Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 8

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 8
sama og gerist og gengur hjá meiri- hluta þjóðarinnar. Þetta er ekki nema eðlilegt og ekki má láta börnin gjalda þess hvar þau eru fædd á landinu. Það sem mörgum bændakonum svíður þó mest og finnst alverst er að mennta börnin frá sér. Þegar sveitafólk ákveð- ur að setja börn sín til mennta þá er það um leið að senda þau frá sér. Víð- ast hvar á landinu eru engin tækifæri fyrir menntað fólk að hasla sér völl innan héraðs.Menntun kemur öllum að notum — konum sem körlum — og bændum ekki síður en öðrum. Sér- menntun hverskonar krefst hins veg- ar að fólk fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu. Fá atvinnutækifæri í dreifbýli valda því að unga fólkið verður — hvort sem það vill eða ekki — að hasla sér völl utan heimahéraðs. En sveitirnar þurfa á vel menntuðu fólki að halda ekki síður en önnur samfélög. Hvernig atvinnu vilja konurnar fyrst og fremst fá í sveitirnar? Mjög margar nefna léttan iðnað af ýmsu tagi og nýtingu á félagsheimil- um og skólum undir ferðaþjónustu. Þær nefna minjagripagerð undir gæðaeftirliti, þjónustu við félags- málastofnanir í þéttbýli og aðhlynn- ingu aldraðra. Konurnar eru mjög meðmæltar fræðslu og námskeiðum fyrir konur í dreifbýli og í því sam- bandi nefna þær námskeið sem tengj- ast fyrrnefndum atvinnugreinum s.s. 8 námskeið um konur og fyrirtækja- rekstur, námskeið í uppeldis- og fé- lagsfræði, heimahjúkrun, bókfærslu, ferðamannaþjónustu og svo nefna þær áberandi mikið skógrækt. Hversu margar af þeim konum sem hafa svarað spurningum ykkar eru virkar í félagasamtök- um bœnda? Ég hef ekki talið það saman en mér virðist sem það séu ekki nema svona 6—7 í hverri sýslu sem eru félagar í búnaðarfélagi. Tvær sýslur skera sig þó úr, þar er u.þ.b. þriðjungur þeirra sem svara í búnaðarfélagi. Margar svara því til að eiginmaðurinn sé fé- lagsmaður og þeim finnst það nóg. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því við reyndum að gera átak fyrir nokkrum árum til að fjölga konum í búnaðarfélögunum, á Stéttarsam- bandsfundum og á Búnaðarþingum en það skilaði allt of litlum árangri. Margar þeirra kvenna sem þá gengu inn í félögin hafa hætt síðan. Árgjald- ið er hátt í félögunum og þær sjá ef til vill engan beinan ávinning í því að vera félagsmenn. Breytir það engu um félagsleg réttindi þeirra? Afskaplega litlu. Ef hjón standa fyrir búi þá eru þau bæði skráð sem bænd- ur á skattframtali og greiða þ.a.l. bæði í Lífeyrissjóð bænda. Bændakonur njóta nú fæðingarorlofs hjá Trygging- arstofnun á við konur sem vinna utan heimilis og að ýmsu leyti má segja að réttindalega standi bændakonur ekki illa t.d. samanborið við heimavinn- andi húsmæður í bæjum. En ég álít að þar sem við erum skráðar bændur, njótum réttinda og höfum fullan rétt til að taka þátt í félagskerfi stéttar okkar, beri okkur eiginlega skylda til að vera virkar í félagsstarfinu. Búnað- arfélögin þurfa kannski að breytast eitthvað, konur segja að þar gerist ekki neitt og þangað hafi þær ekkert að sækja. En er þá ekki þarna tækifæri fyrir okkur að láta til okkar taka? Ganga allar í búnaðarfélögin og breyta þeim ofurlítið og gera þau virkari? í könnuninni spyrjiö þiö hver taki ákvaröanir varöandi búrekstur- inn og daglegan hag heimilisins. Hvernig voru svörin viö þessum spurningum? Það voru yfirleitt glögg skipti milli hjóna. í flestum tilvikum réði karlinn utanhúss og konan innanhúss. Ákvarðanir um byggingar og kostn- aðarsöm vélakaup eru í mörgum til- vikum teknar sameiginlega af hjón- um en þó er það oft einhliða ákvörð- un karlsins. Það er hann sem passar peninginn. Það gengur erfiðlega að breyta sjálfri verkaskiptingunni á heimilunum því þó bóndi vaski stöku „Það má segja að það sé almenn til- finning meðal bœndakvenna að þœr séu meira bundnar yfir bœ og börnum en karlarn- ir.“ LJósmynd: Freyr, búnaöarblað sinnum upp þá er það ekki marktækt. Það má hins vegar segja að hjá yngra fólkinu sé þetta að breytast og það er meira um að þar séu ákvarðanir tekn- ar sameiginlega. Hvort finnst þér sem konurnar svari spurningunum út frá hags- munum kvenna til sveita eöa bœndastéttinni sem heild? Mér finnst þær frekar tala út frá heild- inni — bændastéttinni — en ekki út frá konum. Ég held að það sé nú fyrst og fremst af því hvað miklir erfiðleik- ar blasa við í mörgum greinum land- búnaðarins. Okkur hefur reyndar borist eitt og eitt bréf þar sem þær tala um að þær njóti ekki sama frjáls- ræðis og karlarnir. Það má líka segja að það sé almenn tilfinning meðal bændakvenna að þær séu meira bundnar yfir bæ og börnum en karl- arnir. Ef þær eru spurðar beint um þessi mál þá bera þær þetta af sér en svo kemur þetta alltaf í ljós í umræð- um bændakvenna á meðal. En það má líka segja að sumar þeirra ríghaldi í þetta munstur — svona sé þetta bara og ekki annað að gera en að sætta sig við það. Konur verða að fara að líta framan í sjálfar sig. Það er allt of mik- ið um að þær feli sig bak við mennina sína. Nú hafiö þiö gert þessa könnun en hvaö tekur svo viö? Við ætlum að vinna úr könnuninni og ég hef trú á að hún gefi vísbendingar um ansi margt sem aflaga fer og það sem gera má. Við munum svo gera okkar tillögur og þær verða kannski svæðabundnar í samræmi við óskir og þarfir á hverjum stað. Tillögurnar sendum við ráðuneytinu en hvað af þeim verður veit ég svo ekki. Mín skoðun er hins vegar sú að ef við vilj- um viðhalda byggð í sveitum landsins þá sé félagslega hliðin mjög ríkur þáttur í þessu öllu saman. Þó atvinna væri fyrir hendi í sveitunum þá höld- um við ekki í fólk ef við ætlum að bjóða því minna eða annað en þorra þjóðarinnar. Það er auðvitað tómt mál að við í sveitunum getum haft sama kerfi á hlutunum og þar sem fólk er fleira en við þurfum a.m.k. að búa við gott skóla- og heilbrigðiskerfi og svo má það ekki gleymast að mað- ur er manns gaman. Eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir að bændum fækki enn, því ekki er endalaust hægt að minnka búin þegar sala innlendra matvæla dregst saman, eða framleiða vöru og selja hana langt undir raun- verulegu kostnaðarverði. Það gefur líka auga leið að fámenn byggð tekju- lítils bændafólks heldur ekki uppi nú- tíma sveitarfélagi. Við verðum því að byggja upp hliðar- og stuðningsgrein- ar við landbúnaðinn og efla aðrar at- vinnugreinar út um landsbyggðina. -isg.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.