Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 21

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 21
full af eplum, skildi ég örvænt- ingu hennar. Af því að þetta er nú hin mesta kjarnakona lét hún að sjálfsögðu ekki bugast á þessari erfiðu stundu. Hún settist niður og fletti í öllum kokkabókum og slúðurblöðum sem hún fann i leit að eplauppskriftum. Svo dögum skipti voru bakaðar bökur, soðið niður og búin til eplamús. Eitt mesta snilldarverk hennar eftir þessi átök var eplakryddsulta, eða „eplachutney" eins og eldhús- meistarar mundu kalla það. Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar en ég hef ávallt framleitt þessa sultu fyrir jólin, til eigin nota og sem jólaglaðning fyrir ættingja og vini. Undanfarin tvö árin hefur framleiðslan aukist til muna. Kvenfélagið í hreppnum mínum heldur árlega rómaðan jólabasar og er sultan að verða fastur liður þar. EPLAKRYDDSULTA 1 kg epli 5 dlsykur 2 dl rúsínur 1 msk sinnepsfræ 2 rif hvítlaukur 3 tsk karrý 1 tsk engifer 2 dl eplaedik 1 laukur Epli og laukur eru skorin í bita, og hvítlauksrifin press- uð. Svo er öllu skellt í vænan pott og látið malla vel og lengi. Ég fór að sleppa rúsínunum þegar ég tók eftir því að þær urðu alltaf eftir þegar var komið neðarlega í krukkuna, en það er að sjálfsögðu smekksatriði. Sultan er orðin góð eftir 2 vikur á krukkum. Hún er sérstaklega góð með kæfum og villibráð. Það lifrarfrauð eða „paté“, sem ég hef oftast búið til er ættað frá vinkonum í marga liði. Einhvern veginn hefur læðst að mér sá grunur að frauð þetta sé einnig sænskættað. Sú ályktun er íyrst og fremst dregin af þvi að á stöku stað i uppskriftinni bregður fyrir erlendum slettum sem fljótt á litið virðast sænskar. í fyrsta sinn sem ég bragðaði þetta dásamlega frauð hjá vinkonu minni var ég búsett i kaupstað austur á landi. Ég náði að véla út úr henni uppskriftina sem hún hafði nælt í hjá annarri vinkonu sinni. Ekki er mér hins vegar kunnugt um á hvern hátt sú kona komst yíir uppskriftina, en ég hef vonað heitt og innilega alla tíð, að um mikla leyndarmáls uppskrift sé hér að ræða. Vöruúrvalið var stundum takmarkað í kaup- staðnum mínum, svo uppskriftin varð lljótlega vinsamleg búsetu- 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.