Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 6

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 6
Það sem hér hefur verið sagt hvílir mjög þungt á konum til sveita. Um- ræða sem hefst á vangaveltum um hið sértæka í stöðu sveitakvenna, mögu- leikum þeirra og verkaskiptingu kynjanna í landbúnaði, endar alltaf á erfiðum staðreyndum um stöðu ís- lensku bændastéttarinnar sem heild- ar. Konum finnst tilverugrundvelli bændaheimilanna ógnað og við slíkar aðstæður eiga þær erfitt með að skoða sig og sína hagsmuni sérstak- lega. Það er mikið og dulið atvinnuleysi í sveitunum. Auðvitað getur fólk haft nóg fyrir stafni og búið sér til enda- laus verkefni en tekjurnar vantar. Þeg- ar búskapur tveggja aðila s.s. hjóna ber aðeins eitt ársverk þá þarf annað þeirra að leita sér vinnu utan búsins. Stundum er það karlinn sem það ger- ir, sérstaklega ef hann hefur einhverja iðnmenntun sem nýtist í byggðalag- inu, eða konan og þá er það gjarnan vinna sem tengist skólahaldi eða fé- lagsheimili eða árstíðabundin vinna í sláturhúsi svo eitthvað sé nefnt. Þessi störf eru þó af skornum skammti og fá færri en vilja. Þá hefur margt sveita- fólk ekki tök á því að sækja sér vinnu í næsta þéttbýliskjarna ýmist vegna fjarlægðar, erfiðra samgangna eða að- stæðna heima fyrir. Þetta fólk er í raun atvinnulaust þó það komi hvergi fram í tölum yfir atvinnulausa á land- inu. Þetta atvinnuleysi kemur sérstak- lega illa við konur. Oftar en ekki er sjálft skepnuhaldið og það sem því fylgir verk og vinna karlsins á búinu. Hann gæti auðvitað ekki gengið að sínum daglegu verkum — fremur en aðrir karlmenn — ef ekki væri kona sem gætti bús og barna og fæddi heimilisfólk og klæddi. Þessi störf eru hins vegar ekki launuð og þ.a.l. gera breyttir búskaparhættir til sveita það nú að verkum að sveitakonur sækja út á vinnumarkaðinn rétt eins og konur í bæjum og borgum gerðu fyrir 20—30 árum. Munurinn er hins vegar sá að þær hafa ekki í neitt að sækja. Það eru engin atvinnutækifæri í sveitunum. Ef marka má könnun sem sagt er frá hér á eftir vill um helmingur sveita- kvenna fá einhvers konar vinnu til að afla heimilum sínum aukinna tekna. Þar getur bæði verið um að ræða vinnu utan heimilis og eins aukabú- grein af einhverju tagi. Þegar rætt er um aukabúgrein dettur flestum í hug refarækt eða ferðaþjónusta. Hið fyrra var draumur sem nú er orðinn að martröð og hið síðara hentar alls ekki öllum og fjöldanum innan greinar- innar eru líka takmörk sett. En auka- búgreinarnar geta verið eins margar og mismunandi og fólkið sem þær stundar. Öllum sem VERA ræddi við kom saman um mikilvægi þess að hafa ríka fjölbreytni í aukabúgreinum og engin hugmynd væri of smá til að gefa henni gaum. Það hefur hins vegar viljað brenna við að þeim sem stjórna ferðinni í landbúnaði þættu hugmyndir kvenna of smáar til að taka þær alvarlega. Hafa konur hingað til fengið meira af föðurlegu klappi á kollinn en þeim stuðningi, fræðslu, ráðgjöf og styrkj- um sem þær þyrftu á að halda. Slíkur stuðningur við konur myndi gagnast bændastéttinni allri. Bændur eiga að mörgu leyti erfitt uppdráttar í dag og sjálfsímynd þessarar stéttar, sem eitt sinn var stólpi íslensks samfélags, hefur beðið talsverðan hnekki á und- anförnum árum og áratugum. Það hefur hvarvetna sýnt sig að konur búa yfir frjóum hugmyndum og miklum styrk sem bíður þess eins að fá útrás í réttum farvegi. Vilji samtök bænda og ríkisvald gera lífvænlegt í sveitum landsins verða þessir aðilar að læra að hlusta eftir röddum kvenna og að- stoða þær við virkjun hugmynda sinna. -isg. ATVINNU- LEYSIÐ KEMUR HVERGI FRAM NEMA ÞEIRRA EIGIN VASA OG SALARLIFI „Það er fjöldi kvenna út um allt land sem þarf og vill atvinnu umfram það sem þœr hafa í dag en þœr fara hvergi inn á atvinnuleysis- skrár þ.e. þeirra at- vinnuleysi kemur hvergi fram nema í þeirra eigin vasa og sálarlífi" Ljósmynd: Freyr, búnaöarblaó Það er fagurt í Flóanum í dag. Á Kambabrún blasir hann við mér víður og marflatur en í fjarska gnæfa Eyja- fjallajökull, Mýrdalsjökull og Hekla, blá með hvíta kolla. Út við sjóndeild- arhring rísa Vestmanneyjar úr sæ og dansa í hillingunum. Ferðinni er heit- ið að Kolsholti í Villingaholtshreppi en þar býr viðmælandi minn, Halla Aðalsteinsdóttir. Hún er formaður þriggja kvenna nefndar sem Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, skipaði í september á síð- asta ári til að afla upplýsinga um og meta stöðu kvenna í landbúnaði. Þá á nefndin að móta tillögur um hvernig megi efla þátt kvenna í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum í dreifbýli með hliðsjón af þeim þjóðfélags- breytingum sem fyrirsjáanlegar eru. Ég spyr Höllu fyrst um tildrög þessar- ar nefndarskipunar. Það hefur komið til tals oftar en einu sinni meðal sveitakvenna að við stofnuðum sérfélag til að gæta hags- muna okkar m.a. vegna þess að það eru svo fáar konur félagar í búnaðar- félögunum sem eru grunneiningarn- ar x samtökum bænda. Konur hafa verið mjög fámennar á Búnaðarþing- um og á aðalfundi Stéttasambands bænda og þ.a.l. fá okkar mál ekki nægilegt rúm á þessum fundum. Sér- félög sveitakvenna eru til á öðrum Norðurlöndum og við höfum sent áheyrnarfulltrúa á þeirra fundi. Þessi félög fylgjast með stöðu kvenna í landbúnaði og vinna sérstaklega að 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.