Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 21
hún kæmi úr barneignafríinu.
Fékk hún þau svör að þetta
væri ekkert mál, allt átti að
verða eins og um var rætt.
Rúmum hálfum mánuði síðar,
eða þann 28. maí, kallaði þessi
sami yfirmaður hana á sinn
fund.
Anna Sigríður: „A þessum
fundi tilkynnti hann mér að
því miður væri ekkert fyrir
mig að gera í fyrirtækinu. Það
væri búið að þrengja þann
fjárhagsramma sem hann
hefði og hann gæti ekki ráðið
mig í þá aðstoðarmannsstöðu
sem um var rætt. Hann sagði
reyndar að þeir gætu reynt að
finna eitthvað fyrir mig á
skrifstofunni. Þegar ég spurði
hvað það væri sagði hann að í
raun og veru væri ekkert starf
laust en það væri verið að
athuga það. Síðan talaði hann
um að það myndi losna starf á
skrifstofunni við að reikna
saman einhverjar nótur. Eg
hafnaði því þar sem ég hef
ekki verið að mennta mig og
vinna mig upp í fyrirtækinu
til þess að fara í slíkt starf.
Enda er þetta starf sem þeir
gera sér alveg grein fyrir að
maður þiggur ekki. Þetta var
bara fyrirsláttur.
Þá bauð hann mér líka að
Hagkaup gæti reynt að útvega
mér vinnu hjá öðru fyrirtæki.
Ég sagði honum þá að ég væri
fullfær um að tala fyrir mig
sjálf og þyrfti ekki á aðstoð
Elagkaups að halda til að fá
vinnu hjá öðrum. Síðan spurði
ég hann hvort hann væri ekki
í raun og veru að segja mér
upp en hann vildi alls ekki
fallast á það og í framhaldi af
því kom einhver runa um að
það væri svo mikið álag í
fyrirtækinu að ég vissi það
sjálf að ég gæti ekkert verið í
mínu gamla starfi. Ég sagði
honum þá að hann hefði
sjálfur boðið mér hlutastarf og
það vildi ég gjarnan. Ef það
stæði hins vegar ekki til boða
yrði ég bara að endurskoða
afstöðu mína með tilliti til
þess að fara í fullt starf. En þá
kom auðvitað í ljós að það
stóð ekkert til boða. Þegar
þetta var orðið ljóst féllst ég á
að segja sjálf upp störfum -
sem ég hefði auðvitað aldrei
átt að gera en sagði honum
jafnframt að ég kæmi og ynni
uppsagnarfrestinn í minni
stöðu sem innkaupamaður.
Það var þá ekki meiningin
heldur átti ég að koma og
vinna á skrifstofunni í þessa
þrjá mánuði. Þegar ég hafnaði
því var mér boðið til sam-
komulags að ég þyrfti ekki að
mæta oftar og Hagkaup
greiddi mér laun í 2 rnánuði.
Ég sagði auðvitað að það
kæmi ekki til greina heldur
ætlaðist ég til að þeir borguðu
mér þriggja mánaða upp-
sagnarfrest eins og kjarasamn-
ingar gera ráð fyrir. Það var þá
samþykkt og við gengum frá
uppsagnarbréfinu, en eins og
sést á bréfinu þá skrifaði
yfirmaður minn það og lét
mig skrifa undir."
Hertha byrjaði í barneigna-
fríi um áramótin síðustu og
eignaðist barn þann 6. janúar.
Aður en hún fór í fríið þjálfaði
hún karlmann í sitt starf í
þeirri góðu trú að hann ætti að
leysa hana af fram til 1. ágúst
en þá myndi hún ganga inn í
starfið aftur. En það var ekki
svo gott.
Hertha: „Laugardaginn 30.
júní var ég beðin að koma á
fund yfirmanns míns, Jóhann-
esar Rúnars Jóhannessonar,
og það var greinilegt að mikið
lá við því laugardagar eru
frídagar á sumrin. Þegar ég
kom á fundinn tilkynnti hann
mér að það hefði verið
ákveðið að flytja mig til í starfi
þar sem aðstæður mínar væru
breyttar. Ég væri komin með
barn og þeir teldu mig þ.a.l.
ekki geta valdið starfinu sem
skyldi. Bauð hann mér starf á
skrifstofunni við að leggja
saman nótur en það er sama
starfið og Önnu Sigríði var
boðið skömmu áður. Ég
afþakkaði það og þá var ég
beðin um að segja sjálf upp
starfi hjá fyrirtækinu. Ég
sagðist ekki hafa hugsað mér
að gera það, ég væri tilbúin til
að fara aftur í mitt gamla starf
og ætlaði ég ekki að fara að
skerða réttindi mín með því
að segja upp sjálf.
í framhaldi af þessu var
ákveðið að segja mér upp
starfi með þriggja mánaða
fyrirvara en jafnframt farið
fram á það við mig að ég ynni
á skrifstofunni í þá þrjá
mánuði. Ég neitaði því enda
vissi ég að mér bar engin
skylda til að vinna í lægra
metnu starfi í uppsagnarfresti.
