Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 29
NAUÐGUNARMÁL ÐSKOTAHLUTIR í KERFINU Anna var búin að kvíða þessum degi í marga mánuði. Og nú átti hún að mæta í Sakadóm Reykja- víkur í dómsal 101 næsta mánu- dag. Hún hafði séð nauðgunar- réttarhöld í amerískum bíó- myndum og bjóst við að þetta yrði eitthvað svipað. Hún vissi að þetta yrði erfltt, allt sem á undan var gengið hafði verið erfltt, yflr- heyrslur lögreglunnar, læknis- skoðunin og margra mánaða þunglyndi sem hafði næstum eyðilagt ástarsamband hennar og kostað hana vinnuna. Anna er ekki hennar rétta nafn þvi hún óskar nafnleyndar. Hún settist við minnsta borðið í salnum. Fyrir framan hana sat dómarinn, á vinstri hönd sat saksóknarinn, maður sem hún hafði aldrei séð fyrr. Henni á hægri hönd sat maðurinn sem nauðgaði henni og við hlið hans sat veijandi hans. Þetta áttu að vera lokuð réttarhöld en í áhorfendastúkunni sátu tveir ungir menn og hún vissi ekki af hverju þeir voru þarna. Anna og ritarinn voru einu konurnar í salnum. „Það pirraði mig að vita ekki til hvers þessir ungu menn voru í salnum og ég fékk ekki að vita það fyrr en allt var yflrstaðið. Þetta voru laganemar en mér fannst að dómarinn hefði átt að spyrja mig hvort mér væri sama að þeir væru viðstaddir.“ RÉTTARHÖLDIN NIDURLÆGJANDI Svo hófust réttarhöldin. Dómar- inn sem var eldri maður hallaði sér fram á borðið, færði gler- augun fram á nefbroddinn og horfði beint í augu Önnu og minnti hana á skyldur hennar og sannsögli. Upplifun Önnu af réttarhöldunum voru hræðileg vonbrigði. Þau voru ekkert lík því sem hún hafði séð í amerísku bíómyndunum. „Mér fannst eng- „Ég hafði orðið fyrir rosalegum hlutum, treysti engum, var uppfull af sektarkennd og leið alveg rosalega illa. Mér fannst dómarinn og verjandinn vera ó móti mér oa svo fannst mér saksóknarinn líka óvinurinn. Maðurinn sem ég hélt að væri þarna fyrir mig. ...Þarna sat ég ein fyrir framan alla þessa karla og upplifi réttarhaldið ó hræðilega niðurlægjandi hótt." inn vera þarna íyrir mig,“ segir Anna. „Ég hafði orðið fyrir rosa- legum hlutum, treysti engum, var uppfull af sektarkennd og leið alveg rosalega illa. Mér fannst dómarinn og veijandinn vera á móti mér og svo fannst mér sak- sóknarinn lika óvinurinn. Mað- urinn sem ég hélt að væri þarna fyrir mig. Saksóknarinn byrjaði bara á því að biðja mig um að segja frá öllum atburðinum frá A til Ö og ég bara gat það ekki. Þá rýndi hann í skýrsluna og fór að spyija nákvæmari spurninga. Eins og hvernig ákærði reif utan af mér fötin og bað mig að segja frá því í smáatriðum en það eru þessi smáatriði sem er svo erfltt að muna. Hann spurði líka hvort maðurinn hefði komið getnaðar- lim inn í fæðingarveg og hvort hann hafl haflð samfarahreyf- ingar. Hann vildi vita í hvernig stellingum samfarirnar hefðu verið og svo framvegis. Margar þessar spurninga eru svo erflðar því þær snerta blygðunarkennd okkar á svo sérstakan hátt. Þarna sat ég ein fyrir framan alla þessa karla og upplifl réttar- haldið á hræðilega niðurlægjandi hátt.“ SÍÐAN TÓK VERJANDINN VID „Hann byrjaði á að spyija mig hvort ég væri viss um að þetta hefði verið nauðgun og lét í það skína að ég hafl viljað þetta. Hann baunaði á mig spurningum eins og vélbyssuskothríð og reyndi að véfengja allt sem ég hafði sagt. Hann gerði lítið úr mér og mér fannst hann vera að segja að ég væri ómerkileg kona. Sjálfs- myndin var ekki sterk eftir þennan atburð og sitja undir þessu bætti hana ekki. Mér leið alveg hræðilega. Maður þarf að vera djöfull sterkur til að stand- ast þetta.“ 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.