Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 20

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 20
Oft er í senn skemmtilegt og fróðlegt að skoða á hvern hátt matarvenjur einstakra fjöl- skyldna verða til. Þannig háttar til að foreldrar mínir bjuggu í Kaupmannahöfn fyrstu æviár mín. Þessi vera fjölskyldunnar hafði mjög afgerandi áhrif á uppeldi litlu drengjanna sem fæddust þó ekki fyrr en eftir komuna heim frá landi herra- þjóðarinnar. Til dæmis var Andrés Önd alltaf keyptur, að sjálfsögðu á dönsku og var Andrés í huga barnanna alla tíð danskur. Oftsinnis á kvöldin er drengirnir voru komnir þvegnir og nýstroknir upp í rúm, lögðust pabbi eða mamma hjá þeim og sögum Andrésar var snarað á íslensku. Mamma tileinkaði sér danska matargerðarlist og heima mátti oft sjá á borðum mat sem ekki var algengur á íslenskum heimilum. Það sem þó skarar framúr í minningu barnsins er þegar pabbi hámaði i sig af mikilli græðgi súrsaðar grisatær. Ég var þó ekki ein um að finnast þetta ógeðfellt þvi bræður mínir urðu hálf skelkaðir þegar pabbi þeirra gerði það sem ein merkasta persóna Andrésblaðanna þráði mest af öllu, að úða i sig grísa- tám. Og smá stund var sjálfur Stóri Grimmi úlfurinn staddur heima í eldhúsinu okkar. Nú spyrjið þið eflaust hvað þetta komi jólamat við. Þannig er mál með vexti að undanfarin ár hef ég þróað íslenskt-alþjóðlegt jóla- borð. Á þessu jólaborði ægir öllu saman: islenskt hangikjöt og laufabrauð, norræn sild og rúg- brauð, rækjutartaletturnar henn- ar mömmu, kjúklingasalatið hennar ömmu og baunasalat jurtaætunnar. Það hefur lengi verið draumur minn að súrsaðar grísatær væru einn réttanna á borðinu, en mig skortir enn kjark til að horfast í augu við Stóra Grimma Úlfinn við mitt eigið jólaborð. Eitt af hnossgætum þessa borðs er eplakryddsulta borin fram með lifrarfrauði (paté). Uppskriftin að eplakryddsultunni er sænskætt- uð. Vinkona mín bjó í herragarðs- legu tvibýlishúsi úti á miðjum akri í Sviþjóð. Húsið var ákaflega notalegt og gamalt að hluta til með viðbyggingu í sama stíl. Lítill og gróðursæll garður var við húsið og þar ræktaði vinkona mín alls kyns góðgæti. Eitt sinn er ég kom í heimsókn til hennar var hún svolítið örvæntingarfull, sem ekki er nú líkt hennar geðslagi. Þegar hún var búin að sýna mér alls kyns koppa og kyrnur um húsið, að baðkerinu meðtöldu, öll sneisa- 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.