Vera - 01.02.1991, Page 5

Vera - 01.02.1991, Page 5
LESENDABREF Kæru kynsystur. Sem auglýsingastjóri nóvem- berblaðs Veru er mér bæði ljúft og skylt að taka þátt í þeirri umræðu sem snyrtivöruaug- lýsingarnar hafa vakið. Það var aldrei meðvituð ætlun mín að særa neinn, en í pólitísku blaði eins og Veru eru auglýsingar alltaf við- kvæmar og í rauninni vonda samviskan. Þær eru nauðsyn- legar til fjáröflunar, en enginn vill vita af þeim. Harkaleg viðbrögð sumra lesenda Veru við fyrrgreindum auglýsingum eru mér sumpart kærkomin. Umræðan um kon- una sem kynveru hefur af ein- hverjum ástæðum dottið upp fyrir þau tuttugu ár sem nýja kvennahreyfmgin hefur verið við lýði. I upphafi börðumst við gegn þeim kvenímyndum sem við þekktum. Móðurinni og hórunni. Og þar erum við í rauninni staddar í dag. Við erum enn annað hvort ofur kvenlegar eða afneitum kven- leika okkar. Ottumst hóruna í rauninni meira en móðurina því í henni er sektarkenndin. Og hún er svo sterk að við vilj- um ekki horfast í augu við hana. Þetta er m.a. ástæðan fyrir að kvénnahreyfingin nær ekki til ungra kvenna. Þær upplifa á táningaldri það sama og við gerðum fyrir 25 árum. Stelpurnar láta það, strákarnir fá það. Og það eru vondu stelp- urnar sem láta það. Við styðj- um þær ekki. Okkur finnst þetta sjálfum. Tilfinningalega. Eða hvernig getur auglýsing sem segir okkur að nota ilm- vatn og önnur sem býður upp á stinn brjóst sært okkur meira en auglýsingin á baki Veru sem býður Coke til að vera í góðu formi? Hvernig getur tískan sagt okkur hvernig við eigum að líta út ef við þekkjum okkar eigin þarfir? Nei stelpur, óvinurinn er ekki markaður- inn, heldur við sjálfar. Við get- um þá fyrst farið að tala um kvenfrelsi þegar við tökum okkur í sátt sem kynverur. Njótum safa okkar og þeirrar munúðar sem líkam- inn getur veitt okkur. A eigin forsendum og með þeim með- ulum sem okkur henta. Verum vondu stelpurnar. Og berum ábyrgð á því. Aslaug Jóhannesdóttir ÉG ER MEÐ SLÖPP BRJÓST OG STOLT AF ÞVÍ! Eg er eflaust ekki sú eina sem brá í brún þegar bláa Veran kom til mín og ég sá aug- lýsingarnar í henni. Ég frábið mér auglýsingar eins og þá um brjóstakremið, kóka kóla og ilmvatnið. Alls staðar er verið að koma því inn hjá okkur konum að við séum ekki nógu góðar eins og við erum heldur þurfi að betrum- bæta okkur á einhvern hátt. Finnst mér fokið í flest skjól ef Vera ætlar að fara að taka undir þann söng. Spurningin er e.t.v. ekki: Er kvennabar- áttan orðin of pen? heldur: Er Vera orðin of „pen"? Ég fyrir- gef ykkur í þetta sinn - Vera á skilið annan séns, enda fyrir- gefum við hinum fjöhniðlun- um alls kyns ósóma daglega og því e.t.v. ekki til rnikils ætlast að fyrirgefa Veru einu sinni á níu árurn. Með kveðju frá einni sem hefur verið áskrifandi frá upphafi og er með slöpp brjóst og stolt af því. 5

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.