Vera - 01.11.1990, Blaðsíða 24
11.00-15.00 15.30-16.00
Sf í LÍFI
10.00
9.00
8.15
Vera fylgdi Elínu eftir mið-
vikudaginn 5. september s.l. frá
kl. hálf átta, þegar Helgi Haukur
vakti heimilisfólkið, til kl. hálf tólf
um kvöldið, þegar Elín gekk til
náða. „Þetta var harla venjulegur
dagur, spilaður eftir aðstæðun-
um."
8.15 „Mamma, byrjar skólinn í
dag?" spyr HH en Elín svarar því
neitandi. „Eg reyni að taka dag-
inn snemma svo að morguninn
gangi áreynslulaust fyrir sig. Ef
ég þarf að reka mikið á eftir
verður HH ansi öfugsnúinn. Ég
verð líka sjálf að hafa tíma til að
borða góðan morgunmat svo að
ég „funkeri"."
8.45 „Drífa sig út, HH á skóla-
dagheimilið og ég í vinnuna,
muna að taka bensín í leiðinni."
9.00 Vinnan. „Best að ljúka
símhringingunum af áður en
hinir fara að hringja í mig." Elín
hringdi m.a. í bankann og í við-
skiptavin útaf frágangi á verk-
efni: „Þetta er ekki spurningin
um að vera önug heldur að gera
öllum jafn hátt undir höfði.
Samvisku minnar vegna get ég
ekki fært þinn hæl eftir þinni
umsögn. ...jæja það er ágætt.
Blessaður." Elín segist eyða allt of
miklum tíma í símanum, enda er
hún slæm í öxlunum.
9.25 Hringt í barnaskólann, en
HH byrjar á morgun. „Sem betur
fer er hann í skólanum fyrir
hádegi. Þá get ég tekið hann með
þegar ég þarf að fara í „langar"
Rey kja víkur ferðir."
10.00 Kaffi (Elín drekkur bara
te) og rætt um verkefni dagsins.
Valgerður og Andrés mætt, svo
og Páll verkfræðingur, en í dag
þarf að setja út sumarbústaða-
land. Græjurnar athugaðar, keypt
nesti og farið heim í hlýrri föt.
11.00 Komið á vettvang. Elín
er þegar búin að skoða landið og
gera hæðalínukort. Einnig skoð-
aði hún loftmyndir. „Þó að landið
sé einsleitt hér þarf að gera flókna
undirbúningsvinnu og skipulag í
samvinnu við ýmsa aðila. Að því
loknu eru settir út hælar sem sýna
lóðamörk, vegi og legu húsa, það
þarf svo að senda ýmsum nefnd-
um til samþykkis áður en hægt er
að byrja að byggja." Elín leggur
mikla áherslu á að sumarbústaðir
verði að falla inn í landslagið.
„Mér finnst þetta eitt af því
skemmtilegasta við starfið enda
er ég úti og geng mikið. (Verra er
þó að það skuli rigna og það
svona mikið.) Vinnan fyrir Nátt-
úruverndarráð er líka skemmti-
leg að þessu leyti."
12.50-13.10 matarhlé, V. fór
24