna FJóla
eiginleg áhugamál, fyrst og síðast Gísladóttlr
jafnréttismálin.
Eg lærði margt nýtt á þessum árum.
Mér fannst hegðunarmynstur Reyk-
víkinga oft undarlegt og kom stund-
um alveg af fjöllum þegar ég þurfti að
læra hitt og þetta til að vera ekki talin
ókurteis. Ég bjó í herbergi með systur
minni sem reyndi af veikum mætti að
kenna mér mannasiði. Ég varð að
ganga á hælaháum skóm og mátti
ekki þurrka af nefinu með kápuerm-
inni. Hún bannaði mér líka að hafa
orð á því inni í búðum ef mér fannst
eitthvað ljótt sem þar var til sölu. Ég
átti að gera það þegar ég var komin út
út búðinni! Margt af þessu rakst á ís-
lendingasagnaandann að heiman. Til
dæmis það sjónarmið sem Björg
kenndi mér að maður ætti að leysa öll
mál í góðu. Maður átti helst ekki að
eiga óvini. Ég hafði alist upp við það
að maður ætti að standa fast á sínu.
Þennan vetur fór ég í kvöldskóla
KFUM og kynntist stelpum sem ég
held enn sambandi við. Önnur þeirra
hló að öllu og smitaði mig, því ég var
frekar þunglynd og er oft enn. En nú
hefur þetta snúist við. Nú reyni ég að
gefa henni og hressa hana við þegar
hún dettur niður í þunglyndi og dep-
urð.
Árið eftir fór ég í Húsmæðraskól-
ann á Blönduósi og hafði félagslega
mjög gott af því. Verklega námið varð
hins vegar minna, hvað mig snertir.
Frú Hulda kenndi okkur að umgang-
ast fólk og sýna tillitssemi, enda er
það nauðsynlegt í skóla þar sem þrjár
til fjórar búa saman í herbergi. Hulda
er ein af fáum konum sem ég hef séð
gefa húsmóðurstarfinu reisn. Manni
fannst þetta starf virðulegt þegar hún
gegndi því. Sú litla virðing sem borin
er fyrir húsmóðurstarfinu í dag, stafar
af minnimáttarkennd okkar kvenna
sjálfra. Það var t.d. meiningin að nám
í húsmæðraskóla gæfi starfsréttindi,
en það var aldrei metið neitt. Þess
vegna lögðust húsmæðraskólarnir
niður.
Ég mátti ekki fara heim í jólafrí
meðan ég var á skólanum því mænu-
sótt var að ganga heima. Ég dvaldi því
yfir jólin hjá Huldu og dóttur hennar
Guðrúnu Jónsdóttur, sem síðar varð
arkitekt. Við urðum fljótt vinir. Guð-
rún var þá byrjuð í námi x Kaup-
mannahöfn og smitaði mig af útþrá
með lýsingum sínum á lífinu í Dan-
mörku. Ég ákvað að fara þangað þeg-
ar skólinn væri búinn og gerði það.
Þegar þangað kom fékk ég vinnu á
heimili Sigurðar Nordal og frú Ólafar.
Það gekk á ýmsu, enda ég bæði þrjósk
21
og löt. Þar kynntist ég enn nýjum
heimi sem var mér framandi og
stundum hlægilegur. Til dæmis það
að hringja bjöllum milli herbergja til
að ná tali af vinnukonunni.
Ég kynntist Ólöfu mun meir en Sig-
urði. Hún var skemmtileg og fróð
kona og reyndi að fá mig til að hugsa
sjálfstætt og láta skoðanir mínar í ljós.
Hún stóð í skugga hans að mínu áliti,
enda var látið með hann eins og kvik-
myndastjörnu.
En ég hljóp úr vistinni þegar mér
sinnaðist við ráðskonuna sem vildi
ekki gefa mér frí í viku, eins og hún
hafði lofað. Ég ætlaði að fara til París-
ar með systur minni og gerði það.
Þegar ég kom heim úr útlanda-
ævintýrinu dreif ég fljótlega í að trú-
lofa mig. Það gerðist dálítið snögg-
lega en var eflaust eitt af því, ,sem átti
að gerast“. Ingimar Guðjónsson hét
maðurinn og var Strandamaður. Við
bjuggum saman í fjögur ár og áttum
saman þrjá stráka. Hann var ósköp
góður, en í raun vorum við hvorugt
tilbúin að binda okkur.
Við lentum í því að missa elsta
drenginn okkar þegar hann var að-
eins eins árs og sú lífreynsla varð til
þess að sundra okkur í stað þess að