Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 14
Margar Ijósmæður sem útskrifuðust upp úr 1980 og krossuðu sig í bak og fyrir þegar minnst var á heimafæðingar eða frönsku aðferðina, hafa vent sínu kvæði í kross og leggja nú óherslu á að fæðing sé nóttúrulegur atburður, en ekki sjúkdómur. HUGARFARSBREYTING Hin síðustu ár hefur kveðið nokkuð við annan tón hjá ljós- mæðrum. Margar ljósmæður sem útskrifuðust upp úr 1980 og krossuðu sig í bak og fyrir þegar minnst var á heimafæðingar eða frönsku aðferðina, hafa vent sínu kvæði í kross og leggja nú áherslu á að fæðing sé náttúrulegur atburður, en ekki sjúkdómur. Með þessari hugarfarsbreytingu hafa þær lagst á sveif með Fæð- ingarheimili Reykjavikur sem var tvimælalaust brautryðjandi í þró- un fæðingarhjálpar hér á landi. Þar voru nýjar og manneskjulegar hugmyndir um umhveríi fæðandi kvenna hafðar að leiðarljósi. Fæð- ingarheimilið var mjög vinsæl fæðingarstofnun á sjöunda og áttunda áratugnum en eftir að Kvennadeild Landspítalans tók til starfa 1976 fór að halla undir fæti og fæðingum fór ört fækkandi. Starfsaðferðir og hugmyndafræði Fæðingarheimilisins áttu erfltt uppdráttar og á vissan hátt var alið á fordómum í garð heimilisins. Sífellt meiri áhersla var lögð á nauðsyn öiyggis- og tæknibúnaðar við fæðingu og hamrað á því að Fæðingarheimilið væri ekki eins öruggt og fæðingardeildin. Ljós- mæðraskólinn er staðsettur á Landspítalanum og ljósmæðra- nemar heimsóttu jafnvel ekki Fæðingarheimilið og vissu því lítið um starfsemi þess. Það hlýtur að vera gráglettni örlaganna sem ræður því að loks þegar augu sífellt fleiri ljósmæðra og barnshafandi kvenna hafa opnast fyrir því hve mikilvægur hlekkur Fæðingar- heimilið er í því að þróa nýjar hugmyndir um fæðingarhjálp og umhverfi fæðandi kvenna tekur ríkisstjórnin það af þeim og beinir þar með öllum fæðingum inn á hátæknivædda spítala. Það er furðulegt að mennirnir með niður- skurðarhnífana skuli ekki hafa gert sér grein fyrir að það er hægt að ala börn í heiminn á mun ódýrari hátt. 14 Ljósm.: Þórdís Agústsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.