Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 4
FRIÐARVERÐLAUN NOBELS 1992 HEILL ÞÉR RIGOBERTA MENC rórnarlömb styrjalda eru í vEixandi mæli almennir borgarar og ekki síst konur og börn. Fremur en að velja sér hlutskipti hinna þöglu þolenda hafa konur löngum verið frumkvöðlar og sterkir málsvarar friðar. Sam- kvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru mannréttinda- og friðarhreyfingar um viða veröld bornar uppi af konum. En það gildir það sama og um umhverfisverndarhreyfingar þar sem konur eru lika fjölmargar, fáar konur njóta viðurkenningar fyrir mikilvægt framlag sitt til friðar. Friðarverðlaun Nóbels hafa verið veitt frá árinu 1901. Á þeim tíma hafa verðlaunin einungis runnið sjö sinnum til kvenna: Bertha von Suttner 1905 Jane Addams 1931 Emily Greene Balch 1946 Mairead Corrigan og 1976 Betty Williams 1976 MóðirTeresa 1979 Alva Reimer Myrdal 1982 Aung San Suu Kyi 1991 Á árinu 1992 voru þó friðar- verðlaun Nóbels veitt konu í áttunda sinn, Rigobertu Menchú Tum frá Guatemala. En hver er þessi Rigoberta? Hún er fædd 9. janúar 1959, af ættum Quiché-indjána af Mayaþjóðílokki. Á bernsku- og unglingsárum vann hún við jarð- yrkjustörf með fjölskyldu sinni, á hálendinu eða við Kyrrahafs- ströndina þangað sem fólk á öllum aldri sótti vinnu á kaffi- ekrum. Um 80% þjóðarinnar eru ólæs og eiga ekkert land en verða að vinna á kaffiekrum fyrir tæpar 60 kr. á dag. Rigoberta varð snemma virk í félagslegu um- bótastarfl innan kaþólsku kirkj- unnar og fékk ábyrgðarstöðu innan kvenna- hreyfingar hennar. Starf hennar mætti fljótlega andstöðu ráðandi afla, einkum eftir að vart var við skæruliðasamtök á því svæði sem hún bjó. Fjölskylda hennar var ásökuð um þátttöku í samtökunum og faðir hennar hnepptur í fangelsi og pyntaður. Hann og Rigoberta gerðust síðar meðlimir í einingarsamtökum bænda. Bróður Rigobertu, föður og móður var öllum misþyrmt og þau tekin af lífi af hernum og öryggissveitum og fleiri úr fjölskyldu hennar fóru sömu leið. Rigoberta varð æ virkari í staríl einingarsamtaka bændanna, lærði spænsku og aðrar mállýskur Maya-indjána en sína eigin. Hún varð einn af leiðtogum í mikilvægu verkfalli einingarsam- takanna 1978 þegar þau börðust fyrir betri kjörum til handa landbúnaðarverkafólki á Kyrrahafsströndinni. Svo var hún virk í mót- mælagöngu 1. maí 1981 og gerðist meðlimur í andófsfylkingu sem kennd var við 31. janúar. Þar var meginstarf hennar að kenna verkafólki af indjánaættum að standa gegn óbilgjörnum árásum hersins. Á árinu 1981 varð Rigoberta Menchú að fara í felur í Guatemala og síðar flýði hún til Mexíkó. Þá hófst nýr kafli í lííl hennar þar sem hún skipu- lagði í útlöndum baráttuna fyrir réttindum bænda gegn kúguninni í Guatemala. Árið 1982 tók hún þátt í stofnun sameinaðrar andófshreyflngar (RUOG) og 1983 sagði hún Elisabeth Burgos-Debray sögu sína, þá 23 ára gömul. Elisabeth skráði söguna á bók sem heitir: „Ég, Rigoberta Menchú". Bókin hefur vakið mikla athygli víða um heim og þykir áhrifamikil, einlæg lýsing á hlutskipti infæddra í Suður-Ameriku. Rigoberta er ötull málsvari og óþreytandi i baráttunni fyrir réttindum ind- jána og viðurkenningu á menn- ingarlegu jafnrétti þeirra. Þó að hún sé landflótta og eigi yllr höfði sér hótanir um líflát hefur hún a.m.k. þrisvar heimsótt Guate- mala til að tala máli bændanna. Roberta er hugrökk og ótrauð hugsjónakona sem vinnur gegn kúgun og nýlendustefnu. Hún heimsótti írland í febrúar á þessu ári. Þar talaði hún um „hið þögla þrjátíu og sex ára stríð“ sem heimurinn veit ekki um. í þvi hafa um ein milljón Guatemala- búa misst heimili sín, um 43.000 horfið og a.m.k. 10.000 dáið. Henni íinnast hátíðarhöld í tilefni af 500 ára landafundi Kristófers Kólumbusar móðgun við þjóð sína þvi að árið 1492 hafl byijað ósleitileg og illvig árás á menn- ingu, land og líf innfæddra í Ame- riku. Þeim hátíðarhöldum vildi hún mæta með andófi og reisn í minningu fórnarlamba sögunnar og af samstöðu við fórnarlömb líðandi stundar. □ Guðrún Agnarsdóttir 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.