Vera - 01.02.1991, Qupperneq 31

Vera - 01.02.1991, Qupperneq 31
Inger hefur stundað karate síðan vinur hennar vakti áhuga hennar á íþróttinni þegar hún var 16 ára. Hún hefur verið í kvennalands- liðinu í fjögur ár og hún varð Norðurlandameistari í Reykjavík fyrir rúmu ári. - Island er yndislegt land, sem hafði mikil áhrif á mig, sagði Inger án þess að hin hefðbundna how-do-you-like-Iceland spurn- ing væri lögð fyrir hana. En eina slæma minningu á hún frá Reykjavík. I lok keppninnar voru þær landsliðskonur að halda upp á góðan árangur sinn á Hótel Islandi, þar sem þær skáluðu duglega í kampavíni. Inger varð viðskila við hópinn og gekk því ein í átt að Holiday Inn. A móts við Hollywood fór drukkinn finnskur sjómaður að veita henni eftirför og trufla hana með dóna- legum athugasemdum. Þegar hún var komin út í móana á milli Suðurlandsbrautar og Sigtúns hrinti hann henni skyndilega út í skurð. - Þá hugsaði ég: Af hverju þarf ég endilega að lenda í nauðgara núna þegar ég er þreytt, full og á háhæluðum skóm? En ég fylltist svo mikilli heift og reiði að ég öskraði á manninn og jós yfir hann svívirðingum, svo hann hundskaðist í burtu. Þarna naut ég þess að vera vön að láta í mér heyra og taka stjórnina ef með þarf, þegar ég er að þjálfa unglingsstráka. Stundum er ég með 60 fimmtán ára nýbyrjendur I einu og þá er eins gott að hafa stjórn á hópnum. „Þá hugsaöi ég: Af hverju þarf ég endilega að lenda í nauögara núna þegar ég er þreytt, full og á háhœluö- um skóm?“ Inger Oja stundar líkamsrækt og innibandy (íshokký án íss og skauta) fyrir utan karate, sem hún æfir fimm til sex daga í viku, einn til tvo tíma á dag. Hún leggur meiri áherslu á að þjálfa vel en lengi, gætir sín að halda jöfnum og góðum hraða og einbeita sér til hins ýtrasta við hverja æfingu. Fyrir tveimur árum tók Inger þátt í heims- meistarakeppninni í Kairo. Þá vildu þjálfarar hennar láta hana keppa í léttavikt, því hún þykir of smávaxin í milliviktarflokki. Hún varð að léttast um sjö kíló á fjórum vikum og lifði á hrís- grjónum, túnfiski og frosnum banönum með kanel. Hún keppti þrisvar í léttavikt, með slæmum árangri, svo að hún byrjaði aftur að borða og fór yfir í sinn gamla flokk. - Þetta var bara orðin keppni við vogina. Ég var farin að finna fyrir einkennum anorexíu. Missti tíðirnar, það var ógeðslegt, segir hún. Kvennalandsliðið í karate hefur átt í erfiðleikum með að fá að komast á stórmót. Stjórn karate- samtakanna finnst þær ekki nógu góðar og skorta reynslu af stórum mótum. - En þá reynslu fáum við ekki ef við erum aldrei sendar. Við áttum ekki að fá að fara á heims- meistaramótið í Mexikó í haust. Fyrst sögðu þeir að það væru ekki til peningar. Þá fengum við fyrir- tæki til að styrkja okkur. En svo kom upp úr kafinu að það vant- aði ekki peninga, þeir vildu bara ekki senda okkur. Það er mjög mikill munur á því hvernig komið er fram við kvenna- og karlalandsliðið. Okkar vinna og árangur er aldrei metinn. Við verðum að vera betri en strák- arnir til þess. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að lesa kvennasögu, segir Inger Oja Norðurlandameistari kvenna í karate. BÁ AUGLÝSING UM Lokið er ólagningu fasteignagjalda í Reykjavík árið 1991 og verða álagningarseðlar sendir út nœstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrsta greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjaldanna eru 15. janúar, 1. mars og 15, apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hœgt að greiða gíróseðlana í nœsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upp- lýsingar um álagningu gjaldanna, sími 18000. FASTEIGNAGJOLD Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lœkkun á fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlut- fallslega lœkkun fyrir árið 1991. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, vœntanlega í mars- eða aprílmánuði, og úrskurða endanlega um breytingar á fasteigna- skattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lœkkun en eiga rétt á henni samkvœmt þeim reglum sem borgarstjórn setur sbr. 4. mgr. 5 gr. 1. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöðu, ef um breytingu verður að rœða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 8. janúar 1991. 31

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.