Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 15
LJÓÐ
Mynd: Björg Árnadóttir
STJORNMAL, LISTIR OG
GÚLLASSÚPA
Hitinn á ungversku háslétt-
unni var nær óbærilegur í
hádeginu þann 18. ágúst
1988, þegar þessi mynd var
tekin. Umræðan var einnig
heit undir borðum á þessum
umrótstímum í landinu sem
er miðja vegu milli austurs
og vestur, bæði í landfræði-
legum og hugmyndafræði-
legum skilningi. Bæld
óánægja var um það bil að
bylta stjórnkerfinu.
Við erum stödd á heimili
Bényi hjónanna. Þau búa í
listamannanýlendu í borg-
inni Debrecen. Þar standa í
einum hnapp átta lítil hús,
þar sem vinnustofan er
hjarta heimilisins. Béla
Göyngy, lögfræðingur á
eftirlaunum er túlkur okkar.
Enskan hans er ófullkomin
og oft gleymir hann sér í
löngum samræðum við gest-
gjafana. Þá skulum við bara
sitja og njóta vínsins. Það er
framleitt á heimilinu úr vín-
berjum frá Tokaj, helsta vín-
yrkjuhéraði Ungverjalands.
Við virðum fyrir okkur
vinnustofuna. Litadýrð nið-
ursoðinna ávaxta í gler-
krukkum keppa um athygli
augans við skærlit mál-
verkin. Þau eru máluð með
snöggum, lifandi dráttum -
mörg eru af uppkomnum
syni þeirra hjóna að leika á
selló. Málarinn Árpád Bényi
segir okkur frá fangelsisvist í
rússnesku fangelsi fyrir þrjá-
tíu árum. Hinum nýju stjórn-
arherrum hafði ekki líkað
plakat sem hann málaði.
Lenke Bényi er menntaskóla-
kennari. Hún býr til
heimsins bestu gúllassúpu.
í Ungverjalandi er gúllas
oftast súpa. Hér kemur upp-
skrift að ungverskri gúllas-
súpu. Uppskriftin er aðlöguð
íslensku eldhúsi með ís-
lenskum hráefnum og önn-
um kafinni húsmóður.
Gúllassúpa:
500 g. nautagúllas
4 sneiðar beikon
2 stórir laukar
2 hvítlauksrif
2 grænar og 1 rauð paprika
1 dl. ólífuolía
5 kartöflur
3 tómatar
1 1. vatn
1 msk. kjötkraftur
3 tsk. paprikukrydd
1 tsk. kúmen
salt og pipar
Skerið beikon, lauk og hvít-
lauk í litla bita og brúnið í
olíunni. Bætið kjötbitunum
við og látið krauma nokkra
stund. Kryddið með salti,
pipar, kúmeni og papriku.
Bætið í vatni og kjötkrafti og
látið sjóða í hálftíma. Bætið
síðan paprikunni við og sjóð-
ið í ca. fimmtán mínútur.
Setjið að lokum kartöflur og
tómata í litlum bitum útí og
látið sjóða í hálftíma.
Barnlaus móðir
Hrópað er
barnsröddu
mamma.. . mamma
endurminning
eða eitthvað svo sjálfsagt
að heyra . . .
finna að eitthvað
brestur innra
og veröldin hrynur
langþyrst augun
sjá fyrir sér
rauðbrúna lokka
og sægræn augu
eftirsjá lítilla handa
samviskubit
einhver ófögnuður
gegndarlaus minn söknuður
ég fyllist heift
ég hef átt - hef misst
nú hata ég, ásaka, fyrirlít
og fordæmi
barbaríska efasjúka burgeisa
fjölskylduupplausn
er afleiðing
tilfinningar og hugsanir
tortímast
og ekkert verður eftir
nema þrælslundin
sem loróast í vinnuógleði
a . . . aaa . . . AA . . .
AAAAAAA
AFLEIÐING
að ég er
barnlaus móðir
Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir
15