Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 13
Sjáðu til dœmis
bindishnút Steingríms
Hermannssonar.
Enginn maður er eins
stöðugur og hann.
Hann er kominn eins
hátt í metorða-
stiganum og hann
kœrir sig um. Hans
metnaði er fullnœgt.
Hann staðfestir
ímynd sína um
stöðugleika
landsföðurins með
breiðum og
beinum hnúti.
Til eru karlmenn
sem aldrei lœra
þessa list en treysta
í þessum efnum
á konur sínar eða
geyma bindið í
hnútnum.
Það finnst Baldri
villimannslegt.
Á íslandi og nágrannalöndum
okkar hefur bindið öðlast fastan
sess sem hluti af einkennisbún-
ingi jakkafatasamfélagsins. Ráða-
menn þjóðarinnar nota undan-
tekningarlaust hálsbindi. Þeir tjá
stöðu sína með mismunandi
bindishnútum. Hnútar eru ýmist
langir, niðurmjóir og breikka upp
eins og kampavínsglas; eða stutt-
ir og kubbslegir. Bindishnútar eru
annaðhvort hafðir beinir eða
skakkir.
- Allt sem er beint lýsir
stöðugleika, segir Baldur. Sjáðu
til dæmis bindishnút Steingríms
Hermannssonar. Enginn maður
er eins stöðugur og hann. Hann
er kominn eins hátt í metorða-
stiganum og hann kærir sig um.
Hans metnaði er fullnægt. Hann
staðfestir ímynd sína um stöðug-
leika landsföðurins með breiðum
og beinum hnúti. Hann notar
tvöfaldan hnút, sem er í eðli sínu
lágstéttarhnútur. Steingríms-
hnútur er líka þykkur að gamalli
bændahefð.
Baldur finnur sér skáröndótt
bindi sem hann hnýtir að hætti
Steingríms og setur upp lands-
föðurlegan svip fyrir myndatöku.
Æðstu menn þjóðarinnar nota oft
skáröndótt bindi, gjarnan í áber-
andi litum. Litfagurt bindi er tákn
um hugrekki og sjálfsöryggi.
Skárendurnar tákna festu.
- Júlíus Sólnes var með óró-
legt, skræpótt bindi í sjónvarpinu
um daginn. Hann hnýtir ekki
breiða hnúta. Bindið og hnútur-
inn sýna að hann situr völtum
sessi í ríkisstjórninni, segir Baldur
en fer svo út í aðra sálma, nefni-
lega skakka hnútinn sem stíl-
bragð.
- Skakki hnúturinn sýnir
ákveðinn hreyfanleika, maðurinn
ætlar hærra. Hann sýnir líka eitt-
hvað óvænt í skapgerðinni,
ákveðinn frumleika, sjálfstæði og
hugrekki, segir Baldur á meðan
hann hnýtir skakkan hnút, sem
hann hefur langan og mjóan.
Lengd hnútsins ræðst af breidd
bindisins í hnútnum og henni má
stjórna þar sem flest bindi víkka
mjög í annan endann. Langur
hnútur er aristókratískur og er
yfirleitt merki um andlega sinn-
aðan mann.
Afgreiðslumaðurinn sem einnig
er með örlítið skakkan hnút bend-
ir á að hnúturinn geti hafa
skekkst í dagsins önn.
- Já, já og skakkir hnútar geta
hreinlega verið merki þess að sá
sem ber hann hefur ekki komist
upp á lag með að hnýta bindið,
segja þeir félagar.
Til eru karlmenn sem aldrei
læra þessa list en treysta í þessum
efnum á konur sínar eða geyma
bindið í hnútnum. Það finnst
Baldri villimannslegt:
- Það er eins og að viðra aldrei
rúmfötin sín.
Hnútur afgreiðslumannsins er
eilítið kubbslegri en sá sem
Baldur hnýtti. Kubbslegur hnút-
ur ber vott um jarðbundna
skaphöfn samkvæmt sérfræðing-
unum. Stuttur beinn hnútur ber
vott um varfærni en getur líka
táknað jákvæðni. Hins vegar
notar afgreiðslumaðurinn bindis-
nælu til að lyfta upp bindinu og
gæða það meira lífi. Það sýnir
aftur á móti ákveðna dirfsku.
Þessu næst finnur Hjalti sér breitt
bindi til að hnýta hinn klassíska
aristókratíska hnút. Sá er langur,
hvorki breiður né mjór og ekki
snúinn.
- Bindishnúta verður að laga
til með'höndunum, forma eins og
leir, segir Hjalti og strýkur með
æfðum höndum um hnútinn.
Hann er sjálfsagt einn þeirra
manna sem eru jafnvígir á bindi
og slaufu. Halldór Laxness er
annað dæmi um slíkan mann. En
Hjalti lendir í vandræðum með
aristókratíska hnútinn að þessu
sinni, því að flibbinn er of lítill.
Að sjálfsögðu er stærð og lögun
bindis og flibba stór breyta í
þessu dæmi, sem og stærð og
form jakkahálsmáls. Og bindis-
endar eiga að vera jafnlangir.
Ekkert er eins kauðalegt og þegar
mjórri endinn er lengri en sá
breiðari.
13