Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 18

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 18
APFIIP MÆÐRANNA Allur lífskraftur var kvenkyns, jöröin, himininn, stjörnur, sól og máni voru sérstök andlit gyðjanna. „I anda kvennaáratugs kirkjunn- ar efnir Skálholtsskóli til ráð- stefnu um konur og trú. Ráð- stefnunni er ætlað að gefa konum tækifæri til að innlifast arfi mæðranna í sögu og samtíð. í fyrirlestrum, samræðum, athöfn- um, textalestri og helgiathöfnum verður veruleikatúlkun kvenna kynnt. Vonast er til að þættir kvennamenningar, sem fjallað verður um, verði þátttakendum uppspretta kvenlegrar trúarvit- undar og tjáningar. Ráðstefnunni er ætlað að þjóna þeim konum, sem áhuga hafa á opinni og agaðri umræðu um kvenna- menningu." Konur á öllum aldri og víða að sóttu ráðstefnuna „Arfur mæðranna" dagana 3.-8. september s.l. Yngsti þátttakand- inn var tveggja mánaða en ein sú elsta hélt upp á 81 árs afmæli sitt eitt kvöldið. Þarna voru kvenna- guðfræðingar, sagnfræðingar, listakonur, kennarar og „venju- legar" konur alls staðar að af landinu sem hlustuðu af andakt. Hvort ráðstefnan varð upp- spretta kvenlegrar trúarvitundar þorir Vera ekkert að fullyrða um, en eftir að hafa setið einn dag og hlýtt á áhugaverða fyrirlestra og fróðlegar umræður um Völuspá og fleira fannst Veru leitt að hafa ekki getað verið allan tímann. Skálholtsskóli hentar vel fyrir ráðstefnuhöld, húsið er fallegt, maturinn góður og andinn var sérlega góður, en það hefur kannski verið efninu og ráð- stefnugestum að þakka! Fyrirlesarar voru: Asdís Egils- dóttir, sem vinnur á Arnastofnun og kennir miðaldabókmenntir við Háskóla Islands, Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Heide Göttner-Abendroth, heimspek- ingur, sem stofnaði og stjórnar kvennarannsóknamiðstöðinni Hagía í Þýskalandi. Heide hefur skrifað fjölda greina og fjórar bækur og vinnur nú að miklu verki um sögu mæðrasamfélaga - kvennamenningar. Heide er illa við að nota hugtakið „mæðra- veldi" og kýs að tala um mæðra- samfélag. Fyrsta daginn fjallaði Heide um mæðraarf og rannsóknaraðferðir og þá vitneskju sem við höfum um mæðrasamfélög og kvenna- menningu. Annan daginn fór hún í „kvennavitund - mæðra- veldi" og fór þá í táknkerfi, heimsskipan, gyðjur og hetjur, kvenpresta og hið heilaga kon- ungdæmi, siðfléttu mæðraveldis o.fl. Á þriðja degi var farið í íslenskan arf mæðranna. Ásdís las fyrir ráðstefnugesti Völuspá og Heide rakti keltneskan kvennaarf í Eddukvæðum og siðum. Heide fjallaði um fornt mæðrabaksvið í menningu Norður Evrópu og um kvenna- menningu og skáldskap í forn- Heide telur að íslenskir fornleifa- frœðingar hafi ekki grafió nógu djúpt, þeir hœtti alltaf þegar þeir hafi fundiö þaö sem þeir leiti aö-þ.e. þaö sem passar viö hina opinberu skoðun. Myndir: Ragnhildur Vigfúsdóttir íslenskum bókmenntum. Ásdís fór einnig í forníslenskar bók- menntir. Fjórða daginn fjallaði Ásdís um kvennamenningu og miðaldabókmenntir, konur í lífi Þorláks helga - Þorlákur helgi í lífi kvenna. Síðasta daginn talaði sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir um kvennaguðfræði, endurskoðun á karlaarfi átrúnaðar, trúarlega ný- túlkun kvenna í samtíðinni, stefn- ur og strauma. Kenningar Heide um Völuspá eru nánast þær sömu og Helgu Kress sem hún fjallar um í Veru- viðtali í desember 1986. Helga sér í Völuspá lýsingu á útrýmingu og endalokum fornrar kvennamenn- ingar: „Völuspá fjallar um það hvernig karlveldið náði undir- tökunum. Það er kona sem talar, völvan, ýmist í 1. persónu sem gerandi eða 3. persónu sem þolandi. Kvæðið byrjar á því að hún kemur upp, situr hátt eins og seiðkvenna var siður. Átökin í kvæðinu fara síðan fram á milli hennar og Oðins sem hefur náð valdi á henni með því að horfa í augun á henni. Hann spyr hana í þaula og aflar sér allrar þeirrar þekkingar frá henni sem honum sýnist. Að því loknu sekkur hún, hverfur undir yfirborð jarðar. Hrapar af seiðhjalli niður í ystu þögn og myrkur." Heide telur elsta hluta Völuspár hafa rætur í keltneskri/ for-keltneskri menn- ingu sem ber mörg einkenni mæðrasamfélags. Sögur um risa, dverga og huldufólk koma þaðan og enduróma í mörgum ævin- týrum og þjóðsögum fram á okkar tíma. Heide leggur áherslu á að mann- kynssagan sé mun lengri en sú saga sem skólabækurnar greina frá. Hún telur að hér á landi hafi sennilega verið blómleg menning áður en Víkingarnir komu. Sú kenning að Víkingar hafi komið með alla þessa írsku þræla geti varla staðist, því að þrælar eru slitnir upp með rótum og glati oft

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.