Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 12
, „MEÐ ÞRAUT SKALT ÞÚ BÖRN FÆÐA" Frá örófi alda hafa konur viljað lina þjáningarnar sem Guð lagði á Evu í refsingarskyni þegar hún gaf Adam ávöxtinn af Skilnings- trénu og óhlýðnaðist þar með hinum almáttuga. Samkvæmt fornum heimildum ólu konur börn sín standandi, krjúpandi, sitjandi á hækjum sér eða í sérstökum fæðingarstól. Konur bjuggu yfir þekkingu til að deyfa sársauka og kunnu ótal ráð til að auðvelda meðgöngu og fæðingu. Þegar læknavísindunum óx fiskur um hrygg fóru þau að seilast æ meir inn á þetta yfirráða- svæði kvenna. Fýrsta konan sem fæddi barn sitt liggjandi á bakinu var maddama de Montespan, ást- kona Lúðvíks 14. Hann vildi fylgj- ast með fæðingunni (hímandi bak við hengi) og var þessi stelling þægilegust fyrir hann. Um miðja 17. öld fundu tveir franskir bræð- ur upp fæðingartangirnar, en það er auðveldast að nota þær þegar konan liggur útaf. Viktoría drottn- ing er talin fyrsta konan í Englandi sem notaði klóróform þegar hún var að fæða. Svæfingar ýttu enn frekar undir hinn nýja sið að konur fæddu liggjandi á bakinu eða hliðinni. „í litla barninu liggur framtíð heimsins. Móðirin verður að halda því þétt upo að sér svo að pað skilii að heimurinn er þess. Faðirinn verður að leiða það upp á hæsta fjallið svo að það megi sjó hvernig heimurinn lítur út." Orðatiltœki frá Maja-indjánum. Þessar nýju fæðingarstellingar urðu bráðlega allsráðandi. Þær hentuðu best þeim sem aðstoð- uðu við fæðinguna, en konan sjálf lá á bakinu og gat sig varla hrært. Þannig varð konan gerð að óvirkum þátttakanda í fæðingu barns síns. Eftir að sjúkrastofnunum íjölgaði hér á landi, héldu tækni og sí- aukin lyíjagjöf innreið sína og æ meiri áhersla var lögð á að konur fæddu börn sín á sjúkrahúsum í stað heimahúsa. Heimafæðingum fór sífækkandi „af öryggisástæð- um“ og flestar ljósmæður vinna nú á fæðingarstofnunum eða við mæðraeftirlit. Starf ljósmóður- innar breyttist. „Ljósan“ sem tók á móti barninu heima, heimsótti sængurkonuna nokkuð þétt fyrstu dagana, vigtaði ungann og gerði allt annað sem til þurfti (hellti jafnvel upp á kaffi og rak krakkaskarann út), fór að vinna mun einhæfari vaktavinnu og bast móður og barni öðrum böndum. Þessi persónulega og einstæða lífsreynsla fer nú fram á færi- bandi fæðingardeildanna í stað svefnherbergisins heima. 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.