Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 24
útvarpi og klukku heima og vissum aldrei hvað tímanum leið. Okkur snjóaði inni svo við gátum okkur ekki hreyft í marga daga. Það var yndislegt. Við vöknuðum þegar birti, borðuðum þegar við vorum svöng og fórum að sofa þegar við vorum orðin syfjuð. En hvernig undirbýrðu ferðina í bústaðinn? Ertu búin að baka og elda heima og tekurðu allt með eða eyðið þið dijúgum tíma í eldhúsinu ? - Undanfarin ár höfum við fengið leyfi til að skjóta rjúpur í nágrenninu. Þegar ijúpnatím- anum lýkur skjótum við endur, en oft höfum við jólamatinn með til vonar og vara. Það fer hins- vegar lítið fyrir jólasmákökunum, því ég vandist því í Ameríku að baka smákökur allt árið. Ég reyni að hafa þær frekar hollar en þær eru samt góðar eins og einn vinur strákanna sagði um daginn. Mér íinnst sú tilfinning svo þægileg að „þurfa“ ekki að gera neitt íyrir jólin. Fólk miðar allt við jólin, standsetja húsið, sauma glugga- tjöld og þrífa allt húsið í svartasta skammdeginu! Það ræður þvi hver og einn hvernig hann hefur það, en menn sogast með. Ég vandist þvi t.d. ekki sem barn að skórinn væri settur út í glugga. Eldri strákarnir gerðu það aldrei en sá yngsti varð voðalega sár þegar hann var sá eini í leikskól- anum sem fékk ekkert i skóinn þannig að hann fær eitthvað smávegis þótt hinir hafi aldrei fengið neitt. Jólaundirbúning- urinn er kominn út í öfgar hjá allt of mörgum. Það er staglast á þvi að jólin séu hátíð íjölskyldunnar en svo upplifa flestir jólaboðin sem kvöð. Þetta er gerviímynd sem má alveg hrófla við.D RV og KK HAFRAMJÖLSKÖKUR JÓHÖNNU: 1 b smjör 2 b púðursykur 1 tsk vanilla 1 tsk salt 3 b haframjöl (eða 1 b haframjöl, 1 b hveitiklíð og 1 b kókosmjöl) 2 egg 1 1 /2 b heilhveiti (eða grahamsmjöl) 1 tsk matarsódi 1 /2 b pecanhnetur (eða heslihnetur) Mjög gott að bæta súkkulaðibitum í. Hrært í hrærivél, sett með teskeið á plötu, bakað við meðalhita í 15 mínútur. VERULEGA GOTT í SKÓINN Hver kannast ekki við að vakna upp með andfælum og neyðast til að setja manda- rínu í skóinn þriðja kvöldið í röð? Látum ekki þann skemmtilega sið að setja í skóinn breytast í martröð! Hafið samráð við nágranna- jólasveinana, það getur verið erfitt fyrir litlu skinnin að skilja hvers vegna einn fær snjóþotu en annar smáköku. Kaupið allt í einni ferð og munið að hóf er best í öllu. Jólasveinarnir koma 13 nótt- um fyrirjól eins ogvenjulega. Glansmyndir Hárspennur Jólaföndur Jólalímmiðar Jólasveina tannbursta Kerti Leir Litabók Litir Mandarínur Miði á Dýrin í Hálsaskógi Nærföt með mynd Skemmtilegt skóladót Skraut á jólatréð Smákökur Sparisokka 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.