Vera - 01.02.1991, Side 6

Vera - 01.02.1991, Side 6
INGIBJORG SOLRUN GISLADOTTIR I O K K A HÖNDUM HVAÐ VIÐ LÁTUM YFIR OKKUR GANGA segir Guörún Agnarsdóttir lœknir og fyrrverandi þingkona Kvennalistans Þegar Kvennalistinn bauö fram í fyrsta sinn til Alþingis áriö 1983 var Guörún Agnarsdóttir lœknir í ööru sœti listans, Hún var þá nánast óþekkt og haföi engin afskipti haft af stjórnmálum fram aö þeim tíma. En hún ávann sér fljótt virðingu og vinsœldir, langt út fyrir raöir Kvennalistakvenna. Nú er hún engu aö síður hœtt þingmennsku í samrœmi viö þá stefnu Kvennalistans aö engin kona skuli sitja lengur en 4-8 ár á Alþingi. Hún stendur því á tímamótum og af því tilefni fékk VERA hana til aö skyggnast um þaöan sem hún nú stendur og meta stööu og framtíð Kvennalistans og kvennahreyfingarinnar. Það er engum vafa undirorpið að mjög vel tókst til um val á þeim konum sem sendar voru á þing fyrir Kvennalistann vorið 1983. Þríeykið - Kristín, Sigríður Dúna og Guðrún - þótti standa sig mjög vel bæði í kosningabaráttunni og því daglega streði á þingi sem sigldi í kjölfarið. Hlutskipti þeirra, eins og annarra frum- kvöðla, hefur án efa oft verið erfitt en líka þakklátt. En hvernig leið þeim nýgengnum í hamar- inn? „Ég held að strax að afloknum kosningunum höfum við verið mjög meðvitaðar um að við hefð- um fjöregg á milli handanna og að við værum þarna fyrst og fremst á annarra vegum. Mér hefur alltaf fundist ég vera í hlut- verki sendiboða eða erindreka. Þegar við vorum að byrja þá leið okkur eins og hver fjölmiðlavið- skipti gætu endað með mann- fórn. Það var oftast áhyggjuefni fyrstu árin eftir hvert viðtal eða önnur viðskipti við fjölmiðla hvort viðkomandi hefði lagt Kvennalistann niður með því að standa sig illa eða ekki nógu vel. Eftir kynningarþátt Kvenna- listans í kosningasjónvarpi 1983 fannst mér t.d. eins og ég gæti aldrei farið út úr húsi á björtum degi hvorki sjálfrar mín, fjöl- skyldunnar eða Kvennalistans vegna, svo óánægð var ég með sjálfa mig. Þetta hefur auðvitað rjátlast af okkur „... og allar komu þær aftur og engin þeirra dó" og Kvenna- listinn lifir og dafnar. En við Kvennalistakonur gerum óskap- lega miklar kröfur hver til ann- arrar vegna þess að krafan utan úr þjóðfélaginu er svo sterk um að við stöndum okkur. Við viljum vera að minnsta kosti fullkomnar. Mér hefur lengi fundist að Kvennalistinn sé mjög merkileg samskiptatilraun sem hafi tekist alveg ótrúlega vel þó við höfum auðvitað átt við okkar erfiðleika að stríða. Við höfum oft þurft að ræða stór ágreiningsmál í hópi kvenna sem eru mjög ólíkar og þekkjast misvel en við höfum komist mjög farsællega frá þeim. Þetta hefði aldrei tekist nema vegna þess að í hjörtum okkar er fullvissa um að það sem sameinar okkur er miklu merkilegra en hitt sem sundrar." Síðasti dagur Guðrúnar á þingi var s.l. vor þó svo að hún hafi ekki látið formlega af þing- mennsku fyrr en nú í haust. Guðrún sagði að þessi síðasti dagur hafi verið ósköp líkur öðr- um slíkum dögum. „Það var að vísu samþykkt mál sem ég hafði lagt fram ásamt Danfríði Skarp- héðinsdóttur um að auka vinnu- vernd barna og unglinga og ég var auðvitað ósköp fegin að því skyldi ljúka á svona jákvæðan hátt. Mér var engin eftirsjá eða depurð í huga og leit raunar ekki á þennan dag sem lokadag enda sá ég fram á að vinna þarna allt sumarið. Umfram allt finnst mér þessi tími hafa verið alveg geysi- lega lærdómsríkur og jákvæður. Það sem hefur verið neikvætt hefur oftast verið eitthvað sem ég sjálf hef getað lært af. Ég myndi því eindregið mæla með þessari reynslu við allar konur ef þær hafa nokkurn hug á stjórnmála- störfum. En fyrst og fremst er nauðsynlegt að trúa á málstaðinn og vera sannfærð um að hann eigi erindi inn í þingsali. Starf þingmanns er mjög krefj- andi og tekur allan manns tíma. Það verður gjarnan of lítill tími eftir fyrir fjölskylduna og sjálfa þig. En þannig er hugsjóna- barátta - þú leggur allt í hana og fylgir málstaðnum. Til þess að geta sannfært aðra er nauðsyn- legt að vera heil og til að geta verið heil þarf að gefa mikið - bæði tilfinningar og tíma. Og þarna kemur trúverðugleikinn inn í myndina því fólk finnur mjög fljótt hvort það sem mann- eskjan er að segja kemur innan úr henni allri." I viðtalsbók við norrænar konur í stjórnmálum sem Drude Dahlerup tók saman árið 1985 líkti Guðrún starfinu á þingi við tiltekna uppfærslu á Éást eftir Goethe. Eftir því sem Fást öðl- aðist meiri þekkingu frá djöflin- um þeim mun meiri lit tók klæðnaður hans af fötum djöfuls- ins. Stendur þessi samlíking? „Já, því starfi þingmanns fylg- ir hætta á mengun fyrir hugsjóna- fólk. Það gerir hin óumflýjanlega og eðlilega krafa um málamiðlun sem fylgir þingræðinu. Þetta varðar einnig siðferði í opinberu lífi. Það eru svo mörg grá svæði og svo nauðsynlegt fyrir okkur að draga einhverjar ákveðnar línur.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.