Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 30

Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 30
EG ER MEISTARINN Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhúsið, Litla sviöið. Höfundur: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir.. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. c Leikendur: Elva Ósk Olafsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson, Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Gítarleikari: Pétur Jónasson. Lýsing: Lórus Björnsson Það er gaman að fara í leik- hús þegar hvert kvennaverkið eftir annað er sett á svið í Reykjavík. Síðastliðið vor komu fram verkin Hjarta- trompet eftir Kristínu Omars- dóttur og Eldhestur á ís eftir Elísabetu Jökulsdóttur en um það var fjallað í síðustu VERU. Bæði verkin báru þess merki að vera hrá byrjendaverk og voru meira í ætt við Ijóðrænar orðræður en leikhúsverk. í haust voru svo frumsýnd leik- ritin Ég er meistarinn sem hér verður rætt um og Ég er hætt- ur! Farinn! (Er ekki með í svona asnalegu leikriti) eftir Guðrúnu Kristínu Magnús- dóttur. Það er óhætt að segja að þessi tvö beri af hinum og í raun megninu af því íslenska efni sem hefur verið frumsýnt á sviði og í sjónvarpi síðasta árið. Ég er meistarinn er harm- rænt leikrit blandað kímni og er mjög athyglisvert verk, sér- staklega ef haft er í huga að það er eftir óþekktan höfund sem þar að auki hefur stundað gítarnám en ekki skáldskap. Persónurnar eru þrjár og allar gítarleikarar: Hildur er aðal- persónan, ung stúlka sem hef- 30 ur nýlega lokið námi erlendis og vinnur fyrir sér með gítar- kennslu. Þór er sambýlis- maður hennar og hefur einnig nýlokið námi en hann situr heima og æfir sig og reynir að koma sér á framfæri. Þriðja persónan er Meistarinn sem kenndi Hildi þar til hún fór utan til náms. Hér höfum við dæmigerðan þríhyrning bók- menntanna en hvort hann er ástarþríhyrningur er okkur látið eftir að grufla í og ber sú spenna leikinn uppi að stórum hluta. Efnið sem komið er inn á er margþætt. Fyrir utan tilfinn- ingalegt samband tónlistar- fólksins eru mest áberandi áhugaverðar umræður og krufning á listinni í sjálfri sér. Þar er spurt stórra spurninga eins og hver sé tilgangurinn með listinni og hver séu tengsl hennar við guðdóminn. A heillandi hátt er þessu ofið inn í tilfinningasamband persón- anna þannig að spurningin er hvort listin sé ekki frekar óað- skiljanlegur hluti tilvistarinnar og eins konar framlenging á listamanninum en afmarkað fyrirbæri. Tónlistin sem er leikin í verkinu gefur enn betri mynd af þessu. Hún er svo falleg og svo tilfinningaleg að áhorfandinn eiginlega dregst inn í þennan heim og upplifir fremur en skilur andrúms- loftið sem andar frá sér þeim skilaboðum að listin sé lífs- spursmál. Til þess að koma auga á þriðja meginviðfangsefni leik- ritsins þarf að fara undir yfirborðið. Þar er verið að fjalla um sígilt og dæmigert fyrirbæri í kvennaverkum, nefnilega baráttu konunnar við að vera hún sjálf en ekki strengjabrúða karlmannanna sem ráðskast með hana undir formerkjum ástar og um- hyggju. Þar að auki er komið inn á mismunandi stöðu kynjanna þegar listafólk reynir að koma sér á framfæri. Á köflum ber bygging verksins mjög vel uppi hið kraftmikla viðfangsefni. Fyrir hlé er það geysilega grípandi og dramatísk spenna hverfist í atriðum eins og því þegar Meistarinn er nýkominn inn. Áhorfendur hafa þá komist að því að samband hans og Hildar er flókið og á sér fortíð en þá kemur Þór inn sem upp- málað sakleysið og einlægnin. Fyrir hlé eru þagnir líka not- aðar á áhrifaríkan hátt, sér- staklega þegar Þór er farið að gruna að ekki sé allt með felldu. Eftir hlé er eins og allt verði flatara. Leikritið verður lang- dregið, þagnirnar verða of langar og of margar og of mikið er um endurtekningar. í heildina er sú hugmynd að flétta minningar úr fortíðinni inn í átökin mjög góð og virkar oft vel en minningarnar koma of oft og eru of keimlíkar. Mestum vonbrigðum veldur þó Iokaatriðið. Það er allt of langt, allt of mikið er sagt og hið táknræna gildi þess týnist og það verður banalt. Hér verður ekki komist hjá því að kenna leikstjórninni um og því að ekki hefur verið klippt nóg og snurfusað. Aftur á móti hefur sam- vinna leikstjórans og leikar- anna tekist mjög vel. Elva Osk, Ingvar og Þorsteinn eru öll afbragðsgóðir leikarar og gera mjög vel í sýningunni. Leikur þeirra er svo sterkur og þolir svo vel nálægðina á Litla svið- inu að hann breiðir mjúklega yfir margar brotalamir í handritinu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.