Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 35

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 35
kvenna sinna heldur víkja þeir sér alveg undan því að axla ábyrgð fjölskyldu- og tilfinn- ingalífs. Tilfinningar geta þeir alls ekki tekist á við. Einn karl- anna er reyndar sæmilega heiðarlegur (það var kona sem kom honum á rétta braut) og mjúkur en gengur þá svo langt út í þær öfgar að hann verður gjörsamlega ótrúverðugur og leiðinlegur í þokkabót! I bók Birgittu byggir sagan líka á framhjáhaldi. Þar er þó að finna eitt notalegt hjónaband jaðarpersóna svo myndin er ekki alveg einlit. I bók Kristínar er annar tveggja örlagavaldanna nauð- gari, hinn flúði þungaða kær- ustu til að geta verið frjáls. Sá snýr að vísu til betri vegar og leitar aftur uppi barnsmóður sína og stálpaða dóttur. Um leið er ljóst að hefði sú kona ekki haldið glæsileik sínum gegn um árin, kæmi hún ekki til greina fyrir svo flottan gæja sem kærastinn fyrrverandi er nú orðinn. Gamlar syndir hans eru fyrirgefnar ekki síst vegna þess hve allt er smart hjá hon- um; hann eiginlega kaupir mæðgurnar með flottum bílum og einbýlishúsi á sólar- strönd. „Klukkan níu gengum við mamma niður stigann til pabba og vorum báðar mjög fínar. Ég var í gulum kjól, þröngum með perlufesti og hún hafði hárið líka laust. Það klæddi hana vel. Ég hef aldrei séð mömmu svona vel út- lítandi. Pabbi var ánægður með okkur. Það sáum við." (leturbreyting MS). Og það er fyrir öllu að karlmennirnir séu ánægðir með okkur, hvort sem það er pabbinn, makinn, viðhaldið, sonurinn, starfs- félaginn eða hver þeirra sem er. Anægja þeirra vaknar við þann augnglaðning sem konur geta og eiga að vera. Ég sá einu sinni barmmerki frá erlendum kvennasamtökum þar sem sagði eitthvað á þessa leið: „ Vertu sæt en segðu sem fæst - karlar kunna betur að horfa en hugsa". Þessi háðuglegu um- mæli eru undirtónninn í karl- lýsingum bókanna. Þær eru í stuttu máli sagt ótrúlega karl- fjandsamlegar og ganga miklu lengra í því að úthúða karl- mönnum en nokkur kvenna- hreyfing sem ég hef kynnst! ÁSTIN Ástin skiptir konurnar í þess- um bókum öllu máli og það er skilgreining á góðum sögu- lokum að finna ástina og geta notið hennar löglega, þ.e. í hjónabandi. Athyglisvert er að ástin kviknar nær undantekningar- laust þannig að karl fer að þrá að vernda konu og kona fer að þrá að vera vernduð af karli. Karlar TAKA konur undir verndarvæng sinn, þær GEFA sig þeim á vald. „Hún hafði aldrei kynnst slíkri sælu, hafði aldrei verið liafin upp á efstu tinda ástarinnar, þangað sem hann tók hana, aldrei gefið sig svona algjörlega á vald nein- um manni, sem honum nú. Og er hún lá í örmum hans og hlustaði á andardrátt hans sof- andi, vissi hún að hún hafði aldrei elskað fyrr". „Hún náði honum ekki í öxl og honum fannst hún vera eins og lítil dúkka. Hann langaði til að vernda hana" Þessar tilvitn- anir gætu verið úr hverri bók- anna sem er. Hjá unglingunum í bók Kristínar er það ást við fyrstu sýn og allt fer mjög sið- samlega fram. Stúlkan er þol- andi, drengurinn gerandi. Draumur fullorðna mannsins í þeirri bók er þessi: „Ég þarf þlíða konu, sem er hún sjálf, sem er tilbúin að gefa mér börn og stendur með mér og ég með henni, konu sem ég veit að mun ala upp börnin mín af ástúð og umhyggju." Unglingurinn sem fagnar þessum orðum pabba síns (það var hann sem yfirgaf mömmu hennar þegar hún var ólétt svo að hann gæti verið frjáls) og veit varla það sem hinar konurnar í bókunum vita án þess að taka mark á því - nefnilega það, hversu óra- langur vegur er á milli þess að „vera maður sjálfur" og hins að „gefast öðrum". Ástin er aldrei vitsmunaleg, aldrei hugsandi hugir sem