Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 8
\
NUNA ER OÞARFI
AÐ BERA
UPPREISNINA
UTAN Á SÉR
Spjallað við Þórdísi Kristleifsdóttur, fatahönnuð,
um nútímakonur og klœönað þeirra.
Föt eru spennandi,
segir hún, það er
hœgt að lesa
lífsviðhorf fólks út frá
þeim fötum sem það
velur eða neyðist til
að velja. Þessar
merkjasendingar
fatanna eru miklu
sterkari en viö gerum
okkur grein fyrir.
8
Af klæðnaði fólks má lesa svip-
brigði þess samfélags sem það
lifir í. Tískan er fljótari að breytast
heldur en aðrir þættir sem við
notum til að skilgreina samfélags-
breytingar. Það er auðveldara að
endurnýja fataskápinn en mál-
verkaeign, íbúðarhús og lífs-
skoðanir.
Mig langaði til að finna ein-
hvern sem gæti talað um föt sam-
tímans og tengt þau þjóðfélags-
breytingum. „Talaðu við Þórdísi
Kristleifsdóttur", var mér bent á,
„hún er bæði fatahönnuður og
fílósóf."
Þórdís fannst í Kópavogi þar
sem hún er með lítið verkstæði í
kjallaranum hjá sér. Annars fæst
hún ekki við fatahönnun sem
stendur, því hún er að ljúka
íslenskunámi sem hún byrjaði
einu sinni á. Bómullarofnæmi og
annað varð til þess að hún yfirgaf
stétt fatahönnuða í bili.
Hún lærði hönnun á einka-
skóla í Kaupmannahöfn. Eftir að
hún kom heim hefur hún aðallega
hannað peysur, meðal annars
fyrir litla prjónastofu úti á landi,
sem vann með markaðshugmynd
sem Þórdísi féll vel í geð.
- Við byrjuðum á tískuullar-
peysum á íslendinga en enduð-
um á tilraunum með náttúru-
hollar ullarpeysur á útlendinga.
Útlendingar segja oft um tísku-
peysurnar okkar að þær líti út
fyrir að vera ítalskar og því
skyldu þeir kaupa ítalskar peysur
frá Islandi? En náttúruhollu peys-
urnar voru sérstakar. Islenska
ullin var ekki blönduð með
erlendri, hún var aðallega í
sauðalitum en einnig lituð með
náttúrulitum. Þær voru saumaðar
saman með bómullartvinna og í
þeim var hörmiði. Þeim var ekki
pakkað í plastpoka heldur voru
þær brotnar saman og bundið
utan um þær með prjónasnúru.
Þær seldust nokkuð vel en
prjónastofan var of lítil til að ráða
við eigin markaðsfærslu. Við
skipulagsbreytingar var ákveðið
að stofan hætti að vera með eigin
framleiðslu og hönnuð.
Þórdís hefur mestan áhuga á
að gera almennileg föt fyrir
venjulegt fólk.
- Föt eru spennandi, segir
hún, það er hægt að lesa lífsvið-
horf fólks úr þeim fötum sem það
velur eða neyðist til að velja.
Þessar merkjasendingar fatanna
eru miklu sterkari en við gerum
okkur grein fyrir.
Astæðan fyrir því að ég bað
Þórdísi að spjalla við mig var sú
að ég vildi fræðast um hvað við
konur á því herrans ári 1990
værum að segja með klæðnaði
okkar. ITvaða merki við værum
að senda.
- Ég á nú ósköp erfitt með að
alhæfa nokkuð um konuna í dag.
Það eru ekki allar konur eins,
segir Þórdís.
- Kannski ekki, segi ég. Okkur
finnst við auðvitað allar vera