Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 12

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 12
Er hlutverk fata eingöngu það að verja okkur ágangi veðurs og vinda? Eða er það eitthvað allt annað? Til eru kenningar um að fötin hafi skemmt hið hárfína tempr- unarkerfi húðarinnar. Því til sönnunar eru gjarnan tekin dæmi af hvölum. Eins og mannfólkið hafa hvalir engan pels heldur fitulag undir húðinni sem þeir nota til einangrunar. Hvalir lifa á köldum slóðum, en ekki er það klæðleysið sem er að útrýma þeim. Kannski gæti manneskjan líka lifað án fata, ef hún hreyfði sig meira. En gætum við lifað án hins flókna boðskiptakerfis klæðnaðarins? Sumir kynþættir sem hvers- dags ganga um naktir setja upp skýlur við hátíðleg tækifæri. Þeir skýla nekt sinni á dansleikjum til að tæla hitt kynið. Hulin nekt er meira spennandi en sú sem sést. Saga fatanna er saga kynjanna, saga ástar og átaka. Hjá flestum öðrum dýrategundum en mann- inum er það hlutverk karldýrsins að vekja á sér athygli með skrauti og hafa þannig frumkvæði að mökun. Þannig var fyrirkomu- lagið einnig lengi vel hjá mann- skepnunni, en á síðustu öld eftirlétu karlarnir konunum skrautið endanlega og tóku að klæðast litdaufum einkennis- búningi. Hin hefðbundnu jakkaföt eru öll steypt í sama mótið þrátt fyrir nokkra tilbreytingu í sniði og efnum. Það svigrúm sem karl- maðurinn hefur til að vekja á sér athygli og láta sinn eigin smekk í Ijós takmarkast við hálsbúnaðinn: bindi eða slaufu. Val karlmannins á hálsbúnaði og hvernig hann hnýtir hann kemur ekki aðeins upp um smekk hans, heldur líka skapgerð og félagslega stöðu. Eg heimsótti herrafataverslun ásamt tveimur fulltrúum úr karl- mannastétt, þeim Baldri Sigurðs- syni, tékkneskufræðingi og séra Hjalta Hugasyni, kirkjusagnfræð- ingi. Þeir eru báðir áhugamenn um bindishnúta. Eftir klukku- tímadvöl í búðinni og spjall við þá félaga opnuðust mér duldir heimar bindisins, sem mér hefur alltaf fundist vera vita gagnlaus flík. Eg veit hvað ég ætla að gefa manninum mínum í jólagjöf! Baldur og Hjalti segja að hægt sé að lesa persónueinkenni manna Baldur og Hjalti segja aö hœgt sé aö lesa persónueinkenni manna úr því hvernig hálstau þeir velja og hvernig þeir hnýta þaö. Sjálfir eru þeir eitilharðir slaufumenn. Slaufumönnum fer fœkkandi nú á dögum, en þeir eru gjarnan andans menn. Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir UÓSI • PUNKTURINN í KLÆÐNAÐI KARLA Vera heimsækir herrafataverslun ásamt tveimur fulltrúum úr karlmannastétt. úr því hvernig hálstau þeir velja og hvernig þeir hnýta það. Sjálfir eru þeir eitilharðir slaufumenn. Slaufumönnum fer fækkandi nú á dögum, en þeir eru gjarnan andans menn. Slaufumenn vilja skera sig úr, en þó vera fínir. - Eg nota slaufu til að fljóta ekki með straumnum heldur hafa minn eigin stíl. Þeir sem nota slaufu eru óháðir straumum og stefnum í bindatísku, segir Baldur og Hjalti bætir við: - Hnýtta slaufan er tvímæla- laust tákn hins óvænta og spennuhlaðna. Utkoman verður aldrei fyllilega hin sama og kem- ur alltaf á óvart. Af þessum sök- um er slaufan gott tákn hinna lýrísku og rómantísku manna. Það er ekki mitt að dæma - en hvers vegna ekki hinna erótísku?! Baldur og Hjalti kaupa sínar slaufur oft erlendis í mjög sér- hæfðum slaufuverslunum. Hér á landi er úrvalið af handhnýttum slaufum lítið, en vélhnýttum lítur enginn heiðarlegur slaufumaður við. A afgreiðsluborðinu er karfa með hnýttum slaufum og þeir félagar fussa og sveia, þar til þeir komast að því að þær eru hand- hnýttar í versluninni. - Allra laglegustu slaufur, segir séra Hjalti og setur á sig eina með mikilli viðhöfn. Síðan skekkir hann hana örlítið. Það er gert til að leggja áherslu á að slaufan sé handhnýtt. Enginn slaufumaður með sjálfsvirðingu gengur með fullkomlega beina slaufu. 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.