Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 4

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 4
DRAUMURINN Enn finn ég ylinn frá draumnum, andvarinn kemur og fer, þýtur í garðsins greinum, gott er að vera hér. Blómin hvísla í hljóði að haustið komi víst fljótt, enn finn ég ylinn frá draumnum og enn er ei komin nótt. Ég veit að haustlaufið hrynur og hylur þig, blómið mitt, en draumurinn vakir og vefur vorinu um hjarta þitt. Oddný Kristjánsdóttir Ljóöiö er úr ljóðabók Oddnýjar „Bar ég orö saman", sem er fyrsta bók höfundar. Oddný er fædd aö Minna-Mosfelli áriö 1911 en hefur verið búandi í Ferjunesi í Flóa frá 1934. LESENDABREF HVADA JAFNRÉTTI ER ÞAD ... F.g ætla að spjalla við ykkur um mál sem mér er mjög ofarlega í sinni en það er jafnréttismálið. Ég fyllist alltaf réttlátri reiði í hvert sinn sem þau ber á góma. Þó viðurkenni ég fúslega að þau hafa breyst til bóta síðan á dögum lang- ömmu okkar. En í dag vantar þó stórlega á að sá árangur hafi náðst sem við æskjum. Hvaða jafnrétti er í því að hjón sem vinna jafnlangan vinnudag og koma saman heim, þá er það kon- an sem tekur að sér hin daglegu störf heimilisins, en karlinn fer í stólinn sinn með blaðið og kaffi- bollann og bíður í ofvæni eftir kvöldmatnum og kallar jafnvel einu sinni til tvisvar ,,er ekki mat- urinn til“, þegar kvöldmaturinn er til getur hann sest að mat sín- um, en nú þarf að hjálpa börnun- um að hreinsa fiskinn eða brytja kjötið en þá er hann svo þreyttur eftir erfiði dagsins að viðkvæðið er „biddu fnömmu þína, hún er 4 ekki þreytt“, að snæðingi loknum rís þessi vesalingur upp frá borð- um og þakkar fyrir matinn ef hon- um hefur líkað hann, annars ekki, síðan röltir hann til stofu með góðan kaffisopa eða jafnvel með í glasi að ógleymdum kvöldvindl- inum sínum, þar sest hann í stól- inn góða og bíður eftir sjónvarps- fréttunum. Öðru hvoru veit þó konugarm- urinn að hann er með lífsmarki, en það er ef vesalings börnin (sem konan á þá) láta í sér heyra en að hann láti sér detta í hug að konu- garmurinn þurfi að gera nokkuð er eins fjarri honum og jörðin sól- inni. Þó eftir sé uppvask og frágangur eftir kvöldverð, tiltekt í húsinu eftir börnin, þvottur af þeim og konunni, hans föt skítna ekki út, þá er að hjálpa börnunum að læra, í miðjum lærdómnum eru kallaðar helstu fréttir úr sjónvarpinu, þá er í lagi að hafa hátt. Það er engin hætta á að börnin truflist við lær- dóminn og þegar þau hafa lokið við hann og eru tilbúin að fara í háttinn þá á eftir að færa þeim epli, mjólk og jafnvel brauð og kex. Þegar húsbóndanum finnst tími til að ganga til náða er konuvesal- ingurinn farinn að þrá næðisstund útaf fyrir sig þó ekki væri nema til að fá sér kaffibolla, sígarettu og líta í blaðið. Þá röltir húsbóndinn til náða þungur á brún með næturkveðju á vörum „alltaf er þetta andskotans kvölddroll á þér kona, ætli þú vær- ir ekki burðugri á morgnana ef þú kæmir þér í bælið á kvöldin." Helga Hansdóttir húsmóðir Stóragerði3 Hvolsvelli

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.