Vera - 01.02.1991, Síða 24

Vera - 01.02.1991, Síða 24
Fyrstu árin var Pétur skóla- stjóri illa haldinn af því sem ég hef gjarnan nefnt skemmti- legheitasýki og lýsti sér þann- ig að hann fékk hæfileikafólk og listamenn til að vera hér tímabundið og halda náms- skeið. Þetta urðu ógleymanleg tímabil. Vinnugleði, erfiði, ofurlítil geggjun og ánægja - ómæld ánægja - einkenndu þau og afraksturinn er öllum til yndisauka vítt og breytt um húsið. Þáttur aðkomumanna í störfum skólans er liðinn und- ir lok, liggur a.m.k. niðri sem stendur. Þar kemur fyrst og fremst til fjárhagsstaða sveit- arfélagsins undanfarin ár. Til að vega þar upp á móti hefur heimamaður verið fenginn til að kenna smíðar - halda nokkurs konar smíðanám- skeið og alls kyns vinnubrögð hafa verið felld undir hand- mennt, mikil áhersla hefur verið lögð á að setja upp stórar leiksýningar með krökkunum o.s.frv. o.s.frv. Ávinningur af svona vinnu er illa mælanlegur sam- kvæmt tugakerfinu eins og skólastarf er gjarnan mælt. Samstarf og virðing fyrir annarra vinnu eru t.d. þættir sem lærast. Auk þess að leika, spila og sýna sjálfur lærist að njóta þess sem aðrir gera. Svokallaður námsárangur hefur löngum verið talinn Akkilesarhæll opnu skólanna (er ekki dreginn í efa í hefð- bundnum skólum!). Við lítum ekki svo á að barnshöfuð séu ílát sem við verðum að fylla. Þess vegna er ítroðsla þekk- ingaratriða ekki þungamiðja námsins. Hér hefur verið lögð meiri áhersla á að efla ábyrgðartilfinningu og sjálf- stæða skoðanamyndun nem- enda. Meiri áhersla lögð á vinnubrögð en námsefnið sjálft. Samskiptahættir hafa verið þyngri á metunum en námsafköst. Að allir umgang- ist alla með fullri virðingu hvort sem viðmælandinn er barn eða fullorðinn, læs eða ólæs. Mér finnst ég geta fullyrt að hugtakið „tapari" er ekki til í okkar orðabók. Þarna held ég að við séum komin að kjarna málsins: Það að allir fái tæki- færi til að sýna hvað í þeim býr og fái að njóta sannmælis er það sem að er stefnt. Það hefur tekist að skapa ákveðið andrúmsloft í skólanum. Það er svo augljóst að þegar að- komubörn koma þangað hafa ókunnugir þekkt þau úr hópnum. Það segir sína sögu. Nýlega voru foreldrar hér spurðir hvernig þeir teldu þetta skólastarf hafa tekist, hvernig nemendum skólinn skilaði. Eitt svarið var: „Góðu fólki sem kann að vinna." Hvað umsögn gæti verið betri? Eg bara spyr. HÉR ER HÆGT AÐ LÁTA DRAUMINN RÆTAST Samtök fámennra skóla voru stofnuð árið 1989. Skóli telst fámennur þegar nemendur eru færri en 40-50 og sam- kennsla er mikil milli ár- ganga. Um þriðjungur af skólum landsins telst fá- mennur en í þeim eru aðeins um 2,64% grunnskólanem- enda. Tilgangur Samtakanna er m.a. að stuðla að aukinni sjálfsvitund kennara og efla samstarf og samskipti fá- mennra skóla. Samtökin hvetja til þess að fámennu skólarnir vinni meira saman og virki þá sem stærri eining- ar, t.d. með skólaheimsókn- um. Kennaraháskólinn hefur staðið fyrir tveimur nám- skeiðum fyrir kennara í fámennum skólum. f fram- haldi af því var farið í kynn- isferðalag til Noregs. Það er margt líkt með Noregi og íslandi, en Norðmenn hafa lagt alúð við þessa skólagerð og þróað hana. íslensku kennurunum var dreift í skóla og þeir urðu fyrir mikl- um áhrifum. Uppúr þessu Úr grunnskóla Austur-Eyjafjallahrepps. Myndir: Svanhvít Magnúsdóttir. myndaðist samstöðuhópur sem stofnaði Samtökin síðar. „Fámennu skólarnir voru að fara halloka, kennarar kvörtuðu undan einangrun í starfi og erfiðum vinnuað- stæðum. Samkennslan krefst þess að kennari hafi mikla faglega þekkingu á valdi sínu, hann verður í raun að geta kennt allt, spilað á gítar, hlaupið og samið skólaleik- rit" segir Kolbrún Hjörleifs- dóttir, skólastjóri Ketilstaða- skóla. Kolbrún, sem fór austur í Mýrdal að loknu kennara- prófi vorið 1982, segist verja þessa skólagerð. „Hér er hægt að láta drauminn ræt- ast. Það er bilun að halda að ein manneskja geti séð um 28-30 nemendur eins og er í flestum skólum í Reykjavík. Bekkirnir þar eru allt of fjölmennir og því erfitt að láta hlutina ganga upp. Börn- in þurfa meira uppeldi í skólunum og það þarf að bregðast við því. Það er kominn tími til að kljúfa skólana niður í smærri ein- ingar. Fámennu skólarnir eru þó alls ekki gallalausir. Það sem háir þeim fyrst og fremst er kennaraskortur og hin öru kennaraskipti. Sveitaskól- arnir hafa þótt hallærislegir og enginn viljað vera þar lengur en einn vetur. Það verður engin framvinda við slíkar aðstæður og þetta er óverjandi framkoma við blessuð börnin. Ef fólk með kunnáttu og áhuga ræðst til fámenns skóla þá er hægt að gera mikið. Fámennir skólar eru dýrustu perlurnar í ís- lensku skólakerfi, þar er hægt að láta hlutina ganga upp." RV 24

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.