Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 35

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 35
BÓKADÓMAR SÓL SKÍN Á KRAKKA SIGRÚN ELDJÁRN, 1992 Forlagið og Rauði kross Islands Eins og segir á baki þessarar bókar er hún gerð að frum- kvæði Rauða kross íslands lil að vekja máls á ólíku hlut- skipti barna í heiminum. Teflt er fram algerum andstæðum: lífi svartra Afríkubúa sem búa við fátækt og fáfræði og hvitra íslendinga velferðarþjóðfélags- ins. Aðalsögupersónurnar, börnin Sunna og Pétur fá að ferðast með foreldrum sínum, FLUGFISKUR BERGLIND GUNNARSDÓTTIR Örlagið 1992 F lug/iskur er fyrsta skáldsaga Berglindar Gunnarsdóttur en áður hafa komið út þijár ljóðabækur eftir hana. Að mörgu leyti er saga Berglindar lík ljóði. Hún notar mynd- rænar lýsingar mikið og segir söguna í nútíð og þátið sam- tímis sem gerir hana draum- kennda. Aðalsögupersónan er kona sem hefur nýlega fætt sitt íyrsta barn og er í barn- eignarfríi. Hún uppliflr mann- líflð á annan hátt en hún gerði áður og flnnst hún nú lifa með barni sínu í þeirra eigin heimi. Hún riQar upp tilfinningar úr bernskunni gagnvart foreldr- um sínum og til æskunnar en samhliða því ijarlægist hún hinn ytri heim. Ógnaratburður í fjölskyldunni gefur henni nýja sýn á sjálfa sig sem henni reynist erfltt að sætta sig við. Skipting milli tímabila gerir söguna að minu mati ómark- sem eru starfsmenn Rauða krossins, alla leið til Eþíópíu. Þau dvelja um skeið í litlu þorpi, meðal innfæddra, þar sem allt er nýstárlegt, en börnin skynja að sjálf eru þau framandleg í augum þorps- búa. Sagan lýsir því vel hve ólíkir heimar mætast þarna og viðbrögð barnanna eru skilj- anleg. Þau eru undrandi yflr lífi þessa fólks sem býr í leirkofum, notar hvorki hnífa- pör bila né sjónvarp. Stelpurn- ar vinna ásamt konunum að matargerð og barnauppeldi, meðan karlarnir ræða málin, og strákarnir leika sér að niðursuðudósum sem þeir hafa gert að leikfangabílum. Inn í þennan heim koma foreldrar Sunnu og Péturs til hjálpar innfæddum. Mamman vissari og veldur óþoli við lestur en það á ágætlega við þar sem sagan lýsir tilíinn- ingalegu róti konu í núinu og tilfinningum sem hafa búið með henni frá bernsku. „Þegar maður er ein verða allir hlutir stærri, sérhvert smáatriði blæs út í óviðráðanlega stærð." Berglind tekur á einmana- kennd manneskjunnar og því hversu auðveldara er að þiggja styrk frá öðrum en að veita hann. Kvenpersónurnar í sögunni hafa hlýja og viðkvæma eigin- leika, þeirra er að miðla sam- hug og öryggi til umhverfisins. Karlmennirnir eru hrárri, þeir hafa afmarkað hlutverk og fara lítið út fyrir það, nema kannski faðirinn. Karlmennirnir bera nöfn i sögunni, en konurnar ekki, og það sýnir betur stöðu karlanna, hún er áþreifanlegri. Þeir kunna illa að bregðast við erfiðleikum í lííi kvennanna sem höfðu haft það hlutverk að veita styrk og tilflnningalegt öryggi. Þegar þær þarfnast þessa styrks er ekki um auðugan garð að gresja. Þó er ekki verið að ásaka þá heldur finnst mér Berglind í raun vera að vitna í þessa tvo illtengj- anlegu heima kvenna og karla. læknar fólkið en pabbinn hjálpar því við jarðrækt og við að halda vatnsbólinu ómeng- uðu. Þrátt fyrir framandleika umhverflsins eignast börnin vini. Vinkona Sunnu heitir Sahai, sem þýðir „sól“ á henn- ar tungu. Það er ekki aðeins nafnið sem tengir þær saman: báðar eru börn sem sama sólin skín á, og þau eru jú alls staðar lík þó hlutskipti þeirra geti verið gjörólíkt. Sunna skynjar að lifsbarátta þorps- búa er erflð og er undrandi á þvi að þrátt fyrir skort og eignaleysi er fólkið ánægt. Jafnvel mun ánægðara en fólkið heima sem lifir við allsnægtir. Sól skín á krakka er góð kynning á starfl Rauða kross- ins og staðháttum í Eþíópíu. Bliða og hlýja er það sem við þörfnumst, það sem allar manneskjur þarfnast, en margt innra með okkur og utanaðkomandi veldur öllu því illa sem við upplifum. „...manstu eftir kettinum sem bjó í næsta húsi við okkur þegar við vorum litlar, við lékum okkur stundum með hann. Manstu hvað leldurinn hans var hlýr og mjúkur, hvað honum þótti gott að láta strjúka sér. Svo einn daginn fannst hann hengdur úti í skúr." Manneskjurnar eru sífellt að veita hver annarri holsár. Berglind tekur einnig á frelsisþránni. „Enginn hefur yflr mér að segja, ég er haldin fullkomnu frelsi, því æðsta sem til er; frjáls og ein án þess að vita hvað ég á að gera við þetta frelsi fyrr en tilgangs- leysið rekur mig til aðgerða." Hvað er það sem við viljum í raun og veru öðlast? Leitin er óendanleg og nær sjaldnast að fullnægja okkur. Nú læt ég öðrum lesendum bókarinnar eftir frekari túlk- anir enda er bókin margræð. Nánast hver einasta setning er skilaboð til manneskjunnar. Skilaboðin höfða svo mismikið Sagan sýnir heim innfæddra í jákvæðu ljósi og ætti þvi að vinna gegn kynþáttafordóm- um. Einnig er hún góð sið- ferðileg innræting, þvi hún sýnir að sönn gleði er ekki falin í veraldlegum gæðum. Og eins og Sunna verða börnin sem lesa þessa bók svolítið hissa að reka sig á það. Dýrkun „neysl- unnar" er okkur svo töm og „hamingjan" svo samtvinnuð henni. Saga Sigrúnar Eldjárn birtir þessi sannindi á öfga- lausan og jákvæðan hátt. Myndir hennar eru bæði litrikar og fallegar og i heild er þetta afar vönduð og upp- byggileg barnabók. □ Vala S. Valdimarsdóttir til okkar þvi öll búum við yflr ólikri reynslu, allt eftir því hvaða veg eða vegleysu við höfum valið til að reyna að öðlast tilgang með þeirri stað- reynd að við erum á lífl. □ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir LEYNDARMÁL GAMLA HÚSSINS HEIÐUR BALDURSDÓTTIR Vaka-Helgafell, 1991 Bók þessi íjallar um stelpu sem heitir Guðrún. Hún er nýflutt til borgarinnar úr litlu þorpi úti á landi. í borginni kynnist hún fljótt mörgum krökkum. Þau lenda síðan i ýmsum dularfullum ævintýr- um. Bókin er mjög skemmtileg og kápan er vel gerð. Leynd- armál gamla hússins er ein skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Eg myndi alveg vilja lesa fleiri bækur eftir Heiði Baldursdóttur. Hildur Rakel Jónsdóttir 12 ára 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.