Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 10

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 10
Þessar áherslur tóku á sig hin ýmsu birtingarform í Ungfrú íslandskeppninni 1990. Stúlkum- ar gátu vart fetað sig einar niður stiga, ávallt þurflti aðstoð ein- hvers herramannsins sem ridd- aralega leiddi þær fram í sviðs- ljósið. Til að sýna afrakstur kroppatamninga liðinna mánuða busluðu þær eins og lítil böm í Bláa lóninu, áhyggju- og ábyrgð- arlausar. Otal tilvísanir voru í brúð- kaup. Fyrirsæta í brúðarkjól var hápunktur tískusýningarinnar, Ungfrú ísland fékk hring að gjöf og dansatriði sýndi stúlku gefast pilti. Það em m.ö.o. afar mótsagna- kennd skilaboð sem áhorfendur fegurðarsamkeppninnar fá. Ann- ars vegar em stúlkumar látnar stilla sér upp og ganga inn í hlutverk hinnar óvirku meyju. Hins vegar er þeim lýst sem fulltrúa íslensku þjóðar- innar sem vakinn og sofínn lætur sér annt um að vinna sigra í kynningu á landi og þjóð. Þrátt fyrir þetta ósamræmi lags og texta nýtur kveð- skapurinn vinsælda. Og það er einmitt kjami málsins. Þessi málflutningur hefur hrifíð og réttlætt tilvist þessarar keppni í hugum margra kvenna. Það er ekki ímynd hinnar óvirku konu sem hefur selt þeim Ungfrú íslandskeppnina heldur hugmyndin um stúlkuna sem leggur heiminn að fótum sér í nafni íslensku þjóðar- innar. LANDKYNNING Um fullyrðingar aðstandenda keppninnar um landkynningarmátt Ungfrúar íslands, verður það eitt sagt að þar fykur moldin í logninu. Vinsældir Miss World keppninnar em afar tak- markaðar og yfírleitt bundnar við þjóðir þar sem lítið mark þykir takandi á konum yfírhöf- uð. A heimaslóðum Miss World fyrirtækisins, í Bretlandi, þar sem ég er búsett, hefur verið rætt um keppnina og keppendur i fremur niðrandi tóni. Ein blaðakona gekk svo langt að líkja keppendunum við Michael Jackson og lýsingarorðin má staðsetja einhvers staðar á fliss, skræk víddina (Independent, nóv. 1993). Eg verð því að vera ósammála Baldvini þegar hann í fyrmefndu viðtali við DV segir: „Fólk í hinum stóra heimi verður að vita af okkur hvort sem mönnum er illa við fegurðar- samkeppni, handbolta eða skák, að við séum áhugaverð þjóð og að hér sé eitthvað að gerast.“ (DV, 1989). Þjóð með feguróarsam- keppni á heilanum þykir í besta falli vera með geirfúglslegar hugmyndir um konur. Ef íslend- ingar vilja jákvæða kynningu á landi og þjóð verða þeir að notast við jákvæðar ímyndir og fulltrúa sem teknir eru alvarlega. Það segir ýmislegt þegar söngkona, sem hefur mátt lesa háðsglósur um útlit sitt og klæðaburð í glansmiðlunum, verður besta landkynning sem íslendingar hafa átt. Það er tímabært að sjá feg- urð þeirra sem þora að vera öðruvísi og láta lönd og leið plastboðskap fegurðarsamkeppna. Fegurðardrottningar sem landkynning held ég að sé þó ekki alvarlegasti ásteytingarsteinn- inn, heldur þær hugmyndir og líkamsímynd sem haldið er að konum með fegurðar- og fyrirsætusamkeppnum. þjóð til svo mikils sóma að eftir er tekið um heim allan“. Þá virðist skipta meira máli að fara í megrun og safna nöglum en að standa sig vel í skóla og íþróttum. Einum af aðstandendum Ungfrúar íslandskeppninnar varð tíðrætt, í þessu sambandi, um þau stakkaskipti sem yrðu á keppend- um á meðan þeir færu í gegnum æfíngaprógrammið. „Efitir strang- an undirbúning ganga þær um eins og veraldarvanar konur, teinréttar og sjálfsöruggar. Þannig fínnst mér þetta gera þessum stúlkum ekkert nema gott“ (Vikan 8. tbl, 1993). Þetta þarf varla að koma svo á óvart. Þátttaka i keppninni er staðfesting á því að þær standist Ljósm. Timinn útlitskröfur samfélagsins, og útlit þeirra er nánast það eina sem fjölmiðlar sýna á- huga. LOKAORÐ Það er sorglegt þegar þjóðin er tilbúin að senda 14 ára stúlkur með teppalím á rassinum í kantskurð á háa hæla og kallar það þroskandi reynslu og jafnvel landkynningu. Það er líka sorglegt þegar vinsæll höfundur unglingabóka gerist dómari í fegurðarsamkeppni. Veit hann ekki að vandi fylgir vegsemd hverri? Sorgleg- ast er þó þegar útlitsdýrkunin fer að taka á sig sjúkdómsmynd. Lystarstol (anorexia nervosa) getur endað með dauða! Blóðið lagar úr skónum hjá Höggvinhælu því að gullskórinn verður að passa. Ætlar prins- inn að kyssa á meiddið? Er ekki tímabært að konur hreinsi Rósublöðin úr eyrunum og fari á ný að hreyfa andmælum við boðskap af þessu tagi? n Ljósm. Magnús Hjörleifsson FYRIRMYNDIR KVENLEIKANS I fjölmiðlum fer fram heilmikil uppeldisstarf- semi. Markmið kvenleikans eru skilgreind og leiðimar að þeim. Þessi umræða lætur lesend- uma ekki ósnortna, sérstaklega yngri kynslóð- ina sem fær að lesa um og skoða myndir af þeim konum sem samfélagið hefúr velþóknun á. Hvað þær snertir fer ekki á milli mála hvar áhugi fjölmiðlanna liggur. Stúlkur eru vart búnar að ná kynþroska, jafnvel enn með barna- tennur, þegar þeim er smalað í næstu keppni. Einn greinahöfundur Vikunnar (8. tbl. 1993) túlkaði þessar vinsældir sem svo að feg- urðarsamkeppni hefði ekki lengur á sér „nei- kvæðan stimpil fordómakenndrar umræðu“. Ég get verið sammála honum um að umræðan er nánast engin. Fordómarnir em hins vegar mýmargir og beinast nær allir að kvenlíkaman- um. Stúlkurnar þurfa að „laga skringileg bros“, með því að sýna ekki allan tanngarðinn þegar þær brosa, og að ganga í gegnum stíft æfínga- prógramm til að útlit þeirra geti „orðið landi og FEGURÐARDROTTNING I LANDKYNNINGU „Þegar ég var orðin ungfrú heimur ætluðu menn nánast að gleypa mig í einum bita - eða tveimur. Ég vann og vann stundum 18-19 klukkutíma á sól- arhring í kynningarstörfúm fyrir islenska aðila sem vildu nýta sér frægðina. Ég svaf stundum bara örfáa klukkutíma á nóttu og átti svo að vakna sem ungfrú heimur og mæta í alls kyns kynningar sem gátu verið leiðigjarnar, sérstaklega ef ég hafði ekkert að gera, var bara brúða sem brosti. Það er gott og blessað að kynna land og þjóð en ég þurfti að spóka mig með alls kyns mönnum á öllum tímum sólarhrings. Ég gat aldrei sagt nei, jafnvel þó hringt væri á sunnudagsmorgni.“ Linda Pétursdóttir í viðtali við Samúel, jan. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.