Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 36

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 36
ÚSMÓÐIR O G STOLT A F ÞVÍ í viðtalsbók þar sem Guðrún Ásmundsdóttir leikkona segir frá lífshlaupi sínu, er lýsing á því hvernig hún, ung nýgift kona, reyndi að sýna manninum sínum hvað hún væri dugleg með því að vera einmitt að klára að skúra þegar hann steig inn úr dyrunum að loknum vinnudegi. Mér og fleirum fannst þetta heldur hallærislegt ráð til að halda við aðdáun hans, þvi það er varla hægt að hugsa sér neitt eins ósexý og sveitta húsmóður í gólftuskuvindingum. Mér varð hugsað til Guðrúnar þegar ég stóð á torgi í Prag í vor í brennandi sólarhita og sá tvo svarbrúna, löður- sveitta unga menn, bera að ofan með leðursvuntur, slá mynt handa ferðamönnum, sem þeir keyptu af þeim glóðvolga. Það voru auð- vitað mest konur sem sýndu myntinni áhuga, enda var sýningin helst áhugaverð íyrir þær. Karlmenn, sveittir við karlmann- lega vinnu, eru miklu meira spennandi en konur sveittar við kvenlega vinnu. Við lifum í samræmi við þetta; konur vilja ekki sjást við heimilistörfin og þjóðfélagið vill ekki heldur vita af starfi húsmæðranna og sífellt er látið eins og það sé bæði óþarft og löðurmannlegt. Fáar konur vildu láta það vitnast um sig að þær væru myndarlegar Karlmenn, sveittir við karlmannlega vinnu, eru miklu meira spennandi en konur sveittar við kvenlega vinnu. húsmæður, hvað þá að þær hefðu áhuga á húsmóðurstaríinu eða metnað á því sviði. Við tökum fullan þátt í þeim blygðunarfulla blekkingarleik að láta sem hús- móðurstörf séu ekki til, nema þá sem einhvers konar eftirstöðvar kúgunar fortíðarinnar sem okkur beri skylda til að útrýma. Samt vita það allir sem vilja, að það er mikið verk að halda almenni- legt heimili og að til þess þarf ýmsa kosti, svo sem útsjónar- semi, þolin- mæði, skipu- lagsgáfu og reynslu. Þessa kosti kunnum við vel að meta hjá fólki í öðrum störfum og hjá hús- mæðrum fortíðarinnar, en sífellt er látið eins og þetta komi ís- lenskum nútímakonum ekkert við. Þær eru nefnilega að vinna og eru að auka hlutdeild sína á vinnumarkaðnum. Samt vinna íslenskar konur miklu meira en karlarnir, ef vinna þeirra á heimilunun er talin með og einn- ig meira en konurnar í nágranna- löndunum sem vinna þó meira en þeirra menn. Ég sé ekki hvar á að bæta vinnu á íslenskar konur. Svo langt er gengið í því, að líta niður á heimavinnu kvenna, að það er orðið eins og viðtekin venja, að hunsa skoðanir þeirra sem láta í ljós jákvæð viðhorf til hennar, svo ekki sé minnst á löngun til að vinna slík störf. Stundum gerist það til dæmis, að einhver gerir könnun og spyr fólk um ýmislegt sem tengist heimilis- högum þess og vinnu. í slíkum könnunum kemur oft fram sú skoðun hjá stórum hópum fólks, að það vilji gjarnan vinna minna utan heimilis, og hafa meiri tíma til að sinna börnunum og heimili, en ég tek fram að ég tel hvort tveggja til heimilistarfa. Niður- staða slíkra kannana er iðulega að skóladaginn þurfi að lengja og íjölga þurfi dagvistunarplássum því konur séu í auknum mæli á leiðinni út á vinnumarkaðinn, sem eru þó augljóslega ekkert svar við óskinni um að geta sinnt heimilunum meira. Þetta sé ég gerast aftur og aftur og mér er nær að halda að sú skoðun að það eigi að lengja skóladaginn og koma konum út af heimilunum sé orðin einskon- ar „stofnun", eins og ein gáfuð kunningjakona mín kallar það,

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.