Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 23

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 23
UDAGUR mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur suni flí Í LÍFI ELÍN ERLINGSDÓTTIR * Elín Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi, Ar- nessýslu. Eftir skyldunám fór hún í skóla til Reykjavíkur og lauk BS-prófi í landafræði frá Háskóla Islands 1985. Hún tók framhaldsverkefni um legu lausra jarðlaga í Flóa og flutti þess vegna á Selfoss. I kjölfarið fór hún að vinna kort fyrir bændur víðsvegar af Suðurlandi. Árið 1986 stofnaði Elín, ásamt nokkrum skólafélögum, fyrir- tækið Landkosti hf. og hefur rekið það síðan. Á liðnu sumri var keypt tölva og um leið gerðist fyrirtækið fjarvinnustofa. Land- kostir hf. urðu síðan einir af stofnendum Samtaka fjarvinnu- stofa. Starfsemi Landkosta hf. er mest á sviði kortagerðar af ýmsu tagi, bæði fyrir einstaklinga og til útgáfu, auk aðstoðar við land- skipti og skipulagningu sumar- bústaðalands svo eitthvað sé nefnt. Með tilkomu tölvunnar jókst fjölbreytni verkefnanna og fást starfsmenn nú við ýmislegt fleira. Elín gegnir einnig embætti eftirlitsmanns Náttúruverndar- ráðs á Suðurlandi í hjáverkum. Starfið er mjög fjölbreytt og engir tveir dagar eru eins. Vinnu- staðurinn er lítill og andinn góð- * ur. Samstarfsmenn Elínar eru: Andrés (býr reyndar ásamt fjöl- skyldu sinni í Kópavogi), Val- gerður (systir Elínar, nemi í landafræði við H.I.) og Þuríður (Selfyssingur, sér um peninga- málin). Á sömu hæð í húsinu er Teiknistofan Hönn, þar vinna tveir arkitektar og bygginga- tæknifræðingur. Fyrirtækin reka saman ljósritunarvélar og kaffi- stofu og hafa þannig samstarf um ýmsa rekstrarlega þætti, báð- um til hagsbóta. Elínu finnst gott að búa í hæfi- legri fjarlægð frá Reykjavík; „allt- af hægt að sækja þangað það eftirsóknarverða, bíó, sýningar, leikhús og kunningjana og annað andlegt fóður, en maður er laus við ókostina." Kostirnir við að búa á Selfossi eru minna stress vegna styttri vegalengda og ekki þessi ofboðslegi hraði á öllu og örtröð eins og í borginni. „Vinn- an, dagheimilið, skólinn, kaup- félagið, bókasafnið og sund- laugin, þetta er allt í innan við 15 mín. göngufjarlægð frá heimil- inu. Svo eru samskipti við annað fólk auðveldari, ekkert mál að líta við hjá kunningjunum á leið heim úr búðinni, fólk skreppur ennþá milli húsa bara til að spjalla." Dagvistarmál munu líka vera í mun betra ástandi á Sel- fossi en í borginni. Helgi Haukur, 5 ára sonur Elínar, hefur haft örugga vistun á góðu dagheimili frá því að hann var á þriðja árinu (heimagæslu og dagmömmu fram að þeim tíma) og nú er hann nýbyrjaður á skóladagheimili. Það hafði líka óneytanlega áhrif á búsetuval Elínar að stytta fjar- lægðina „heim í sveitina". Það eru tvímælalaust hlunnindi fyrir einstæða móður og barn að vera stutt frá afa og ömmu, „sér- staklega er þetta gott fyrir Helga Hauk, við færum tæpast svona oft uppeftir ef við byggjum í bænum. Svo þykir mér alltaf óskaplega gott að komast aðeins í sveitina og vasast svolítið í bú- skapnum." Elín fer til Reykja- víkur einu sinni til tvisvar í viku, bæði útaf vinnúnni og á kór- æfingar (í Módettukór Hall- grímskirkju, einu sinni í viku). „Það kemur sér vel að pabbi Helga Hauks og hinn afi hans og amma eru í Reykjavík, að ógleymdum systkinum mínum, annars gæti ég t.d. ekki veitt mér þennan eina munað, að vera í Módettukórnum. Maður hefur svosem alltaf nóg að gera. Ég er langt frá því að vera einhver „ofurkona", ég reyni að vinna bara átta stunda vinnudag til þess að hafa einhvern tíma með stráknum, svo tekur sinn tíma að halda heimili." 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.