Vera - 01.02.1991, Qupperneq 4

Vera - 01.02.1991, Qupperneq 4
LESENDABREF ORÐIÐ ER LAUST! VERA fagnar þeirri umrœöu sem fylgt hefur í kjölfar greina- flokks - en þó einkum auglýsinga - í nóvemberheftinu. Greinaflokkurinn bar yfirskriftina „Er kvennabaróttan oröin of pen?" og fjallaði aöallega um föt og ytri umbúðir kvennabaróttunnar fyrr og nú. í blaðinu birtust svo tvœr auglýsingar sem viröast hafa snúiö umfjöllun blaösins al- gjörlega viö. Önnur auglýsir ilmvatn, hin barmstyrkjandi hlaup. Þessar auglýsingar hafa móögaö margar konur og þykir VERU þaö miöur. Hins vegar hefur umrœöan um útlit kvenna sem fariö hefur fram hér ó skrifstofu VERU, í síma blaösins, heimasímum starfskvenna og í óteljandi jólaboð- um, sýnt okkur hversu klofin afstaöa kvenna til klœðnaðar, snyrtivara og óhrifamóttar auglýsinga er. Ekki bara af- staöa kvenna sem hóps, heldur virðast margar konur vera tvístígandi - þœr langar aö gœla viö kvenleikann í sér, en eru hrœddar viö staölaöa ímynd kvenlegrar feguröar. Hér birtast þrjú bréf sem okkur hafa borist fró kvenfrelsis- konum sem hafa afstöðu sína ó hreinu. Viö óskum eftir fleiri bréfum um föt, snyrtivörur og óhrif auglýsinga. Umrœðan er hafin! Oröiö er laust! Reykjavík 2. janúar 1991 Hér með segi ég upp áskrift minni að VERU tímariti um konur og kvenfrelsi. Ég mun rökstyðja þessa ákvörðun mína nokkrum orðum því mér er þetta ekki ljúft - ég er búin að kaupa VERU árum saman og ég tel að enn sé mikil þörf á tímariti sem fjallar um konur og kvenfrelsi. I gegnum árin hef ég alltaf fagnað því þegar VERA hefur beðið mín í póstkassanum og blaðað í gegnum ritið áður en ég hef opnað annan póst. Oft hef ég fundið í blaðinu góðar greinar sem hafa stutt mark- mið blaðsins - kvenfrelsi. Ég þaif þó varla að taka það fram að ég hef langt því frá alltaf verið sammála þeim sjónar- miðum sem þar hafa komið fram - en litið á þær sem litróf skoðana - misjafnlega vel rök- studdar. En hvað er þá að núna? Jú - þegar mér barst nóvemberhefti VERU var mér svo brugðið að ég hef eftir vandlega íhugun ákveðið að kaupa ekki blaðið lengur. Ástæðan er tvær auglýsingar sem eru birtar í blaðinu. Önn- ur er á blaðsíðu 4 og hin á opnunni 16-17. Þessar aug- lýsingar eru til slíkrar minnk- unar fyrir aðstandendur blaðs- ins að við verður ekki unað. Hluti blaðsins er að þessu sinni helgaður útliti kvenna - blaðið ber forsíðutitilinn: Manneskja - ekki markaðs- vara. Það er gagnlegt að skoða hvernig tískan hefur í gegnum 4 tíðina sagt konum að Iíta út. Það er gagnlegt í Ijósi þess að tískuramminn er mjög harður enn þann dag í dag og konur falla enn inn í þann ramma - á kostnað ýmissa gilda. Vest- rænt samfélag er samfélag æskudýrkunar. Fylgifiskur slíks samfélags er að engir kaupa annað eins af snyrti- vörum og konur sem komnar eru af barnsaldri í linnulausri baráttu sinni að halda sem lengst áfram að vera „ung- legar". Takmarkið er að þess sjáist sem allra fæst merki á andliti eða líkama að áratug- unum sé farið að fjölga. Það er verðugt verkefni fyrir VERU að halda umræðu um þessi mál á lofti. Hve mikill fangi verður konan þegar öllu þessu fé og fyrirhöfn er eytt í útlitið - baráttuna fyrir því að vera endalaust ung og ægifögur? En hvað skeður? Það eru seldar auglýsingar í blaðið sem ganga þvert á allar hug- myndir um að konur losni undan því oki sem snyrtivöru- iðnaðurinn er. Auglýsingar sem birta konum heim svo stórkostlegrar blekkingar og tala til þeirra með slíkri niður- lægingu að lengra verður ekki gengið. Markmið blaðs og auglýsinga þess eru ein heild. Engin rök um að blaðið berjist í bökkum fjárhagslega og verði því að afla sér allra auglýsinga sem það getur fengið geta réttlætt að farið sé út fyrir þann ramma sem málsstað- urinn hlýtur að setja. Ef ég leita J að sambærilegu dæmi væri hægt að líkja þessu við að DÝRAVERNDARINN myndi auglýsa pelsa og gildrur til að veiða refi og minka eða búr til að ala dýrin í og gasklefa og rafmagnsstengur til að aflífa þau með. Eða ef tímarit um grænmetisfæði myndi birta auglýsingar um nautasteikur. Ég mun ekki fjalla ítarlega um einstök atriði þessara aug- lýsinga - þótt það væri vissu- Iega mjög áhugavert - en gera í lokin örlitla grein fyrir því af hverju ég geng svo langt í þessu máli að segja blaðinu upp. Kaupi ég ekki önnur blöð sem eru á öndverðum meiði við mig? Jú sannarlega. Ég kaupi til dæmis Morgunblaðið og á hverjum einasta degi er eitthvað í blaðinu sem ég er ósátt við. En ég segi blaðinu ekki upp af því að það skiptir mig ekki máli. Ég veit að Morgunblaðið selur sig fyrir peninga og hefur engar hugsjónir. Það geta ekki aðrir sært mann en þeir sem manni er ekki sama um. Og mér er ekki sama um kvenfrelsisbar- áttu á Islandi. Jórunn Sörensen

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.