Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 22

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 22
skilyrðum fólks. Upphaflega var grunnefnið kjúklingalifur og svinahakk, en það fékkst aldrei í kaupfélaginu svo ég fór að nota lambslifur, beikon og nautahakk. LIFRARFRAUÐ DREIFBÝLISINS Deig 300 gr hveiti 1 tsk salt 150 gr smjör (lint) 1 egg 1 dl kalt vatn Fars 500 gr lambslifur 1 pakki beikon 300 gr nautahakk 1 laukur 1 tsk salt nýmalaður pipar 1 tsk timjan 2 tsk basilikum 2 msk hveiti 2 egg 2 dl sýrður ijómi 15-20 ólífur Deigið er hnoðað saman. Það er fremur lint og því sett í ísskáp dálitla stund. Lifur, beikon og laukur eru skorin smátt. Síðan er öllu hrært vel saman. Köku- form er smurt vel, deigið flatt út og formið klætt að innan með því. Farsið er sett í og lok búið til úr deiginu. Þiýsta þarf saman endum deigsins og loka vel, síðan eru pikkuð göt i lokið og skorin út hjörtu eða aðrar figúrur til að leggja ofan á. Loks er penslað með eggi og bakað í eina klukkustund neðst í ofni við 175 gráðu hita. Ekki er vist að allir hafi tíma eða áhuga á þvi að bjástra við matargerð af þessu tagi. Þeim bendi ég á að hægt er að kaupa aldeilis ágætar kæfur og frauð sem framleidd eru hér á landi. Með þeim má bera fram litlar súrar gúrkur eða pikkles sem kaupa má í niðursuðudósum eða krukkum í hvaða verslun sem er. Ég mæli eindregið með þessari aðferð sérstaklega eftir reynslu mína í jólaundirbúningi síðustu tveggja jóla. Þá bjó ég til pikkles og sýrt grænmeti í félagi við vinkonur mínar. Matvælafram- leiðslan gekk mjög vel, en börnin okkar voru ýmist lasin, þurftu að fara í leikhús eða troða upp á tónleikum eða danssýningum. Við áttum því í nokkrum erfið- leikum með að finna tíma fyrir matreiðsluna. Verkið var því unnið á handahlaupum seint um kvöld og fram á nætur. Einhverra hluta vegna náðum við aldrei að kveikja á kertunum og taka tappann úr sherryflöskunni eins og til stóð. Við höfðum það hins vegar mjög skemmtilegt, töluðum hver upp í aðra og hlógum bæði hátt og mikið. Þessi jól fengu vinir og vandamenn sálir íslenskra valkyrja sultaðar og súrsaðar á krukkum. En í ár verður jóla- undirbúningurinn eins og hann á að vera. Nú geri ég fyrst og fremst það sem mig langar að gera og hef gaman af. í ár ætla ég að njóta hverrar mínútu. í ár gleymast hvorki kertin né andblær jólanna. Vona ég. □ Með jólakveðju Kristín Karlsdóttir Teikningar: Margrét Laxness Þetta geymist nokkra daga í ísskáp. Einnig er hægt að frysta frauðið, en það þarf langan tíma til að þiðna. Hins vegar geymist kryddsultan vel og lengi á krukk- um eins og aðrar sultur. Á mat- seðli hússins myndi þessi réttur heita: Lambalifrarfrauð með epla- kryddsultu og glóðuðu brauði. Réttinn má nota við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, á köldu borði, sem forréttur, hátíðlegt hádegissnarl teygjufjölskyldunn- ar eða jafnvel þegar tengdapabbi birtist óvænt í mat. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.