Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 37
KVENNABLAÐIÐ
DRAUPNIR
Ársritið Draupnir „Safn af
skáldsögum og sönnum sög-
um o.fl. Frumsamið og þýtt"
kom út á árunum 1891-1908.
Ritstjóri var Torfhildur Þor-
steinsdóttir Holm (1845-
1918). í formála fyrsta tölu-
blaðs segir Torflrildur m.a. að
hún muni leggja allt kapp á að
áframhaldandi rit sín verði
góð og nýtileg og batni sem
lengra frá líður, „einkanlega ef
ráð mitt rífkast svo, að jeg
þurfi ekki svo-svo sem hingað
til-að hafa ritstörfin í hjáverk-
um, því sá maður eða sú kona,
sem á að geta unnið vel, verð-
ur að geta notið hæfileika
sinna afdráttarlaust."
Torfhildur var ekki ein-
ungis fyrsti íslenski kven-
rithöfundurinn, hún var fyrsti
íslendingurinn sem gerði rit-
störf að ævistarfi. Torfhildur,
sem var prestsdóttir úr Skafta-
fellssýslu, var ung send til
Reykjavíkur þar sem hún
lærði tungumál og hannyrðir.
Síðar sigldi hún til Kaup-
mannahafnar þar sem hún
lærði m.a. að mála. Torfhildur
varð ekkja á eins árs brúð-
kaupsafmæli sínu og var barn-
laus. Hún hafði því rýmri tíma
til skrifta en margar aðrar.
Torfhildur flutti til Kanada,
ásamt fleiri íslendingum, 1876
og bjó þar í 13 ár. í formála að
Draupni 1903 lýsir Torfhildur
ólíkum kringumstæðum sín-
um þegar hún skrifaði annars
vegar Brynjólf biskup (sem
kom út 1882) og hins vegar Jón
biskup Arason (sem var gefin
út í hlutum í Draupni 1903-8):
„En ég hef samið þau undir
ólíkum kringumstæðum, og
er því viðbúið að verkin beri
það með sér. Því þegar ég
samdi Brynjólf biskup
Sveinsson, þá þurfti eg enga
áhyggju að bera fyrir lífs-
nauðþurftunum og hafði þar
af leiðandi yfir nægum tíma
að ráða, sömuleiðis peninga
til að gefa hann út í heilu lagi,
þá var eg sömuleiðis til-
tölulega ung, 35 ára, og andi
minn og heilsa lítt lömuð. Svo
hafði ég, þá er ég var í annari
heimsálfu, ákafa heimþrá.
Allt hér heima fannst mér svo
göfugt og fagurt, já, og nærri
því guðdómlegt. Og með þær
hugsjónir fyrir sálaraugunum
skrifaði ég upp hjá mér
margar af þeim greinum, sem
eg seinna fléttaði utan um og
hafði í Brynjólfi biskup.
Sömuleiðis „Landið mitt",
gerði ég áður við líkt tæki-
færi, og notaði það svo í hann.
En það sem kemur frá hjarta,
leitar vanalega að hjarta og
finnur það.
Þessi skilyrði eru ekki
lengur til staðar við Jón bisk-
up Arason, því nú verð ég að
semja hann í þeim tóm-
stundum, sem ég hef afgangs
frá „Dvöl" og margvíslegum
öðrum önnum, sem fljóta af
núverandi lífsstöðu minni.
Þar að auki er ég nú fullra 58
ára gömul, og eðlilega hefir
margt mætt á anda mínum og
heilsu þessi síðustu 23 ár.
Landinu mínu ann ég eins
heitt og ég gerði þá, en á
annan hátt. Nú hef ég það líka
fyrir augunum, svo þar kom-
ast engar töfrandi hugsjónir
að.
Þegar þessi skilyrði eru
lögð saman, verður mismun-
urinn svo mikill, að ólíklegt
er að seinasta verkið mitt geti
mætt mínu fyrsta.
En það er að eins eitt
skilyrði, sem er hið sama þá
og nú, og það er traustið á
Guði. Og það getur riðið
baggamuninn."
