Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 11

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 11
beinbrotum og verkjum í kjölfar beinþynningar. Hinsvegar eiga alls ekki allar konur á hættu að beinbrotna. Talað er um konur innan og utan áhættuhóps. Kon- um í áhættuhópi er ráðlagt að taka hormónalyf til að seinka beinþynningu og koma í veg fyrir beinbrot. í áhættuhópi eru konur sem hafa reykt. haft mörg börn á brjósti, hafa búið við lélegt matar- æði um langan tíma, sérstaklega hvað varðar kalkinntöku og D- vítamín og þær sem eiga ná- komna ættingja sem hafa fengið beinþynningu. Því miður kemur hormónalyfjameðferð ekki í veg fyrir beinþynninguna. Meðferðin tefur ferli beinþynningar og slæmum beinbrotum fækkar. Hvað geta konur gert sjálfar? Svarið er einfalt: Lifað heilbrigðu lífi. Svo einfalt er nú það. Alls staðar dynja á okkur predikanir um gildi þess að borða hollan og góðan mat í hæfilegu magni, hreyfa sig reglulega dag hvern, forðast eiturefni eins og tóbak og áfengi, sofa reglulega, hætta að leggja ofurkapp á efnisleg gæði og innantóma hluti en huga betur að því að rækta okkur sjálf, um- hverfið og börnin okkar. Þessar predikanir eru allar réttar og við ættum að fylgja þeim. Það er trú mín og fjölmargra annarra, að margir kvillar sem hrjá vestur- landabúa hyrfu ef við breyttum lifnaðarháttum okkar. Flestum konum á tíðahvörfum gagnast þessi ráð. Til eru þó konur sem verða illa haldnar (þrátt fyrir mjög hollt og gott líferni (!), því líkaminn er ekki óskeikull) og fyrir þær konur er sjálfsagt að taka hormón. Það er gott ef tekist hefur að framleiða fyf sem slær á einkenni og hefur ekki slæmar aukaverkanir í för með sér. Við eigum að nýta okkur þær fram- farir sem orðið hafa í lækna- vísindum. Svo notuð sé gömul klisja, þá eigum við að nýta okkur tæknina á okkar forsendum og ég held hreinlega að konur séu ekki tilbúnar til að taka undir það sjónarmið að stærsti hluti þeirra þarfnist meðhöndlunar vegna eðlilegra líkamsbreytinga. Ég get ekki sungið með Önnu Inger Eydal að „hormónarnir lengi liiið" (haft eftir henni í fyrrnefndri blaðagrein). Tiðahvörfin drepa nefnilega engan, mér vitanlega. Hinsvegar geta hormónar eílaust bætt gæði lífsins í nokkur ár hjá sumum konum. Þegar við göngum í gegnum tíðahvörfin erum við upp á okkar besta. Ég hlakka til að lesa bækur og blaðagreinar sem bera titla eins og „Líf mitt eftir tíðahvörf'; „Hún lauk doktorsprófi eftir tíða- hvörf' eða „Maraþonhlaup eftir tíðahvörf'. □ Teikning: Margrét Laxness. Þess má geta aö bókin Á besta aldri eftir Jóhönnu Sveinsdóttur og Þuríði Pálsdóttur, sem gefin var út árið 1987, stendur enn fyrir sínu og þar eru gefín mörg dœmi um hvernig konur eigi að takast á við breytingaskeiðið. Hollráð Ætlar þú að veita veðleyfi í þinni íbúð ? Hafðu þá í huga, að veðleyfi jafngildir í raun ábyrgð á viðkomandi láni. Ef lántakandinn greiðir ekki af láninu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð, því standi skuldari ekki í skilum ^ er andvirði íbúðar þinnar notað til að greiða lánið. GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI ? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálíur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA C^l HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.