Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 9
voðalega sérstakar með einstæð-
an fatastíl. En gesti úr framtíðinni
þætti við sennilega allar eins, rétt
eins og okkur finnst allar konur
hvers tímabils búningasögunnar
vera eins.
- ]ú, náttúrulega eru einhverj-
ar línur, en það er erfitt að kort-
leggja samtíðina. Þó að okkur
finnist við djarfar og hafa per-
sónulegan stíl er það sterkt
einkenni á okkur að vilja ekki
skera okkur úr. Ég var t.d. að lesa
amerískar leiðbeiningar um
klæðaburð fyrir konur á frama-
braut. Þar stendur meðal annars
að það sé mjög mikilvægt fyrir
konur sem vilja ná langt, að
ganga ekki í rómantískum fötum
- nema þær vinni við eitthvað
tengt listum eða vinni eingöngu
með konum. í þessu blaði var líka
langur pistill um það hvernig á að
binda hálsklútinn.
Hinn svokallaði Hvatarkvenna-
klútur hefur orðið eitt af ytri
táknum kvenna á uppleið. Mörg-
um femínistum finnst kynsystur
þeirra með klútinn vera orðnar að
karlmönnum. Sérstaklega eru
þær viðkvæmar fyrir Kvenna-
listakonum með klút. Kvenna-
listakonur eru bæði gagnrýndar
fyrir að vera öðruvísi og fyrir að
vera eins. Ein þeirra sást um dag-
inn í sjónvarpinu með Hvatar-
kvennaklút og ekki nóg með það
heldur var hann bundinn a la
Salome! Það gerði útslagið fannst
konunni sem sagði mér þetta. En
Þórdísi finnst Kvennalistakonur
oft í upplífgandi fötum.
- Ég man eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur í einhverju gulu og
Kristínu Einarsdóttur í rósóttu
pilsi sem stakk í stúf við dökk-
bláu fötin hans Þorsteins, dökk-
grá föt Steingíms og ljósgrá föt
þeirra Svavars og Jóns Baldvins.
Mér finnst þær hressandi innlegg
í stjórnmálin. Þær hafa ekki ein-
göngu öðruvísi sjónarhorn á mál-
in heldur er útlitið líka öðruvísi.
Mynd: Þorkell Haröarson
Konurnar hafa
ekki eingöngu
öðruvísi sjónarhorn ó
málin heldur er útlitið
líka öðruvísi. Skyldu
þessi föt verða til
þess aö karlar geti
leyft sér að sjást
í peysum?
Skyldu þessi föt verða til þess að
karlar geti leyft sér að sjást í
peysum?
Hins vegar skil ég vel konur í
drögtum með klúta, vegna þess
að það er svo erfitt að vera
öðruvísi. Ég er stundum að hugsa
um hve miklum tíma Vigdís þarf
að eyða í að skipta um föt. Hún
þarf alltaf að vera í réttum bún-
ingi, frjálsleg þegar hún hittir hóp
unglinga og virðuleg þegar hún
tekur á móti sendiherrum. A
meðan getur karlmaðurinn alltaf
verið í sömu jakkafötunum, ein-
kennisbúningi sem ekki getur
móðgað neinn.
Ég sá einu sinni í sjónvarpinu
sendinefnd frá Kyrrahafseyjum
sem kom til Bandaríkjanna. Þeir
voru í jakka með bindi og við
þetta voru þeir í lendaskýlum og
sandölum. En það var mikilvægt
fyrir þá að falla inn í og vera í
jakka og með bindi. Mér fannst
þetta svo sniðugt að ég fór að
grúska svolítið í sögu jakka-
fatanna og komst að því að þau
eru afsprengi frönsku bylting-
arinnar. Þá fór aðallinn úr hné-
buxunum og fór að ganga í síð-
buxum eins og almúginn. Upp úr
því þróuðust jakkafötin. Þetta
þótti mér merkileg hliðarverkun
byltingarinnar. Jakkaföt gefa karl-
mönnum brynjutilfinningu. Þeir
sýna ekkert, gefa ekki höggstað á
sér, falla inn í hópinn. Jakkaföt
móðga engan og enginn er lítill
karl í jakkafötum.
Fyrst við erum að tala um föt og
byltingu. Nú var gerð útlitsbylt-
ing á Vesturlöndum fyrir 20
árum. Byltingin hafði kannski
aðallega áhrif á konur, sem hentu
brjóstahöldum, sminki og hæla-
háum skóm. Kvenréttindakonur
afneituðu öllum ytri táknum
kvenleikans. Þær klæddust muss-
um og'flatbotna skóm. En mál-
staður þeirra og kröfur vöktu
athygli, að vísu mikla neikvæða
athygli, en athygli engu að síður.
Nú eys enginn galli yfir mussu-
kerlingar lengur, en jafnframt
gerist miklu minna í málefnum
kvenna. Heldurðu að umbúðir
kvennabaráttunnar séu orðnar of
penar? Tekur enginn eftir henni
lengur?
- Ég held ekki að konur séu
orðnar of fínar og kvenlegar, segir
Þórdís. Utlitsbyltingin var þörf á
sínum tíma. Þá voru öll mótmæli
klædd í stóra peysur. En ég held
að núna sé óþarfi að bera upp-
9