Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 33

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 33
Hvernig gekk fundarferðin fyrir sig ? „Við fórum fyrst í Suðurlandskjördæmi, á Vestfirði og í Norðurland vestra. Það fóru tvær þingkon- ur í hvert kjördæmi auk kvennalistakvenna af svæðinu. Þær sáu um undirbúning fundanna og skipulögðu vinnustaðaheimsóknir sem voru trúlega eftir á að hyggja eitt það mikilvægasta í ferðinni. Reynt var að velja vinnustaði úr ýms- um greinum atvinnulífsins en við hefðum vilj- að komast á mun fleiri vinnustaði á hverjum stað. Við reyndum sérstaklega að kynna okkur kjör kvenna og fórum helst í fiskvinnsluhús, saumastofur, prjónastofur, dagvistarheimili, sjúkrahús og dvalarheimili. Við fórum í vinnu- staðaheimsóknirnar á daginn en á kvöldin vor- um við með opna fundi og opið hús. í seinni lotunni fórum við á Austurland, Vesturland og Norðurland eystra. Þá eru tvö kjördæmi eftir sem við höfum reynt að sinna eftir föngum yfir vetrarmánuðina þar sem vegalengdir eru styttri. En það hefur verið rætt um að skipu- leggja fundaferð í Reykjaneskjördæmi á næst- unni og fundahöld í Reykjavík í vetur.“ Nú fóruð þið víða, sáuð margt og töluðuð við fjölda fólks hvað situr helst eftir ? , ,Þær kvenna- listakonur sem tóku þátt í ferðinni ,,græddu“ mikið ef svo má komast að orði. Við höfum séð margar launatöflur og við vitum hvað tölurnar merkja, en það er allt önnur upplifun að hitta á stuttum tíma fólkið eða réttara sagt í flestum tilfellum konurnar sem eiga ekki annarra kosta völ en að lifa á lágmarkslaunum. Það er nauð- synlegt að fólk vakni til vitundar um mátt sam- stöðunnar og neiti þessum sultarkjörum. En fólk þarf líka að vakna til vitundar um sitt næsta umhverfi. Það er vissulega til fólk sem er með- vitað um umhverfi sitt og skynjar hvaða áhrif það getur haft á málefni heima fyrir. Það nægir ekki að það séu fáir sem taka þátt, það verða all- ir að vera með. Mér finnst reyndar að það sem við erum að vinna að í Kvennalistanum sé nán- ast það sama og fólkið á landsbyggðinni er að vinna að. Ef hægt er að jafna aðstöðu fólks án tillits til búsetu eins og við viljum jafna stöðu kynja þá kemur svo margt í kjölfarið. Það er margt líkt með stöðu fólks á landsbyggðinni og stöðu kvenna. Þess vegna á barátta okkar og barátta landsbyggðarfólks samleið. Við viljum að konur geti valið og þar með talið um bú- setu.“ Þú fórst á Suðurland og Vesturland hvað eiga þessi tvö kjördæmi helst sameiginlegt og hvað var ólíkt ? ,,Það sem var mest sláandi voru launamálin, þ.e. hin lágu laun kvenna og það var reyndar sama sagan um allt land. Það er töluvert atvinnuleysi á ákveðnum stöðum og það eru fyrst og fremst konurnar sem verða fyr- ir barðinu á því. Það er greinilegt að fólk hefur miklar áhyggjur af landbúnaði og sjávarútvegi og skilur hreinlega ekki hvernig stendur á því að þessar greinar geti ekki gengið. í landbúnað- arhéruðunum er sérstaklega mikilvægt að finna störf fyrir konur. Ef konurnar fara þá verður upplausn í sveitum landsins. Hvað varðar vanda landbúnaðarins þá eru konur greinilega mjög áhugasamar um að finna lausnir þar á. Þær ræddu t.d. um úrvinnslu hráefnisins og voru margar tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr. Atvinnumálin voru sérstak- lega mikið rædd, það þarf að safna fjölda hug- mynda það hentar ekki það sama alls staðar. Það þyrfti að vera til staðar einhver stuðningur við þá sem vilja nýta nýjar hugmyndir og fara ótroðnar slóðir.