Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 18
Ljósm. Anna Fjóla
Þessa dagana standa yfír stífar
æfingar hjá Kórskóla Margrétar
Pálmadóttur í Kramhúsinu því
Kórskólinn ætlar að halda jóla-
tónleika í Kristskirkju 10.
desember og æfingartíminn er
vel notaður. Lagavalið er fjöl-
breytt og með því leitumst við
við að færa frið og helgi jóla-
hátíðarinnar inn í hjörtu tón-
leikagesta.
En þetta verða væntalega
síðustu tónleikarnir sem þessi
hópur stendur að undir merki
Kórskólans þvi um áramót
stendur mikið til, þá ætlum við
að stofna formlega Kvennakór
Reykjavíkur. Það hefur lengi
verið draumur kórstjórans okk-
ar Margrétar Pálmadóttur að
stofna kvennakór hér í Reykja-
vik og síðasta vor stóð Kór-
skólinn fyrir miklum tónleikum
í Langholtskirkju til stuðnings
Stígamótum. Þá fengum við til
liðs við okkur stúlkur úr Flens-
borgarkórnum í Hafnariirði og
einnig Barnakór Grensáskirkju
en þetta eru hvort tveggja kórar
sem Margrét stjórnar og úr
þessu varð einn heljar stór og
glæsilegur kór. Þegar Karlakór
Reykjavíkur frétti af þessu
framtaki okkar sem við kölluð-
um „Konur syngja fyrir konur“,
þá sendu þeir okkur kveðju og
buðust til að koma og vera
gestasöngvarar hjá okkur og
sýna þannig hug sinn í verki.
Þið getið nærri hvort við urðum
ekki glaðar! Tónleikarnir gerðu
okkur kleift að færa Stiga-
mótum álitlega fjárhæð sem við
erum mjög stoltar af. Það var
svo í framhaldi af þessu að hug-
myndin um að stofna Kvenna-
kór Reykjavíkur kom upp og
það var auðvitað sjálfsögð kurt-
eisi að spyrja herramennina í
Karlakórnum hvað þeim þætti
um nafngiftina. Á næstu æflngu
var okkur sagt að „Karlakór
Reykjavikur" sendi „Kvennakór
Reykjavíkur" bestu kveðjur, svo
þar með var þetta ákveðið.
Við höfum notað haustið til
undirbúnings og biðjum söng-
elskar konur um að hafa nú
augu og eyru opin því við
munum hafa inntökupróf í
kórinn í janúar. Nú leitum við
að góðum og þjálfuðum rödd-
um til að taka þátt í þessu
ævintýri með okkur. Jafnhliða
þessu mun Kórskólinn í Kram-
húsinu halda áfram að þjálfa
konur í söng og þar með til
inntökuprófs.
Ein konan úr kórnum hafði
þetta að segja þegar hún var
spurð af hverju hún væri í
kórnum: „Það er svo gaman að
syngja og að heyra röddina sína
hljóma í stórum samhljóm með
fjölda annarra radda er alveg
stórkostlegt. Ég vil halda því
fram að það sé líkamlega hollt
að syngja, ég hef ekki orðið veik
í einn dag hvað þá meira, síðan
ég byrjaði. Ég held að það séu
hljóðbylgjurnar sem maður fær
yflr sig á æflngum, að ég tali nú
ekki um hvað þetta er gott fyrir
sálina. Það er líka alveg ótrúlegt
hverju hún Margrét fær áorkað
með allsendis óvanar konur.
Hún hikar ekki við að lesa
okkur pistilinn ef við vöndum
okkur ekki alveg fram í flngur-
góma allan tímann, en það er
líka jafngaman að sjá og heyra
viðbrögðin hjá henni þegar við
stöndum okkur vel. Margrét er
mjög vel menntaður músikant
og það er svo sannarlega þakk-
arvert þegar fólk sem hefur
verið í söngnámi erlendis í mörg
ár vill koma heim og vinna með
okkur sem heima sitjum. Því
hún hefði, eins og svo margir
aðrir íslendingar, vel getað verið
áfram úti þar sem tækifærin
bjóðast og listamenn eru metnir
að verðleikum. Þess vegna er ég
þakklát fyrir tækifærið að fá að
taka þátt í þessu.“
Kórskólinn æflr í Kram-
húsinu á mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 21 til 22:30
og æflngar eru öllum opnar sem
vilja koma og hlusta. □
Með kveðju frá kórnum,
Dóra Eyvindar
18
REYKJAVIKI