Vera - 01.02.1991, Qupperneq 23

Vera - 01.02.1991, Qupperneq 23
GRUNNSKÓUNN Á KÓPASKERI Anna Helgadóttir segir frá skólastarfinu. Mynd: Anna Helgadóttir Þegar ég var beöin aö segja frá starfinu í Grunn- skólanum á Kópaskeri - á jákvœðan hátt - ákvaö ég aö skilja þaö þannig aö ég nánast megi ekki segja frá því sem ég tel miður fara. Þess vegna verður lítið minnst á galla og ókosti. Grunnskólinn á Kópaskeri, sem í eru börn á aldrinum 6-12 ára, tók til starfa haustið 1982 í nýju húsi - þá lagðist af gamla heiti skólans, Núpa- sveitarskóli. Við vorum þrjú búin að kenna nokkur ár við skólann og fylgdum með í flutningunum; þ.e. ég, Helga Björnsdóttir og skólastjórinn Pétur Þorsteinsson. Það vildi svo vel til að sumarið 1982 bauð K.H.Í. upp á námskeið sem nefndist „Breyttir kennsluhættir". Það sóttum við öll enda áformað að taka upp „breytta kennsluhætti" með haustinu - það gerðum við líka og það í þríhyrndu húsi. Haustið 1983 tók Iðunn Antonsdóttir til starfa og er hér enn ásamt okkur þremur sem fyrr eru nefnd. Fleiri hafa komið við sögu skólans um 'engri eða skemmri tíma en við þessi fjögur erum nánast talin tilheyra innréttingum hússins. Með setningu laga um grunn- skóla nr. 63/1974 (grunn- skólalögin) blésu ferskir vind- ar um hið íslenska skólakerfi í fyrsta sinn um langan tíma - °8 var ekki vanþörf á. Segja 'uá að þau séu í anda hug- 1T>yndafræðinnar barnið í brennidepli og mannúðarsál- tfæðinnar sem leggur áherslu á einstaklingseðlið og það að hver og einn þurfi að eiga val og verði að bera ábyrgð á eigin lífi. Það eigi að leiðbeina börnum og skapa þeim skil- yrði til að afla sér þekkingar - stýra þeim, ekki stjórna. í rauninni ræddum við aldrei hugmyndafræði út frá ákveðnum kenningum, en við vorum einhuga um að gera okkar besta til að uppfylla markmiðsgrein grunnskóla- laganna. Við vorum líka ákveðin í að notfæra okkur kosti fámennisins sem eru bæði býsna margir og stórir ef menn vilja sjá þá. Segja má að skólinn þ.e. skólahúsið þjóni mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu, sé nokkurs konar félagsheimili. Þar á Tónlistaskólinn t.d. inni, en þáttur hans er ómetanlegur í skólastarfinu. Skólinn er vissulega hús barnanna. Hús- inu er ekki lokað fyrr en klukkan 19 á kvöldin og krakkarnir geta verið þar eins og þeir kæra sig um. Þeim er treyst til að gera engar vit- leysur. Ég reyni ekki að ljúga því að aldrei hafi aðkoman verið öðruvísi en best verður á kosið, en ábyrgðartilfinning barnanna er það sterk að vísvitandi skemmdir hafa aldrei verið unnar. Reyndar lítur húsið ótrúlega vel út eftir átta ára notkun, jafnvel burt- séð frá „opnunartímanum". Einu sinni í viku er svo- kallaður valtími, þá gera 9-12 ára nemendur hver sína viku- áætlun. (Þau yngri velja að- eins til dagsins). Þetta er vinnusamningur sem bæði nemandi og kennari skrifa undir og er færður inn í dag- bók. Síðan er valið í dagbók- ina fyrir hvern dag og gerð skil að loknum vinnudegi. Valið er skráð og búnir til bundnir tímar ef með þarf, einkum í handmennt og tölvu. Hér er tölvukostur góður og hvert einasta krakkakríli lærir á tölvu - og leikur sér auð- vitað líka. Aftast í dagbókinni eru svokölluð vikulok. Það eru samviskuspurningar sem varða skólann og samskipti nemenda og þeir svara al- gjörlega á eigin spýtur. Það er þeirra sjálfsmat. Þeir eru bein- línis knúðir til að sjá sjálfa sig í samhengi við umhverfið. Með þessu fyrirkomulagi vinnur hver á eigin hraða og ber ábyrgð á eigin ákvörð- unum og lærir líka að nota réttindi sín innan þeirra marka sem samfélagið (skól- inn) setur. A þennan hátt teljum við okkur koma til móts við tvö afar þýðing- armikil atriði í markmiðs- greininni. Annars vegar að tekið skuli tillit til eðlis og þarfa hvers einstaklings og hins vegar að skólinn skuli búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. 23

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.