Eftir að heim kom veitti Al-
þingi henni rithöfundarstyrk,
sem mætti mikilli mótspyrnu
bæði innan þings og utan og
var seinna lækkaður og kall-
aður ekknastyrkur: „Ég var sú
fyrsta, sem náttúran dæmdi til
þess að uppskera hina beisku
ávexti gamalla, rótgróinna
hleypidóma gegn litterærum
dömum." (Draumur um veru-
leika, bls. 28)
I fyrstu ritum Draupnis eru
ýmsir „smámunir" t.d. ráða-
þáttur (mataruppskriftir og
húsráð), grein um rétt giftra
kvenna í Oregon, og brúð-
kaupssiðir í Noregi. Fljótlega
einbeitir hún sér þó að frum-
sömdum skáldsögum um
biskupana Jón Vídalín og Jón
Arason og sleppir smælkinu.
Leikrit um Gissur Þorvaldsson
jarl, eftir mág Torfhildar
Eggert O Briem, tók þrjú hefti.
I formála að Draupni 1907
ræðir Torflrildur um sögu sína
af Jóni biskupi Arasyni sem
var orðin „lengri en mér kom
til hugar í fyrstunni að hún
mundi verða, og hefði eg
sjálfsagt ekki lagt út í að semja
hana, ef mér hefði dottið það í
hug, því tíma mínum og heilsu
er svo háttað, að eg er ekki fær
um að semja meira í einu en
það hefti, sem þá kemur út. Eg
vona nú samt fastlega, að Guð
lofi mér að lifa svo lengi, þó eg
sé komin á 3. ár hins 7. tugar,
að eg fái lagt síðustu hönd á
þetta mikla og erfiða verk."
Torfhildi tókst að ljúka því árið
1908 og í stuttum eftirmála og
viðbæti segir hún m.a.: „Og eg
hef fylgt sögulegum viðburð-
unum svo vel og nákvæmlega
sem mér hefur verið auðið, en
vel getur samt verið að í
einhverju sé of eða van þar
sem eg hef orðið að rita söguna
í hjáverkum; en söguleg rit-
verk eru í raun og veru engin
ígripsvinna."
A fyrsta ári Draupnis komu
út tvö hefti, en síðan kom ritið
út annað hvert ár og loks
árlega frá 1902.
Torfhildur Holm var afkasta-
mikill rithöfundur. Soffía Auð-
ur Birgisdóttir, bókmennta-
fræðingur, skiptir ritstörfum
hennar niður í fjóra þætti:
Fyrsti og stærsti þátturinn eru
fjórar sögulegar skáldsögur.
Annar þátturinn eru stuttar
skáldsögur og smásögur með
samskipti kynjanna og hjóna-
bandið að aðalinntaki. 1 þriðja
lagi er tímaritaútgáfan og í
fjórða lagi þjóðsagnasöfnun
meðál íslenskra landnema í
Vesturheimi.
Auk Draupnis gaf Torf-
hildur út ársritið Tíbrá „fyrir
börn og eldri" 1892 og '93. í
blaðinu, sem er fyrsta blað ætl-
að börnum hér á landi, voru
aðallega þýddar smásögur
fyrir börn, en einnig var ein-
staka saga eftir hana. Hún gaf
einnig út lítið mánaðarrit (2-6
síður), Dvöl, frá 1901-17, með
handavinnu, sögum, greinum
og ljóðum (mest þýtt).
RV
Heimildir:
Draupnir, 1891-1908,
Björg Einarsdóttir: Fyrsti íslenski kven-
rithöfundurinn Ur ævi og starfi
íslenskra kvenna I, Rvk 1984
Helga Kress: Draumur um veruleika.
Islenskar sögur um og eftir konur.
Rvk 1977.
Sigrún Sigurðardóttir: lslensk kvcnna-
hlöð og tímarit 1891-1985, Skrá með
umsögnum Ópr. BA ritgerð í
Bókasafnsfræði við HÍ, okt. 1985
Soffía Auður Birgisdóttir: Skyldan og
sköpunarþrríin, Sögur íslenskra
kvenna 1879-1960, Rvk. 1987
37