Vera - 01.02.1991, Síða 14

Vera - 01.02.1991, Síða 14
DRAUMURINN UM HINN FULLKOMNA SKÓLA Guöbjörg Þorisdotfir hefur veriö skólastjóri Grunnskólans í Austur-Eyjafjallahreppi s.l. fjögur ór en er nú í órsleyfi. Hún hefur auk þess kennt víða í Reykjavík og hefur margra óra kennslureynslu úrstórum skólum og smóum, barnaskólum, gagnfrceöaskólum, framhaldsskólum, Fósturskólanum og Kennarahóskólanum. VERA bað Guöbjörgu aö tjó sig um skólamól: Hvernig er draumaskólinn? Skólastarf er mjög flókið og þess vegna vil ég ekki reyna að lýsa draumaskólanum í stuttu viðtali. Til þess að geta skoðað skóla framtíðarinnar þarf að horfast í augu við skólann eins og hann er í dag. Þeir sem rýna í skólastarf vita að stór hluti grunnskóla- nemenda kemur dag hvern í skólann sér að gagnslausu. Um leið og vitað er að margir nem- endur koma sér að gagnslausu í skólann liggur í augum uppi að þeir nemendur væru betur settir utan skólans. Þeir sem gera fjár- 14 hagsáætlanir skólanna, virðast hins vegar ekki vilja vita það og það sem verra er, þeir komast upp með það. Einhverra hluta vegna treystir almenningur skólunum fyrir börnum sínum, en hefur í mörg- um tilvikum enga ástæðu til þess. Stór hópur barna nýtur þess að fara í skólann og dafnar vel. Þó svo að hægt væri að búa þennan hóp mun betur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi er ekki ástæða til að óttast um þennan hóp. Hinn hópurinn er einnig stór, huldu- börnin, óhreinu börnin hennar „Einhverra hluta vegna treystir almenningur skólunum tyrir börnum sínum, en hefur í mörgum tilvikum enga ástœöu til þess.“ „Menntastefnan breytir ekki þeirri staöreynd aö mennta- og menningarmál eru í fjársvelti, sem á eftir aö reynast þjóöinni dýrkeypt." Evu, börnin sem enginn vill vita af. Þessi hópur kemur nær ólæs út úr grunnskólanum og er tilfinningalega illa á sig kominn. Hann gengur út í lífið með brotið sjálfstraust í veganesti eftir margra ára andlegt ofbeldi af hálfu skólans. Hvernig ætli barni líði sem er mjög illa læst á móðurmál sitt þegar það situr í skólanum og á að lesa á ensku og dönsku? Það eru nú liðin 20 ár síðan ég tók við mínum fyrsta nemenda- hópi, þá 18 ára gömul og rétt- indalaus. Þá fylltist ég reiði fyrir hönd íslenskra barna. Reiðin hef- ur vaxið jafnt og þétt eftir því sem ég hef kynnst innra starfi skóla betur. Hins vegar langar mig til þess að fagna þeirri breytingu sem orðið hefur á vinnubrögðum Menntamála- ráðuneytisins í tíð Svavars Gests- sonar. Menntastefna með fram- tíðarsýn hlýtur að vera forsenda

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.