Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 39

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 39
ARSRIT ER FLYTUR RITVERK KVENNA Bókmenntatímaritið Embla kom út árin 1945, 1946 og 1949. Ritið, sem er veglegt, flutti eingöngu ritverk kvenna í bundnu og óbundnu máli og fjöldi ljósmynda og teikninga prýða verkið. Ritstjórar og ábyrgðarmenn voru þær Valborg Bentsdóttir, Karólína Einarsdóttir og Valdís Hall- dórsdóttir. í ávarpi frá rit- stjórum segir meðal annars: /,Tilgangur Emblu er að birta sem fjölbreyttastar ritsmíðar kvenna, fornar og nýjar. Einkum nntnum við gera okkurfar um að ná til þeirra, sem annars myndu ekki koma verkum sínum á fram- færi." Ritstjórarnir auglýstu eftir áður óprentuðum ljóðum eða vísum, smásögum, minning- urn, ferðasögum og frásögum úr daglegu lífi sem þær töldu að margar konur ættu í fórum sínum. „Okkur væri það sér- staklega kærkomið, ef aldraðar konur vildu skrifa fyrir okkur viinningar fráyngriárum sinum með lýsingum á lifnaðarháttum þeirrar kynslóðar, sem nú er að kveðja." Ernbla birtir mörg ljóð t.d. eftir Theodóru Thoroddsen, Ólínu Andrésdóttur, Ólöfu á Hlöð- um, Halldóru B. Björnsson og systurnar Málfríði og Sigríði Einarsdætur. Með ljóðum Málfríðar í 1. árg. Emblu er Ijósmynd af málverki Fann- eyjar Jónsdóttur af Málfríði, líklega málað úti í Kaup- mannahöfn 1925. Málfríður Segir í bók sinni Samastaður í tilverunni að myndin sé „af cinmanalegri sál, gerð af vanefnum en samt af list, og glataðist hún í Borgarnesi, því þar þekkti enginn á rnynd." Smásögur eftir ýmsa höf- unda eru í Emblu t.d. Þórunni klagnúsdóttur og Valborgu Bents. Ýmsar konur sendu inn minningabrot og má nefna mjög skemmtilega grein eftir Ólöfu Arnadóttur: „Dansað í Dahlem". Ólöf fór á leik- fimisskóla í Þýskalandi haust- ið 1931 þar sem hún lærði m.a. sund, útiíþróttir, sportsnudd og leikfimi. Fastur þáttur er í Emblu um íslenskar skáldkonur þar sem ein til tvær skáldkonur eru kynntar í senn og birt eitthvað úr verkum þeirra. Embla minnist einnig ýmissa skáld- kvenna t.d. Torfhildar Holrn á aldarafmæli hennar og Ólínu Jónasdóttur og Höllu Lofts- dóttur þegar þær urðu sex- tugar. Minningarorð eru t.d. um Huldu og Laufeyju Valdi- marsdóttur. Stutt viðtal er við Kristínu Sigfúsdóttur í tilefni af sjötugs afmæli hennar 1946. Birtur er kafli úr leikriti hennar „Tengdamömmu" sem Kristín skrifaði árið 1920 og var sýnt víða um land t.d. hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1926-7. Kristín var aðeins fjögurra til fimm ára þegar hún fór að „hnoða saman vísum" og hún fór snemma að skrifa sögur og leikrit sem þau krakkarnir léku í baðstofu- endanum á bænum. Fyrir giftingu skrifaði Kristín mörg „einnota" leikrit sem hún æfði til sýninga í sveitinni og brenndi að sýningu lokinni. Það var ekki fyrr en Kristín var um fertugt sem eitthvað var gefið út eftir hana. Hún skrifaði skáldsögur, leikrit, smásögur, endurminningar og fjölda erfiljóða. Kristín, sem eignaðist sex börn, er m.a. spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi ekkert skrifað á meðan börnin voru ung. Hún svarar því neitandi: „Ekkert, fyrr en þau elztu náðu mér í öxl. Það sótti ekki mikið á mig á þeim árum. Ég hafði líka nógu að sinna. ..." Þegar hún er spurð um samkomulag húsmóður- innar og skáldkonunnar segir hún að það hafi aldrei gengið hávaðamikið, „en stundum urðu nokkuð hörð átök. Mest langaði mig til að skrifa á morgn- ana, en þá hafði ég ekki tima til þess." Aðspurð segist hún ekki halda að hún myndi leggja út á skáldabrautina að nýju ef hún væri 20 ára heldur myndi hún byrja að læra eitthvað. Embla efndi til verðlauna- samkeppni árið 1945 um bestu smásöguna og hlaut Ragnheiður Jónsdóttir fyrstu verðlaun fyrir sögu sína: Drengurinn minn. Næstbesta sagan sem var send inn: „Samt sem áður" reyndist líka vera eftir Ragnheiði. Einnig eru lausavísur og bókafregnir fastir liðir í Emblu. 1 bókafregnum er getið um frumsamdar bækur eftir konur, en árið 1944 voru gefnar út 9 bækur eftir konur en 13 árið 1945. Embla birtir oft brot úr lesendabréfum og árið 1946 skrifar Kvenrétt- indakona: „... Eg er ekki viss um, að það sé af eðlismismun, hve fáar konur stunda ritstörf, samanborið við karlmenn. Mér finnst eftirtektarvert, að margar konur, sem hafa nálgazt það að vera taldar rithöfundar, hafa verið sjúklingar og dvalizt á hælum. Þetta finnst mér benda til þess, að það séu fyrst ogfremst heimilisstörfin, sem koma i veg fyrir andlega iðju kvenna. Má vera, að sumum þyki það með- mæli meðheimilisstörfunum...." RV Heimildir: Embla 1945-49 Helga Kress: Um konur og bókmenntir Draumur um veruleika. Rvk 1977 Málfríður Einarsdóttir: Samastaður i tilverunni. Rvk. 1977 Sigrún Sigurðardóttir: íslensk kvenna- blöð og tímarit 1891-1985, Skrá með umsögnum Ópr. BA ritgerð í Bóka- safnsfræði við HÍ, okt. 1985 Soffía Auöur Birgisdóttir: Skyldan og sköpunarþráin í Sögur íslenskra kvenna 1879-1960, Rvk. 1987. Ólöf Dagmar Árnadóttir að gera leikfimisœfingar. 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.