falla saman, aldrei vinátta og sam- vinna og gagnkvæmt traust. Hún er líkamleg og kviknar þegar þrá konu eftir verndara og geranda hittir fyrir þrá karls eftir sér minni máttar þiggj- anda, sem gleður auga hans. Ástin staðfestist í rúminu. HJÓNABANDIÐ Það skrýtna er að jafnframt því sem bækurnar bregða upp sorglegri mynd af samskiptum kynjanna, af hjónabandinu og af vanhæfni karla til að lifa Iífinu - er samþykki karla á konum og hjónabandið gert að eftirsóknarverðasta takmarki kvennanna. „Hann var ánægður með okkur". Betra gat það ekki verið! En „hann" er skepna, tilfinningalega bæklaður, eigingjarn úr hófi og guð má vita hvað meira! Sjálf- stæði konunnar, metnaður eða draumar rúmast ekki innan vébanda sambúðar karls og konu vegna þess að skilyrðin eru alltaf hans skilyrði. En eftir allar karlfjandsamlegu lýsing- arnar sigla söguhetjurnar hver af annarri grandalausar inn í sambandið og lesandinn hlýt- ur að spyrja sjálfan sig hvort þær viti hvað þær eru að gera! Þetta er mótsögn sem við þekkjum - þegar hún er orðuð í pólitísku samhengi ætlar allt vitlaust að verða og máls- hefjendur kenndir við kven- rembu! Karlveldið, ábyrgð- arleysi og barnaskapur karla eru örlagavaldarnir í lífi kvenna. Þetta segja bækurnar en þær samþykkja það um leið. Mann langar til að stökkva inn í síðurnar og stofna kvennahreyfingu sem gæti rifið karlana upp með rótum og gróðursett þá í nýj- um jarðvegi! I bókunum er ástandið fyrir hendi en ofan- greind lausn er ekki til - eina ráðið þar er að leggjast á bakið, loka augunum og hugsa sem minnst. SIÐFRÆÐI I öllum bókunum er mjög skýr siðferðislegur undirtónn - skilaboð um hvað sé gott og hvað illt. Obeint er brugðið upp mynd af fyrirmyndar- þjóðfélagi þar sem allir elskast mjög heitt og halda aldrei frarn hjá, neyta ekki vímuefna, eru stundvísir og stúlkur hreinar meyjar í lengstu lög. Konurnar reyna að fara eftir þessum siðareglum en tekst það illa vegna karlanna. „Ég veit að í fyrra sagði ég þetta og margt fleira eins og það væri ekki manninum mínum að kenna að hann héldi fram hjá mér, heldur kenndi ég konunum um ... ég verð að viðurkenna að ég hef skipt um skoðun" segir ein kvennanna í einni bókanna. Það sama hlýtur les- andinn að hugsa að lestrinum loknum. Hið illa er frá körlum komið! Og það er líka undir þeim komið hvort það illa verður útrekið eða ekki því það eru þeir sem ráða. Þetta eru afþreyingarbækur og þá á ég við bækur sem maður les til að stytta sé stundir í það og það skiptið. Það er til bóta að hafa þær íslenskar og þessar þrjár eru prýðilegar sem slíkar. Mér finnst kostulegt að rekast á minni úr gömlu góðu „hallar- rómönunum" sem ég las af áfergju sem unglingur. Minni sem hafa tekið á sig nútímalega mynd þótt táknin séu þau sömu og áður. Riddarinn hefur stigið af baki hvíta hestinum og er orðinn rannsóknar- lögreglumaður eða knatt- spyrnuhetja á tryllitæki. Krabbamein hefur leyst lungnabólguna af hólmi sem dramavaldur. Óðalsetrið er einbýlishús á Arnanesi. Og svo framvegis. En eitt hefur breyst til muna og það eru samskipti kvenna. Allar þessar bækur úa og grúa af hlýjum vináttu- böndum kvenna og þeim er lýst sem sjálfsögðum hlut. Þegar á bjátar er ekkert betra en skjólið sem vináttan veitir og vináttubönd sem byggja á gömlum kynnum, sameigin- legri reynslu, gagnkvæmri virðingu og jafnræði í því að gefa og þiggja. Af því gætu karlarnir lært, bæði söguhetj- urnar og lesendur. Mér býður í grun að læri þeir undirstöðu- lexíu tilverunnar, verði nær útilokað að skrifa bækur með svona söguþráðum svo fyrr verður það ekki að afþreying- arbækur taki stakkaskiptum. Magdalena Schram 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.