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart ? ,,Ég hef gert töluvert af því að fara á vinnustaði í mínu kjördæmi Vesturlandi, þannig að ég hafði ákveðnar hugmyndir. Það kom mér því kannski ekki á óvart heldur ýtti við mér að heyra konur segja frá því að þær væru hálfan mánuð að vinna fyrir húshitun og rafmagni í venjulegu húsi á Eyrarbakka. Það kom líka að vissu leyti á óvart að það ríkir nánast þrælahald á íslandi. Við hittum konur sem lýstu anda og viðhorfum vinnuveitanda og skilningsleysi á aðstæðum. Við hittum t.d. konu sem sagðist vera undir miklum þrýstingi um að taka að sér yfirvinnu þegar vinnuveitandinn þurfti á að halda burt séð frá aðstæðum heima fyrir. Honum fannst ekki skipta máli að börnin biðu heima. Margar Danfriður Skarphéðlnsdöttir Skallagaröur — skrúögarður Borgneslnga — sem konur hafa rœktaö og gáfu bœnum á 17. Júní sl. varð fyrir valinu þegar Inglbjörg Daníelsdóttlr, Snjó- laug Guömundsdóttir og Kristín Einarsdóttir boröuðu nestlö sitt. i konur höfðu mikið samviskubit, ekki bara gagnvart börnunum og heimilinu heldur líka gagnvart vinnustaðnum þ.e. að þær væru að svíkjast undan því að vinna hið dýrmæta hrá- efni. Þær fengu að heyra það ef þær sáust á ferli á götum bæjarins meðan enn var verið að vinna í fiskinum. Þetta er lýsandi fyrir stöðu kvenna. Okkur finnst við verða að rækja allar skyldur okkar til hins ýtrasta. En sem betur fer þá virð- ast augu sumra vinnuveitenda vera að opnast fyrir mikilvægi þess að koma til móts við kon- urnar. f einni fiskvinnslustöð fá konur 75% af dagheimilisgjaldi greitt, en staðgreiðslan sér reyndar við því, vegna þess að konurnar verða að greiða fullan skatt af þessum greiðslum. Annað dæmi sem mér finnst minna á þrælahald er frásögn af saumastofu þar sem starfstúlkun- um var tilkynnt að til þess að það borgaði sig að reka saumastofuna máttu þær ekki vera lengur en 26 mínútur að sauma hverja peysu. Þó við höfum staðið frammi fyrir fólki sem átti í erfið- leikum þá var ánægjulegt hvað við hittum margt fólk sem var bjartsýnt, tilbúið að takast á við vandamálin. Það er mjög mikilvægt að fara í ferð sem þessa, okkur var alls staðar tekið opnum örmum við fræddumst mikið á þessum stutta tíma. Það er síðan okkar að nýta allar þær upplýsingar sem við öfluðum. Við munum væntanlega allar eiga auðveldara með að fjalla um ýmis mál sem tengjast aðstæðum á lands- byggðinni eftir þessa ferð nú þegar við höfum frásagnir fólksins sjálfs. Þá á ég ekki síst við ým- islegt sem tengist félagslegum aðstæðum fólks, en þar er greinilega víða pottur brotinn. Við gerðum okkur grein fyrir því að víða væri slæmt atvinnuástand og að við myndum mæta töluverðri svartsýni sums staðar, en það vakti bjartsýni með manni að hitta fólk sem er engin uppgjafartónn í.“ sagði Danfríður Skarphéð- insdóttir. Gert er ráð fyrir að Kvennalistakonur fari aft- ur af stað í fundaferð um landið í september og þá er um að gera að fylgjast með auglýsingum og slást í hópinn. -SJ 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.