Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 2

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 2
TÍIVIARIT UIVI KONUR OG KVENFRELSI * Iþúsundir ára hefur mannslíkaminn verið falinn í fötum. Föt eru því stór hluti af menningu okkar. Aðeins örfáum mínútum eftir að við fæðumst er búið að klæða okkur og við förum í gröfina í fötum. Föt eru því stór hluti af sjálfsmynd okkar. Mörgum finnst auðveldara að sýna stöðu sína, skoðanir og skapgerð með fötum en með orðum. Tískan endurspeglar tíðarandann og hún er fljótvirkt mælitæki á þjóðfélagsbreytingar, vegna þess að fataskápinn má endurnýja hraðar en til dæmis málverkaeign, íbúðir og lífsskoðanir. Föt geta bæði kúgað fólk og fært þeim völd. Kventíska síðustu alda hélt konum í þröngum lífstykkjum og vafði þær inn í vefnaðarvöru í metravís svo að þær gátu sig hvergi hreyft. Samfara auknu frelsi konunnar hættu fötin að þrengja að þeim. Fyrir tuttugu árum var gerð útlitsbylting á Vesturlöndum. Stór hópur kvenna losaði sig við hin ytri tákn kvenleikans - varalitinn, brjóstahöldin og hælaskóna. Kvennabaráttan var háð með mótmælaspjöldum í mussum. Nú er kvennabaráttan, eins og öll önnur barátta, orðin penari. Kvenlegheitin eru eitt helsta vopnið í baráttunni gegn karlaveldinu. En hafa þessar kvenlegu umbúðir orðið málstaðnum til framdráttar? Er betur hlustað á kvenfrelsiskonuna með varalitinn en þá með mótmælaspjaldið? Að þessu og ýmsu öðru spyrjum við í þessari VERU, sem fjallar m.a. um föt og útlit. r ■ APHRA B E H N ■ „Ennpá má finna eitthvað af bóknm frú Behns íormétmim, aflóga bókasöfnum ágömlutn herragörðum. Að öðru leyti yfirgafhið siðmenntaða samfélag hana aðeins örfáum kynslóðum eftir dauða hennar. Ef einhver les bækur frú Behn, getur ástæðan ekki verið önnur en hrein og klár ást til ósiðleikans, ást til hins ódulda blygðunar- leysis." Þessi klausa birtist í hinu enska tímariti Saturday Review árið 1862. Hver var þessi Aphra Behn og hvað hafði hún gert til að uppskera slíkt hatur? Aphra Behn var vinsæll leikritahöfundur í lok 17. aldar. A sautján árum skrifaði hún sautján leikrit, sem féllu almenningi vel í geð. Hún var mikil ævintýrakona. Samkvæmt heimildum fór hún til Vestur- Indía, tók þar þátt í þrælauppreisn og komst í kynni við indíánaflokk sem aldrei hafði séð hvítan mann. Hún barðist gegn þrælahaldi og kúgun kvenna. Auk leikritunar fékkst hún við skáldsagnaritun langt á undan sinni samtíð. Hún mun vera fyrsti kvenrithöfundurinn. Hefði Aphra Behn verið karlmaður væri hið ævintýralega líf hennar að öllum líkindum í dag jafn samofið bresku þjóðlífi og líf Hróa Hattar. En á meðan hún lifði var hún umdeild og nú er hún að mestu gleymd. Keppinautar hennar á bókmenntasviðinu bentu henni vinsamlega á þá staðreynd að kvenmannsnafn sem of oft heyrist nefnt í opinberri umræðu vekti óþægilegt umtal. Og síðari tíma bókmenntafræðingar hafa jafnvel reynt að sýna fram á að Aphra Behn hafi aldrei verið til. í verkum hennar er umræðan um kynferðismál djörf. Það var reyndar lenska á þeim tíma að skrifa opinskátt um kynferðismál. En Aphra Behn hafði ekki fengið klassískt uppeldi með tilheyrandi námi í latínu og grísku. Kynverurnar í leikritum hennar voru því ekki dulbúnar sem fornir guðir, en þá kröfu gerðu gagnrýnendur til leikritaskálda. Það sem gagnrýnendum þótti þó verst við leikrit hennar var að hún skrifaði út frá sjónarhóli konu. Hennar samfélagi var stýrt af karlmönnum, en hún sá karlana með kvennaaugum og lýsti þeim samkvæmt því. Þetta þótti ófyrirleitin móðgun við karlkynið, jafnvel þó að Aphra Behn hafi reynt að koma boðskap sínum á framfæri án þess að flæma burt karlpeninginn í áhorfendahópnum, vitandi það að tekjur hennar réðust af skoðunum þeirra. í ritverkum hennar togast á löngunin til að lýsa sínum reynsluheimi af alvöru og þörfin fyrir að geðjast áhorfendum sínum. Leikrit hennar voru umdeild og vinsæl á meðan hún lifði, en féllu fljótlega í gleymsku. En minningin um Öphru Behn var endurvakin af kvennahreyfingum okkar aldar til að sýna hvernig fer fyrir konu sem ekki gengst undir reglur samfélagsins. 5/1990 — 9. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennatramboö í Reykjavik. Sími 22188 Mynd á forsíöu: Anna Fjóla Gísladóttir Snyrting: Rannveig Stefánsdóttir Hárgreiösla: Kolbrún Guöjónsdóttir Fyrirsœta: Áslaug Óttarsdóttir Ritnefnd: Elísabet Þorgeirsdóttir Anna Ólafsdóttir Björnsson Laura Valentino Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hildur Jónsdóttir Starfskonur Veru: Björg Árnadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir Útlit: Kicki Borhammar Harpa Björnsdóttir Ábyrgö: Ragnhildur Vigfúsdóttir Textavinnsla og tölvuumbrot: Edda Haröardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg hf. Bókband: Félagsbókbandið Bókfell hf. Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endiiega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.