Vera - 01.02.1991, Síða 33

Vera - 01.02.1991, Síða 33
UR LISTALIFINU sýningar og fer yfirleitt út einu sinni á ári. Þannig aö þaö er alveg hœgt aö vinna sem lista- rnaöur á Akureyri? Ja, ég allavega reyni það, en auðvitað saknar rnaður svipt- inga. Tekst þér aö lifa eingöngu á listinni? Já af því að ég hef víðan grundvöll og ég geri allt mögulegt, bæði stórt og smátt. Ef ég væri bara að gera ein- hverja stóra hluti rnundi ég ekki geta það. En ég dreifi mér allt frá eyrnalokkum í vaska. Eg aðlaga mig markaðnum en er samt frjáls. Ég bý ekki eitthvað til bara af því að ég veit að það selst. Ég hef verið heppin. Ég veit að ef ég gerði eitthvað einhæft þá gengi það ekki upp. Ég safna sosum engum sjóðum, en þetta gengur. Hinsvegar er vinnuaðstað- an ekki nógu góð og óþægi- legt að vera svona dreifð milli heimilis, verkstæðis og búðar. Eg veit aldrei hvar neitt er. Tíminn mun nýtast mun betur þegar við flytjum. Ég er allt of lítið heima og vinn oft á ókristilegum tíma. Ég sef iðu- lega hér á gólfinu innan um allt rykið þegar mest er að gera! A Svalbarðseyri fæ ég meiri birtu, við þurfum reyndar að byggja við húsið, fyrir ofnana. Nágrannarnir hér eru fjarskalega almenni- Hgir og umbera t.d. fýluna sem kemur þegar ég er að brenna ragú. Þá lyktar öll gatan eins og sinubruni! Nú eruö þiö bœði leirlista- úienn, er samkeppni milli ykkar hjóna? Nei, hjá mér er þetta ástríða og mér finnst þetta skemmtilegra en honum. Það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér en þetta. Heinrik hefur leirað miklu minna, en hann gerir ýmislegt annað. Við höfum einstaka sinnum unnið saman en hann segir að það sé óþol- andi að vinna með mér því að eg troði mér á öll borðin, sem eru sjö eða átta! Mér finnst gott að vera með mörg verk í gangi og geri oft eitt á meðan ég hugsa um annað. Ég er kannski á einu borði að setja hanka á bolla og með eitthvað allt annað á öðru borði. Heima gríp ég svo í nælur og lokka, ég get aldrei setið aðgerða- laus! Heinrik snýst í kringum mig! Hann er í búðinni, sér um útréttingar og vinnur í húsinu. Hann hefur kennt tvisvar eða þrisvar sinnum sem gestakennari í Myndlista- og Handíðaskólanum. Ég gæti ekki unnið svona mikið ef hann hjálpaði mér ekki eins mikið og raun er. Ertu að fara úr nytjalist í „al- vörulist"? Nei. Mér finnst nytjalistin nauðsynleg og alveg hræði- legt ef ekki er falleg nytjalist í landinu. Mér finnst gaman að sjá fólk nota fallega hluti dags daglega. Ég geri það sjálf. Mér finnst gaman að gera nytjalist og gott að blanda þessu sam- an. Það er litið niður á nytja- list, hún þykir ekki eins fín og til dæmis það að gera skúlp- túra. Sumt vegur salt hjá mér milli nytjalistar og „listar". Ég vinn mikið og yrði fljótt leið á því ef ég væri alltaf í því sama. Listin rnætti vera rneiri þáttur í daglegu lífi. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve lífið væri fátæklegra ef ekki væri fyrir listina. Sumir sem koma í búðina til mín kvarta yfir því að úrvalið sé ekki nógu mikið. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að ég er ekki verksmiðja! Nú tröllríða nœlur og lokkar markaðnum. Er þetta list eöa föndur? Hver og einn verður að dæma um það, ég treysti mér ekki til þess. Hvað er list? Næla getur verið fallegur hlutur þó hún sé ekkert stórkostlegt lista- verk í sjálfu sér. Það skiptir engu hvort hún flokkast undir föndur eða annan gjörning ef útkoman er góð. Er sýning á döfinni? Ég hef haldið eina einka- sýningu í Gallerí List í Reykja- vík. Eg varð að vinna hana með öllu öðru og það var bæði stressandi og erfitt. Ég ætla að sýna '91 og vil gefa mér tírna fyrir þá sýningu, sem getur orðið erfitt. Það er stundum hringt mikið og kvabbað svo ég get sjaldan kúplað mig út og unnið að sýningu. En það er jú kvabbið sem heldur í mér lífinu! Þú notar stundum fyrir- myndir úr Riddarateppinu á Þjóöminjasafninu... Já mér finnst svo gaman að skoða gamlan útskurð og út- saum. Ég hef líka tekið munst- ur af gömlum öskum og skoða oft útsaumsbókina. Ég geri þetta ekki til að vera þjóðleg heldur finnst mér þetta fallegt og enn þá meira gaman af því að það er gamalt íslenskt handverk. Þetta er þjóðlegur arfur sem allir mega nota. Ég sé aö þú hnoöar í vél, er öll rómantík aö hverfa úr leirkerasmíðinni? Mér finnst alveg fáránlegt að standa og berja leirinn í tvo klukkutíma og vera uppgefin og þreytt og að drepast í baki og úlnliðum. Það er bara til trafala að handhnoða. Aður fyrr fór fólk í mjöðmunum á miðjum aldri. Maður á ekki að gera sér hlutina of erfiða. Ef eitthvað er þá er leirinn betri úr vélinni. Hvemig vinnur þú? Ég er oftast búin að skipu- leggja það sem ég ætla að gera. Leirinn má ekki bíða of lengi. Það verður að klára allt á réttum tíma. Ég verð því oft að vinna um helgar til að ljúka verkefnum. Ég á oft erfitt með að stoppa, vera bara með lítið í gangi í einu og ljúka því. Nú er ég t.d. að klára brúna leir- inn, svo ætla ég að byrja á þeirn hvíta. Ég vinn alla daga og öll kvöld. Ég verð að passa mig á því að vera ekki alltaf að leira. Ég tek mér yfirleitt gott frí eftir jólin og fer eitthvað í burtu - jafnvel í mánuð, ann- ars yrði ég vitlaus! Það er þannig með leirinn að því rneir sem maður vinnur því betur æfist maður og vinnur þar af leiðandi betur og verð- ur fljótari. Þetta er mín vinna og mér finnst hún mjög skemmtileg. Þetta er það sem mig langar til að gera. Það er sjaldan sem ég nenni ekki að fara að vinna. Ef ég er algjörlega ómöguleg þá byrja ég á því að taka til - sem er ekki oft! Svo rýk ég í eitt- hvað. Mér hættir til að vera með of rnikið í einu. Það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir því að andinn komi yfir mann. Þetta er æfing og ástundun. Og agi. RV 33

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.