Þá voru mér boðin laun í tvo
mánuði og þyrfti ég ekki að
mæta aftur í vinnu en því
hafnaði ég líka."
Það var ekki fyrr en í lok
júlí sem Hagkaup sendu
Herthu uppsagnarbréf og í
því var henni tilkynnt að hún
ætti að vinna uppsagnar-
frestinn. Hún mætti því til
vinnu þann 1. ágúst s.I. Þar
sem nýr maður var kominn í
hennar starf lá ekkert fyrir um
hvað hún ætti að gera og yfir-
maður hennar var ekki á stað-
num til að setja hana í neitt
verkefni. Hún fór heim en
mætti aftur næsta dag og allt
fór á sama veg. Þá var henni
sagt að yfirmaðurinn væri í
fríi fram yfir verslunarmanna-
helgi og hún skyldi ekki mæta
aftur fyrr en hann væri
kominn. Þann 6. ágúst mætti
hún enn til vinnu og þá til-
kynnti yfirmaðurinn henni að
hún þyrfti ekki að koma oftar,
þeir hefðu ákveðið að greiða
henni uppsagnarfrestinn.
Hertha: „Ég held að mér hafi
sjaldan verið eins misboðið.
Það var hringlað fram og aftur
með þetta mál og ég látin
standa þarna verklaus eins og
glópur í tvo daga til þess eins
að segja mér svo að ég þyrfti
ekki að koma aftur. Ég var
auðvitað búin að gera mínar
ráðstafanir varðandi vinnuna
og m.a. fá mér dagmömmu
fyrir barnið. En það var ekki
allt búið enn. Þann 7. ágúst
frétti ég að þessi yfirmaður
minn væri að leita að mér út
um allan bæ og þegar hann
náði sambandi við mig þá
segist hann endilega þurfa að
hitta mig og við ákveðum að
ég komi til hans daginn eftir.
Þegar ég kom til hans þá
tilkynnti hann mér skyndilega
að ástæðan fyrir uppsögn
minni væri sú að hann teldi að
ég hefði ekki staðið mig sem
skyldi í starfi. Honum hefði
fundist tímabært að ég skipti
um starf.
Þetta var nánast hlægilegt
því þetta hafði aldrei konúð
upp áður í okkar samtölum og
ég spurði hann auðvitað hvað
hann hefði verið að meina 5
vikum áður þegar hann sagði
að aðstæður hjá mér væru
breyttar og þ.a.l. teldi hann
mig ekki geta sinnt starfinu.
En þá margendurtók hann
bara að þetta væri ástæðan
fyrir uppsögn minni þ.e.
honum fyndist ég ekki hafa
staðið mig sem skyldi. Svo
bætti hann því við að yfir-
mönnum og eigendum væri
mjög annt um mig og spurði
hvað hann mætti bjóða mér.
Ég sagði honum að ef ég væri
talin vanhæf þá væri óneitan-
lega undarlegt að vera að
bjóða mér eitthvað. Hvort þeir
gætu ekki bara gengið frá
þessari uppsögn skammlaust.
Þá bauð hann mér aftur að
segja upp sjálf en ég neitaði
því eins og í fyrra skiptið og
sagðist bara vilja fá nýtt
uppsagnarbréf þar sem fram
kæmi að ég þyrfti ekki að
vinna uppsagnarfrestinn. Þá
rétti hann mér nýtt uppsagn-
arbréf en sagðist ekki geta
gefið mér meðmælabréf. Það
lá í orðunum að ég fengi það
ef ég segði upp sjálf. Hálfum
mánuði síðar átti ég svo fund
með Jóni Asbergssyni og
stuttu síðar fékk ég meðmæla-
bréfið í pósti."
Hertha er nú komin í
annað starf sem henni líkar
mjög vel og Anna Sigríður er
að leita fyrir sér og segist ætla
að taka sér tíma í það. Báðar
leggja þær áherslu á að þær
séu ekkert illa staddar og mun
betur en margar aðrar konur
sem lendi í uppsögnum. Þeim
hafi hins vegar ofboðið hversu
jákvæða mynd yfirmenn
Hagkaupa gáfu af fyrirtækinu
í síðasta tbl. VERU og því
ákveðið að segja sögu sína.
Fólk sjái Hagkaup í rósrauð-
um bjarma og það sé tímabært
áð það átti sig á því að þar er
ekki allt sem sýnist. Þá haldi
fólk gjarnan að konur í
ábyrgðarstöðum séu ekki
látnar gjalda þess í starfi þó
þær eignist börn. Þannig sé
það bara alls ekki.
Hertha: „Ég fæ ekki betur séð
en að Hagkaupsmenn líti
þannig á að þegar við erum
komnar með lítil börn séum
við annars flokks verur sem
þeir geti ekki notast við leng-
ur. Við fáum ekki einu sinni að
láta á það reyna hvort við
séum eitthvað vanhæfari til að
21